fimmtudagur, maí 31, 2007

Jibbí sumarfrí

Jæja þá er þetta loksins búið. Eftir 28 daga mun ég útskrifast frá IBA með diplómagráðu í Market Economist. Vá hvað ég er fegin að þetta er búið. Sem sagt ég fór í lokaprófið mitt í gær sem var munnleg vörn á ritgerðinni minni. Ég nokkuð sátt við einkuninna en ennþá ánægðari með hvað þeir sögðu um fyrirlesturinn og vörnina sjálfa. Þeir sögðu and I quote: You put up an hell of a fight. Allavega ætla ég mér að taka þessu sem hrósi.
Svo er bara spurning hvað maður gerir í haust en það eru 2 valmöguleikar í gangi hjá mér svo það kemur allt í ljós. Annars ætla ég bara að njóta sumarfrísins og leika gestgjafa í sumar.

Litla dýrið er alltaf jafn yndisleg. Hún er farin að labba aðeins þegar maður heldur í hendurnar á henni og svo er hún alltaf að reyna standa sjálf án þess að halda í borðið eða sófann. Hún bara stendur upp og svo sleppir hún takinu. En hún dettur bara á bossann sem er vel varinn.

Heyrðu já við erum komin með "gæludýr" eða á maður kannski að segja nýjan leigjanda. Við erum með skúr hérna úti sem er opinn og við geymum eldivið og verkfæri þar og einnig Ingu Rós þegar hún sefur úti í vagninum. Við sáum um daginn broddgölt á röltinu í garðinum okkur og í gær þá fann Finnur híbýli hans undir eldiviðnum. Getið séð hérna á myndinni til vinstri þar sem Finnur er að benda á hann. En við bjóðum hann bara velkominn í fjölskylduna hann heitir eins og er bara Hr. Broddgöltur en við erum opin fyrir öðrum uppástungum.

Annars eru bara 5 dagar þar til Evíta kemur til okkar og við erum ekkert orðin neitt smá spennt yfir því. Búið er að plana hvað á að gera eins og Legoland, ströndina og margt fleira. Þið sem ætlið að koma í heimsókn í sumar ef þið viljið fara í Legoland þá erum við alveg til í það. Efast um að Evítu leiðist það að fara oftar en einu sinni. :)

Jæja ætla fara hætta þessu bulli og fara fá mér morgunmat.

Þar til næst
See ya

mánudagur, maí 21, 2007

Update........

Jæja ætli það sé ekki best að skella inn nokkrum línum hérna. Maður hefur verið frekar latur við að blogga og held ég að ég hafi barasta tekið þetta frí sem ég tók mér bókstaflega. Svo ég ætla nota tækifærið á meðan Inga Rós horfir á stuppana. En látum okkur nú sjá, hvað erum við búin að vera gera síðan ég skilaði verkefninu mínu. Nú Snorri mágur kom í heimsókn til okkar helgina eftir verkefnaskil og var það alveg geggjað að fá hann í heimsókn. Finni leiddist það ekki að fá bróður sinn til sín. Snorri kom náttlega með fullt af íslensku gúmmilaði með sér og þökkum við æðislega fyrir það allt saman. Þeir bræður skelltu sér til Þýskalands og á djammið og svo var bara afslöppun. Inga Rós var ekki alveg viss með hann Snorra frænda sinn en oftast var hann inn hjá henni. Þannig að við segjum bara takk Snorri fyrir heimsóknina og frábæra helgi.

Nú við famelían skelltum okkur á laugardaginn til Ribe á Tulipanfest. Við gistum heima hjá foreldrum Helle og pössuðu þau Ingu Rós á meðan við kíktum á næturlífið um kvöldið. Helle og foreldrar hennar eiga 2 labrador hunda og ég veit ekki hvor var hræddari við hvort annað Inga Rós eða þeir en allavega á sunnudeginu þá var Inga Rós ekki hrædd við þá heldur vildi bara æða í þá. En þetta var alveg frábær helgi og ekki skemmdi veðrið fyrir því það var alveg geggjað. Ég mun skella inn nokkrum myndum frá helginni inn á Barnanetsíðuna á eftir.

Fríið mitt er búið í bili en ég mun eyða þessari viku í að undirbúa vörnina mína sem verður 30 maí. En ég þarf að búa til fyrirlestur sem ég þarf svo að flytja fyrir Niels supervisorinn minn og svo einhvern external prófdómara. En þetta kemur allt í ljós í næstu viku hvernig þetta fer.

Inga Rós blómstrar alveg núna. Hún er komin á fullt með að skríða á fjórum fótum og er ekkert smá dugleg að reisa sig upp og labba meðfram hlutum. Hún fer frá sófanum að borðinu og svo tilbaka og reynir að teygja sig í allt sem hún sér.

Nú eru aðeins 15 dagar þangað til að Evíta kemur í heimsókn og bíðum við spennt eftir að fá hana hingað.

Jæja ætli það sé ekki best að fara hætta þessu bulli enda orðið allt of langt.
Þar til næst
See ya

miðvikudagur, maí 09, 2007

Signed, sealed & delivered

Loksins loksins er stóra ritgerðin búin og komin í hendur skólans. Þetta hafa verið erfiðir og strembnir mánuðir og ég er alveg óskaplega fegin að vera búin með þetta því nú get ég aðeins slakað á og notið þess að vera með Ingu Rós áður en ég byrja á vörninni minni. Finnur var enn í fríi í gær svo ég og Helle skelltum okkur á kaffihús og vorum þar í allan gærdag drekkandi kaffi og bjór og skemmtum okkur konunglega.

Finnur er byrjaður aftur að vinna en reyndar vinnur hann bara í dag og á morgun því Snorri er að koma í annað kvöld og fer svo aftur heim á mánudaginn. Það verður gert eitthvað sniðugt hérna á meðan dvöl hans stendur. Allavega er eurovisuion helgin núna svo maður verður náttlega að styðja Eirík og vona að hann komist lengra en Sylvía Nótt.

Það eru nokkur afmæli búin að vera síðustu daga eins og 1 mai áttu Snorri og Stína amma afmæli. 4 maí voru það Leifur og Anna Valdís 2ja ára, 5 maí var það Katla frænka 2ja ára og 6 maí var það Ingunn Anna 1 árs og fórum við í afmæli til hennar um helgina og var voða gaman þar. Á morgun á svo Evíta María afmæli og verður hún 8 ára. Viljum við óska öllu þessu fólki innilega til hamingju með afmælin.

Ég hef voða lítið að segja núna en ég og Inga Rós ætlum að skella okkur upp í moll með Helle og kíkja á föt.

Þar til næst
See ya