Annars er ósköp lítið að frétta. Haustið er komið og ekki langt í veturinn því aðeins er farið að
Hún er farin að auka við orðaforðann sinn. Heyrst hefur frá henni obbosí, tak, ahi(afi), dótið, úff og ó þegar kveikt er upp í kamínunni, daddi og dudda. Þetta er allt að koma hjá henni. En það er mjög gaman að sjá að hún skilur bæði dönsku og íslensku, þannig að við höfum engar áhyggjur af henni og þessum tungumálum sem töluð eru í kringum hana.
Jæja jólabjórinn kemur í hús á föstudaginn kl. 20:59 og erum við búin að fá pössun fyrir Ingu Rós. En Helle vinkona á líka afmæli svo það verða 2 flugur slegnar í einu höggi þetta kvöld.
Svo eru bara 15 dagar þangað til að ég fer til London. Jei ég hlakka svo til. Það verður verslað, borðaður góður matur og farið í leikhús. Verður örugglega mjög skrýtið að fara svona frá Ingu Rós en það verður þá bara ennþá meira gaman að koma heim.
Jæja ætla fara hætta þessu bulli og koma mér af stað í skólann. Þarf víst að fara í einn tíma í stærðfræði.
Þar til næst
See ya