laugardagur, september 08, 2007

Fréttir frá Baunalandi

Jæja þar sem ég hef fengið kvörtun vegna bloggleysis þá ákvað ég að skella nokkrum línum hérna inn. Jæja þá hvað erum við búin að vera gera af okkur síðast liðnar vikur. Nú við fengum heimsókn frá Álaborgargenginu og var það mjög gaman að fá þau í heimsókn. Ingu Rós og Önnu Valdísi kom bara nokkuð vel saman. Við skelltum okkur til Flensborgar og eyddum laugardegi þar. Borðuðum góðan mat og keyptum mjög góðan mat sem við grilluðum svo um kvöldið.

Jú ég er byrjuð í skólanum og veit ekki alveg hvernig mér finnst þetta nám. Þetta er kennt á dönsku og þó ég geti bjargað mér og chitt chattað aðeins á dönsku þá er er aðeins erfiðara að hlusta kennarana tala rosa hratt um fjármál og nota orð sem ég varla skil. En við skulum bíða og sjá hvort þetta lagist ekki.

Finnur er byrjaður að spila fótbolta og er hann að fara með strákunum næstu helgi til Horsens að spila á klakamótinu sem er fótboltamót Íslendinga hérna í DK. Honum finnst mjög gaman og hann fær góða hreyfingu út úr þessu.
Ég ákvað hins vegar að byrja í Pilates og lofaði fyrsti tíminn góðu.

Inga Rós er búin að vera hjá gestadagmömmu og finnst henni mjög gaman þar sérstaklega þar sem hún á hund. Inga Rós bara vinkar mér þegar ég skil hana eftir á morgnana og knúsar mig þegar ég sæki hana. Hún á að vera þarna í eina viku í viðbót og svo fer hún til sinnar reglulegu dagmömmu. Vonandi verður það í lagi. Annars braggast hún bara vel og er gaman að sjá hversu mikið hún breytist og þroskast á hverjum degi.

Annars er voða lítið að frétta af okkur hérna úr baunalandinu nema við erum að spá í að koma ekki til Íslands um jólin. Þannig að litla fjölskyldan er að spá í að eyða jólum og áramótum hérna í DK. Ástæðan er sú að ég er í skólanum til 21 des. og á svo að fara í próf í janúar og við spörum okkur pening. Þannig að við ætlum að eiga stresslaus jól þetta árið.

Jæja ætla láta þetta gott heita

P.S. Við viljum óska Mæju og Óla innilega til hamingju með litla prinsinn.

Þar til næst
See ya