Jæja ég vildu nú bara óska ykkur gleðilegra hrekkjavöku. Þó að við höldum nú ekkert sérstaklega upp þennann dag þá lét Finnur það ekki aftra sér í að skera út grasker sem kom nokkuð vel út. Ingu Rós fannst þetta rosa áhugavert svo ég smellti nokkrum myndum af henni vera skoða það.
Annars er ósköp lítið að frétta. Haustið er komið og ekki langt í veturinn því aðeins er farið að kólna hérna. Við fórum um daginn í göngutúr í Marielundskov hérna í Kolding og var það virkilega gaman og fallegir haustlitirnir og ekki skemmdi veðrið. Ingu Rós fannst mjög gaman að labba um í öllum laufblöðunum og spjalla við endurnar.
Hún er farin að auka við orðaforðann sinn. Heyrst hefur frá henni obbosí, tak, ahi(afi), dótið, úff og ó þegar kveikt er upp í kamínunni, daddi og dudda. Þetta er allt að koma hjá henni. En það er mjög gaman að sjá að hún skilur bæði dönsku og íslensku, þannig að við höfum engar áhyggjur af henni og þessum tungumálum sem töluð eru í kringum hana.
Jæja jólabjórinn kemur í hús á föstudaginn kl. 20:59 og erum við búin að fá pössun fyrir Ingu Rós. En Helle vinkona á líka afmæli svo það verða 2 flugur slegnar í einu höggi þetta kvöld.
Svo eru bara 15 dagar þangað til að ég fer til London. Jei ég hlakka svo til. Það verður verslað, borðaður góður matur og farið í leikhús. Verður örugglega mjög skrýtið að fara svona frá Ingu Rós en það verður þá bara ennþá meira gaman að koma heim.
Jæja ætla fara hætta þessu bulli og koma mér af stað í skólann. Þarf víst að fara í einn tíma í stærðfræði.
Þar til næst
See ya
miðvikudagur, október 31, 2007
föstudagur, október 12, 2007
Haustfrí og lasarus
Jæja þá er maður komin í haustfrí sem er bara ljúft. Ég ætla þó að nýta tímann í að lesa og læra eitthvað. En það verður farin ein ferð í IKEA með Einari og Sollu þar sem þeim vantar hitt og þetta og ég ætla nota tækifærið og skoða og kannski versla aðeins. Og svo verður líka skroppið til Þýskalands þar sem lagerinn er tómur.
Jónas frændi er komin og farin. Stoppaði stutt en það var mjög gaman að fá hann í heimsókn þar sem við höfum ekki séð hann síðan í janúar. Ingu Rós fannst ekki leiðinlegt að hitta hann þó hún hafði litla orku til að segja bless á laugardeginum þar sem litla skinnið var komin með 40°C hita.
Síðast liðin vika er því búin að vera strembin. Finnur er búin að vera heima alla vikuna með Ingu Rós því ég hef þurft að mæta í skólann og vinna að skilaverkefnum. Hann fór þó að vinna í dag.
Við fórum með Ingu Rós til læknis á þriðjudaginn og þar var okkur sagt að hún væri með vírus en ef hitinn lækkar ekki eftir 3-4 daga þá eigum við að koma aftur. Well ennþá er hún með hita, vill ekki leika sér, sefur meira og minna allann daginn og borðar lítið. Finnur hringdi í lækninn og okkur var sagt að það væri full seint að hringja núna þar sem þau væru að loka kl 13:30 og við þurfum því að bíða til kl 16 eftir að læknavaktin opni ef við viljum hitta lækni.
Ljúft líf að vera heimilislæknir.
Jæja litli lasarus er vöknuð svo ég þarf að fara sinna henni.
Þar til næst
See ya
Jónas frændi er komin og farin. Stoppaði stutt en það var mjög gaman að fá hann í heimsókn þar sem við höfum ekki séð hann síðan í janúar. Ingu Rós fannst ekki leiðinlegt að hitta hann þó hún hafði litla orku til að segja bless á laugardeginum þar sem litla skinnið var komin með 40°C hita.
Síðast liðin vika er því búin að vera strembin. Finnur er búin að vera heima alla vikuna með Ingu Rós því ég hef þurft að mæta í skólann og vinna að skilaverkefnum. Hann fór þó að vinna í dag.
Við fórum með Ingu Rós til læknis á þriðjudaginn og þar var okkur sagt að hún væri með vírus en ef hitinn lækkar ekki eftir 3-4 daga þá eigum við að koma aftur. Well ennþá er hún með hita, vill ekki leika sér, sefur meira og minna allann daginn og borðar lítið. Finnur hringdi í lækninn og okkur var sagt að það væri full seint að hringja núna þar sem þau væru að loka kl 13:30 og við þurfum því að bíða til kl 16 eftir að læknavaktin opni ef við viljum hitta lækni.
Ljúft líf að vera heimilislæknir.
Jæja litli lasarus er vöknuð svo ég þarf að fara sinna henni.
Þar til næst
See ya
þriðjudagur, október 02, 2007
Í fréttum er þetta helst........
Vá ég veit hreinlega ekki hvað ég á að skrifa um. Ég er eitthvað svo blanc. Ég er náttlega í skólanum á fullu. Þetta er frekar erfitt sérstaklega stærðfræðin. Kennarinn kennir á dönsku, bókin er á ensku og ég er að reyna rifja upp stærðfræðina á íslensku. Kannski ekki besta blandan en þetta reddast vonandi. Ég er í studiegrúppu þar sem við hittumst 5 og lærum stærðfræði saman og ég keypti mér einhverja heavy duty reiknivél í dag sem gerir gröf og margt annað. Geggjun ég veit en þetta reddast.
Veðrið er fínt hérna hjá okkur eins og er, allavega á daginn. Hann hangir í 15-16°C á daginn og sól en er svo að læðast í 5°C á næturnar svo það er frekar kalt þegar við förum út á morgnanna.
Litla dýrið er með smá kvef en annars er hún hress. Henni finnst rosa gaman að fara til dagmömmunnar og það er svo gaman að hún verður stundum fúl þegar maður kemur og sækir hana. Það er hægt að segja að hún er mjög ákveðin unga stúlka. Veit ekki hvaðan hún hefur það.
Jæja hvað meira get ég sagt. Jú Jónas frændi er að koma í heimsókn. Hann er að keyra frá Frakklandi því hann er að fara taka Norrænu á laugardaginn svo hann ætlar að stoppa hér í 1-2 nætur. Það verður bara gaman að fá hann í heimsókn þar sem ég hef ekki séð hann síðan um áramót en hann er búinn að vera í Frakklandi að kokkast.
Jæja meira veit ég ekki hvað ég á að tala um því hér gengur allt sinn vanagang. Líkurnar á að við verðum hér um jól og áramót aukast svo sorry fólk ekkert djamm með okkur um áramót nema þið komið til okkar.
Jæja ætla fara bjarga geisladiskunum frá Ingu Rós.
Þar til næst
See ya
Veðrið er fínt hérna hjá okkur eins og er, allavega á daginn. Hann hangir í 15-16°C á daginn og sól en er svo að læðast í 5°C á næturnar svo það er frekar kalt þegar við förum út á morgnanna.
Litla dýrið er með smá kvef en annars er hún hress. Henni finnst rosa gaman að fara til dagmömmunnar og það er svo gaman að hún verður stundum fúl þegar maður kemur og sækir hana. Það er hægt að segja að hún er mjög ákveðin unga stúlka. Veit ekki hvaðan hún hefur það.
Jæja hvað meira get ég sagt. Jú Jónas frændi er að koma í heimsókn. Hann er að keyra frá Frakklandi því hann er að fara taka Norrænu á laugardaginn svo hann ætlar að stoppa hér í 1-2 nætur. Það verður bara gaman að fá hann í heimsókn þar sem ég hef ekki séð hann síðan um áramót en hann er búinn að vera í Frakklandi að kokkast.
Jæja meira veit ég ekki hvað ég á að tala um því hér gengur allt sinn vanagang. Líkurnar á að við verðum hér um jól og áramót aukast svo sorry fólk ekkert djamm með okkur um áramót nema þið komið til okkar.
Jæja ætla fara bjarga geisladiskunum frá Ingu Rós.
Þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)