Þá er ágúst að renna sitt skeið og Inga Rós að verða 3 vikna gömul. Lífið hefur verið bara nokkuð gott hjá okkur fjölskyldunni. Ég fór 10 ágúst í endurtektarpróf aðeins 6 dögum eftir keisarann og það var frekar erfitt. Ég var ekki alveg búin að jafna mig eftir fæðinguna en ég fékk þær frábæru fréttir í gær að ég náði. Ég fékk 7 og er ég ekkert smá ánægð og er þungu fargi létt af mér því nú get ég einbeitt mér að öðru árinu og Ingu Rós.
Skólinn er annars byrjaður hjá mér og er ég að reyna mæta á meðan Finnur er í fæðingarorlofi og svo verður restinni bara pússlað saman við vinnunna hans þegar hann byrjar aftur í september.
Ljósan kom í heimsókn til okkar þegar Inga Rós var 10 daga gömul og var hún komin upp í 3.8 kg sem er mjög gott og svo kemur hún aftur næsta mánudag svo það verður gaman að vita hvort hún sé að þyngjast meira. Hún hefur það annars rosa fínt. Hún borða vel og sefur þess á milli. Okkur finnst alveg æðislegt sérstaklega þar sem hún sefur frá 5-7 tíma á næturnar. Þannig að við fáum líka að sofa sem er gott.
Núna eru bara rólegheit á næstunni hjá okkur. Allar heimsóknir búnar í bili eða þar til Gróa amma kemur fljótlega. Mamma og pabbi fóru heim 16 ágúst og Charlene vinkona sem kom frá UK þann 16 fór 21 ágúst. Svo renndu Hjördís og Mikkel við með foreldrum Hjördísar og Inga Rós var vakandi mest allann tímann og tókst að bræða alla í kringum sig. Hún hélt áfram að bræða fólk þegar Laufey, Garðar og Anna Valdís kíktu við á leið sinni heim til Álaborgar. Inga Rós þakkar fyrir allar gjafirnar sem hún fékk. Hlökkum til að máta fötin.
Jæja ætli láti þetta ekki gott heita. Ég mun henda inn fleiri myndum inn á síðunna hennar Ingu Rósar fljótlega.
Þar til næst
See ya
fimmtudagur, ágúst 24, 2006
föstudagur, ágúst 11, 2006
Vikugamlir foreldrar.......
Jæja þá er sú stutta orðin vikugömul og er algjört draumabarn foreldra sinna. Hún sefur bara og drekkur og það heyrist ekkert í henni.
Við erum búin að búa til heimasíðu þar sem við munum setja inn allar myndir af henni en við munum ekki skrifa neitt í vefdagbók þar inni því við munum halda áfram að nota þessa bloggsíðu.
Við viljum líka segja ykkur að við erum búin að nefna litlu dömuna. Hún hefur verið nefnd Inga Rós en hún verður skírð um jólin þegar við komum heim.
Jæja annars höfum við ósköp lítið að segja í bili. Mamma og pabbi eru að koma aftur á sunnudaginn eftir stutta ferð til Svíþjóðar og skólinn byrjar hjá mér í næstu viku.
Svo viljum við bara enn og aftur þakka fyrir allar kveðjurnar sem hafa borist okkur.
Þar til næst
See ya
Við erum búin að búa til heimasíðu þar sem við munum setja inn allar myndir af henni en við munum ekki skrifa neitt í vefdagbók þar inni því við munum halda áfram að nota þessa bloggsíðu.
Við viljum líka segja ykkur að við erum búin að nefna litlu dömuna. Hún hefur verið nefnd Inga Rós en hún verður skírð um jólin þegar við komum heim.
Jæja annars höfum við ósköp lítið að segja í bili. Mamma og pabbi eru að koma aftur á sunnudaginn eftir stutta ferð til Svíþjóðar og skólinn byrjar hjá mér í næstu viku.
Svo viljum við bara enn og aftur þakka fyrir allar kveðjurnar sem hafa borist okkur.
Þar til næst
See ya
sunnudagur, ágúst 06, 2006
Loksins loksins
Þá er maður loksins kominn í heiminn eftir langa og strembna bið. Mamma átti að fara í keisara föstudagsmorgunin en ég vildi koma fyrr því mamma missti vatnið rétt fyrir kl: 1 um nóttina. Pabbi var nú ekki viss hvort mamma væri að segja satt og spurði hvort hún væri ekki að grínast þar sem hann átti ekki að fara með hana fyrr en kl 8 um morgunin. En þetta var ekkert grín og pabbi rauk með mömmu upp á spítala því ég var enn sitjandi og mátti því ekki fæðast á venjulegan máta. Mamma var send í bráðakeisara og ég kom svo loks í heiminn kl. 2.45 aðfaranótt 4 ágúst 2006.
Ég var 53 cm og 3510 gr(14 merkur). Sem sagt fullkomin í alla staði og mamma og pabbi í skýjunum og geta ekki hætt að brosa.
Ég var 53 cm og 3510 gr(14 merkur). Sem sagt fullkomin í alla staði og mamma og pabbi í skýjunum og geta ekki hætt að brosa.
Við þökkum kærlega fyrir allar kveðjurnar sem hafa borist og það verða settar inn fleiri myndir við tækifærið.
Bestu kveðjur til allra
Litla fjölskyldan í Kolding
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
Nei ekkert barn enn.........
Jæja enn er maður ekki búin að fæða. Enda engin furða þar sem ljósurnar hérna gerðu gífurleg mistök. Á síðustu 3 vikum er ég búin að hitta 2 ljósur sem báðar sögðu að barnið væi fastskorðað og bara síðast í gær hitti ég ljósuna sem sagði það sama. Ég var send í sónar í morgun og átti að fara í mónitor í kjölfar þess og svo í gangsetningu þar á eftir þar sem ég er gengin 42 vikur.
Í sónarnum í morgun kom í ljós að barnið er sitjandi og var aldrei búið að skorða sig. Svo að ég er að fara í keisara í fyrramálið. Ef þær hefðu vitað fyrr hvað snéri upp og niður þá hefði ég verið send í vendingu á 38 viku og þá eflaust verið send fyrr í keisara AARG.
En góðu fréttirnar eru þær að við fáum krílið í hendurnar fyrir hádegi á morgun.
Vá ég varð bara pústa aðeins enda búin að vera upp á spítala í allan morgun í viðtölum og blóðprufum.
Næsta blogg kemur ekki fyrr en í seinnipart næstu viku ásamt myndum, þar sem við verðum einhverja daga upp á spítala.
Jæja þar til næst
See ya
Í sónarnum í morgun kom í ljós að barnið er sitjandi og var aldrei búið að skorða sig. Svo að ég er að fara í keisara í fyrramálið. Ef þær hefðu vitað fyrr hvað snéri upp og niður þá hefði ég verið send í vendingu á 38 viku og þá eflaust verið send fyrr í keisara AARG.
En góðu fréttirnar eru þær að við fáum krílið í hendurnar fyrir hádegi á morgun.
Vá ég varð bara pústa aðeins enda búin að vera upp á spítala í allan morgun í viðtölum og blóðprufum.
Næsta blogg kemur ekki fyrr en í seinnipart næstu viku ásamt myndum, þar sem við verðum einhverja daga upp á spítala.
Jæja þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)