laugardagur, júní 25, 2005

Sumarfrí

Eins og stað er í dag þá öfunda ég alla sem eru að fara í sumarfrí. Eftir sit ég með sárt ennið og á 24 vinnudaga eftir þar til ég hætti. Þetta er kannski orðið slæmt þegar maður er farin að telja niður neeeeeeeeeee.
Ég er annars byrjuð að pakka ógeðslega dugleg. Finnur mætti samt vera duglegri að hjálpa mér, annars held ég að hann vilji bara halda sér frá þessu þar sem ég er úber skipulögð og vil hafa allt í röð og reglu og hann heldur bara að hann eigi eftir að klúðra einhverju hahahahahaha :) Annars er það búið að taka hann 2 daga að ganga frá geisladiskunum sínum og rippa þá og ég á 5 sinnum fleiri diska og það tók mig 2 daga að klára og hann er ekki hálfnaður bögg.

Jæja kannski maður haldi bara áfram að pakka og taka niður hillu og svoleiðis. Ég verð víst bara að gera það sjálf. Finnur er ekki nálægt svo ef ég klúðra einhverju þá kennum við honum bara um þar sem hann var ekki á staðnum hahahahahahahah.

Jæja þar til næst see ya

fimmtudagur, júní 16, 2005

bleeeeeeee

Vááááááááááá hvað dagurinn getur verið lengi að líða. Það eru 45 mín. eftir af vinnunni og í langa helgi og ég er farin að telja niður í sekúndum. Ég nenni þessu engan veginn lengur. Ég hlakka svo til að hætta og komast í frí og fara út til Danmerkur. Can't wait. Þá fæ ég að hitta Mumma minn (sorry Árný) sem ég er ekki búin að hitta mjög lengi. Mummi ég er farin að telja niður dagana.

Jæja best að fara hætta þessu bulli. See ya


mánudagur, júní 13, 2005

blogg hvað

Jæja þá er maður bara byrjaður að blogga eða alla vega að reyna það. Ég ætla að gera mitt besta í því að koma öllu til skila því sem maður gerir í Danaveldinu þar sem jú ég er að fara flytja þangað eftir 2 mánuði. :)
Svo please verið þolinmóð ég er að vinna að síðunni minni.