Jæja ég ákvað að henda hérna inn nokkrum línum aðallega til að láta fólk vita að við erum á lífi.
Kristín og Karen vinkona hennar eru búnar að vera hérna hjá okkur og skemmtum við okkur konunglega. Var náttlega farið með þær að shoppa og svo var kíkt á næturlífið hérna í Kolding og held ég að þær hafi verið nokkuð ánægðar með það. Allavega fannst þeim strákarnir hérna ekkert slor ;)
Anyway þá komst ég inn í Syddanski Universitet svo ég sest enn á ný á skólabekkinn í haust sem verður vonandi fínt og stefni ég að klára bachelorinn á næsta ári.
Inga Rós er einnig komin með dagmömmu sem er frábært. Hún heitir Malien og eru 4 börn hjá henni alltaf en svo er hún með aukapláss ef einhver önnur dagmamma verður veik eða fer í frí. Þær eru víst 4 dagmömmur sem vinna svona nokkurn veginn saman þ.e. þær hittast svo öll börnin kynnist þeim ef svo kemur til að þau þurfi að fara til aðra dagmömmu í smá tíma. En allavega þá held ég að Ingu Rós hafi litist ágætlega á aðstæður. Hún byrjaði í aðlögun í morgun í nokkra tíma. Þetta var mjög skrýtið ef ekki pínu erfitt að skilja hana eftir svona en þetta verður gott fyrir hana og mig. Dagurinn hjá henni var svona upp og niður. Vildi náttlega fá mömmu sína en svo inn á milli var hún fín. Hún fer svo aftur á morgun og þá kemur í ljós hvernig hún tekur því að vera skilin eftir því ég var með Ingu Rós í c.a. klst í morgun en á morgun mun ég ekkert stoppa.
Síðasti gestur sumarsins kemur á fimmtudaginn en þá kemur Charlene vinkona frá Englandi. Við eigum eftir að bauka eitthvað saman.
Jæja ætla að fara hætta þessu bulli og fara kannski að lesa einhverja bók áður en maður dembir sér í skólabækurnar.
Þar til næst
See ya
þriðjudagur, ágúst 14, 2007
laugardagur, ágúst 04, 2007
Til hamingju með afmælið...
Elsku litla rósin okkar er orðin 1 árs gömul í dag. Varð reyndar 1 árs þegar við vorum að fara um borð í vélina í nótt. En vá ég trúi því varla að hún sé orðin eins árs. Hún er orðin svo stór og farin að labba (hlaupa) út um allt.
Innilega til hamingju með afmælið elsku Inga Rós
Knús og kossar
Mamma og pabbi
P.S. erum að henda inn myndum frá því í júlí.
Innilega til hamingju með afmælið elsku Inga Rós
Knús og kossar
Mamma og pabbi
P.S. erum að henda inn myndum frá því í júlí.
Fullt hús af gestum
Úff þar sem það hefur eiginlega ekki gefist tími til að blogga síðustu vikur þá verð ég að skella inn nokkrum línum.
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá var júlí mjög busy. Það byrjaði á að Ásdís og strákarnir komu í heimsókn og nokkrum dögum seinna kom Íris Sól dóttir Ásdísar með lest frá pabba sínum. Það var alveg frábært að fá þau í heimsókn og var gert eitt og annað. Við fórum með strákana í Ljónagarðinn í mjög góðu veðri og svo tókum við allann krakkaskarann í Legoland. Úff segi ég bara. Við fengum 27°c og sól og garðurinn var stútfullur af fólki. Reyni þetta ekki í bráð. Ég og Ásdís skildum svo Finn eftir með öll börnin á meðan við fórum í verslunarleiðangur og verslaði Ásdís svo mikið að hún fékk eina litla tösku lánað hjá okkur en það var ekki nóg því við fórum heim með einn poka fullann af fötum sem gleymdist hehehe.
Á meðan Ásdís og co voru hérna þá renndu Baldur, Arna og Sonja Líf í hlaðið og var þá fólksfjöldin á Christen Bergs Vej 11 orðin 11. Þetta stóð í 2 daga eða þangað til að Ásdís fór heim með liðið sitt. Við gátum náttlega ekki svikið Baldur og co með Legoland svo það var haldið eina ferðina enn til Billund. Mjög fínt veður og troðinn garður. Eins og með aðra gesti þá var farið í mollið og tókst Baldri og Örnu að slá kaup Ásdísar út í H & M. Þessi verslunarferð endaði svo á að ég lenti á svörtum lista hjá H & M en það er löng og leiðinleg saga að segja frá. Þau fóru svo 22 júlí til Köben og það var fáranlega rólegt í húsinu :)
Við tókum lestina snemma til Köben 25 júlí til að fara í Tívolíið með Baldri og co og skemmtum við okkur konunglega. Enduðum við svo borgarferðina á að borða á geggjuðm Áströlskum stað sem heitir Reef N' Beef. Baldur og Finnur fengu sér 600 gr. steik sem var svona í stærri kantinum sem by the way þeir kláruðu og Baldur fékk sér eftirrétt. Þið getið séð hér til hliðar stærðina á þessari steik miðað við stærð á kveikjara. Ég og Arna fengum okkur Kengúru kjöt og Evíta fékk sér krókudíla kjöt. Ekkert smá stolt af minni stelpu þar sem hún var búin að ákveða löngu áður að hún ætlaði sér að fá sér kengúru eða krókudíl.
Við flugum svo heim um kvöldið og lentum á klakanum um 23:30 og skiluðum Evítu af okkur. Við eigum eftir að sakna hennar mjög mikið aðallega þó Inga Rós.
Takk Evíta fyrir æðislegt sumar :)
Íslandsförin var stutt en skemmtileg. Við héldum upp á afmælið hennar Ingu Rósar og heppnaðist það mjög vel. Hún fékk fullt af gjöfum og viljum við þakka aftur fyrir okkar dömu. Inga Rós skemmti sér konunglega hjá ömmu og afa í Mosó. Gaf þeim nokkrum sinnum vægt hjartaáfall og fór í pottinn með þeim og leiddist henni það ekki því hún elskar vatn. Það var erfitt að segja bless við mömmu og pabba en það verður gaman þegar við komum um jólin því Inga Rós verður orðin stærri og eldri. Við vorum 13 tíma að ferðast heim og greyið litla varð veik. Þegar við komum loks til Kolding þá var hún komin með 40°C og hálsbólgu að það heyrðist varla í henni. Við drifum okkum upp á læknavakt og fengum stíla til að gefa henni. Hún er þó öll að hressast en við missum að lítilli afmælisveislu sem mömmuhópurinn ætlar að vera með á morgun. En svona er þetta.
Jæja ætla láta þetta gott heita
Þar til næst
See ya
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá var júlí mjög busy. Það byrjaði á að Ásdís og strákarnir komu í heimsókn og nokkrum dögum seinna kom Íris Sól dóttir Ásdísar með lest frá pabba sínum. Það var alveg frábært að fá þau í heimsókn og var gert eitt og annað. Við fórum með strákana í Ljónagarðinn í mjög góðu veðri og svo tókum við allann krakkaskarann í Legoland. Úff segi ég bara. Við fengum 27°c og sól og garðurinn var stútfullur af fólki. Reyni þetta ekki í bráð. Ég og Ásdís skildum svo Finn eftir með öll börnin á meðan við fórum í verslunarleiðangur og verslaði Ásdís svo mikið að hún fékk eina litla tösku lánað hjá okkur en það var ekki nóg því við fórum heim með einn poka fullann af fötum sem gleymdist hehehe.
Á meðan Ásdís og co voru hérna þá renndu Baldur, Arna og Sonja Líf í hlaðið og var þá fólksfjöldin á Christen Bergs Vej 11 orðin 11. Þetta stóð í 2 daga eða þangað til að Ásdís fór heim með liðið sitt. Við gátum náttlega ekki svikið Baldur og co með Legoland svo það var haldið eina ferðina enn til Billund. Mjög fínt veður og troðinn garður. Eins og með aðra gesti þá var farið í mollið og tókst Baldri og Örnu að slá kaup Ásdísar út í H & M. Þessi verslunarferð endaði svo á að ég lenti á svörtum lista hjá H & M en það er löng og leiðinleg saga að segja frá. Þau fóru svo 22 júlí til Köben og það var fáranlega rólegt í húsinu :)
Við tókum lestina snemma til Köben 25 júlí til að fara í Tívolíið með Baldri og co og skemmtum við okkur konunglega. Enduðum við svo borgarferðina á að borða á geggjuðm Áströlskum stað sem heitir Reef N' Beef. Baldur og Finnur fengu sér 600 gr. steik sem var svona í stærri kantinum sem by the way þeir kláruðu og Baldur fékk sér eftirrétt. Þið getið séð hér til hliðar stærðina á þessari steik miðað við stærð á kveikjara. Ég og Arna fengum okkur Kengúru kjöt og Evíta fékk sér krókudíla kjöt. Ekkert smá stolt af minni stelpu þar sem hún var búin að ákveða löngu áður að hún ætlaði sér að fá sér kengúru eða krókudíl.
Við flugum svo heim um kvöldið og lentum á klakanum um 23:30 og skiluðum Evítu af okkur. Við eigum eftir að sakna hennar mjög mikið aðallega þó Inga Rós.
Takk Evíta fyrir æðislegt sumar :)
Íslandsförin var stutt en skemmtileg. Við héldum upp á afmælið hennar Ingu Rósar og heppnaðist það mjög vel. Hún fékk fullt af gjöfum og viljum við þakka aftur fyrir okkar dömu. Inga Rós skemmti sér konunglega hjá ömmu og afa í Mosó. Gaf þeim nokkrum sinnum vægt hjartaáfall og fór í pottinn með þeim og leiddist henni það ekki því hún elskar vatn. Það var erfitt að segja bless við mömmu og pabba en það verður gaman þegar við komum um jólin því Inga Rós verður orðin stærri og eldri. Við vorum 13 tíma að ferðast heim og greyið litla varð veik. Þegar við komum loks til Kolding þá var hún komin með 40°C og hálsbólgu að það heyrðist varla í henni. Við drifum okkum upp á læknavakt og fengum stíla til að gefa henni. Hún er þó öll að hressast en við missum að lítilli afmælisveislu sem mömmuhópurinn ætlar að vera með á morgun. En svona er þetta.
Jæja ætla láta þetta gott heita
Þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)