þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Back in DK..........

Jæja þá er maður komin aftur til Denmark eftir frábæra helgi í London. Helle kom reyndar ekki með mér til London þar sem hún varð fárveik og gat því ekki komið með. Leiðinlegt fyrir hana, en Finnur kom með mér í staðinn fyrir Helle. Hvað gerðum við, við Ingu Rós? Nú við fengum pössun fyrir hana alla helgina. Solla og Einar komu mér til bjargar og buðust til að passa litla dýrið og húsið á meðan við myndum skella okkur til London. Og heppnaðist þessi helgi vel í alla staði. Hún var mjög góð alla helgina og gátum við því átt æðislega helgi bara tvö ein.

Það eina sem við gerðum í London var að versla, versla, versla. Við löbbuðum allt Oxford stræti upp og niður og náðum að klára fullt af jólagjöfum og fylla 2 ferðatöskur.
Á laugardeginum hittum við Charlene vinkonu því við ætluðum öll saman í leikhús. Við byrjuðum á að fara út að borða á TGI Fridays og hittum við einnig Hreiðar sem bjó hérna í Kolding þá en hann borðaði með okkur. Við fengum mjög góðan mat og drykki og skemmtum okkur konunglega.
Eftir mat kvöddum við Hreiðar og héldum okkar leið að Tottenham Court til að sjá Queen showið We Will Rock You. Sem by the way var geggjað. Frábær lög og sýning í alla staði. Langt síðan maður hefur sungið svona mikið. Getið séð myndir frá ferðinni hérna.

Það var voða gott að fara heim á sunnudaginn. Ég var farin sakna Ingu Rós frekar mikið og var því gaman að koma heim og knúsa litla dýrið.
Aftur við ég þakka Sollu og Einari æðislega fyrir pössunina.

Guðrún frænka er að koma núna á eftir í heimsókn með fulla tösku af íslensku góðgæti nammi namm.

En ég er að spá í að láta þetta gott heita í bili.

Þar til næst
See ya

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

London baby........

Ójá ég er að fara til London eftir 2 daga og ég hlakka ekkert smá til. Ég og Helle erum að fara stelpuferð sem felst í því að versla, borða góðan mat og leikhús. Taskan mín verður frekar tóm á leiðinni til London en ég vonast eftir því að geta fyllt hana áður en við förum heim aftur.
Ég held samt að þetta verði dáldið skrýtið þar sem ég verð frá Ingu Rós í 3 nætur og hef ég aldrei verið svona lengi frá henni frá því að hún fæddist. Þau feðgin eiga eftir að hafa það voða kósý held ég hérna heima.

Ég er byrjuð á jólagjafastússinu og eru nokkrar komnar í hús og vonandi tekst mér að fjölga þeim á meðan ég verð í London. Ég hlakka ekkert smá til jólanna. Fram að jólum er búið að plana jólaföndur huggulegheit með stelpunum og ferð til Flensborg eða Hamborgar að skoða jólamarkaði. Svo 23 des þá fáum við gesti frá Íslandi sem hafa ákveðið að eyða jólum og áramótum hjá okkur í Baunalandi. Jú Tengdapabbi og co ætla koma hingað og vera með okkur jólin. Ég var farin að hlakka pínu til að vera 3 um jólin en að fá fjölskyldumeðlimi í heimsókn topppar allt. Og veit ég fyrir víst að það verður komið með hangikjet og laufabrauð svo þetta verður æðislegt.

Inga Rós er búin að vera frekar erfið síðustu daga þegar ég droppa henni af hjá dagmömmunni. Grætur hún frekar mikið og maður fær eiginlega sting í hjartað þegar maður labbar í burtu. En í morgun þá held ég að ég sé búin að komast að því afhverju hún hefur látið svona. Það er ein stelpa með henni þarna sem heitir Sofia og er hún búin að vera veik í næstum 2 vikur en hún var komin þegar við komum í morgun og Ingu Rós fannst það ekki leiðinlegt. Hún var allavega ekki lengi að kyssa mig blessi og hafði varla tíma til að vinka bæ. Ótrúleg þessi börn.

Jæja það eru þó nokkur afmælisbörn í þessum mánuði. 2 nóvember áttu Mæja, Helle og Toddi afmæli, 7 nóv. var það Baldur, 12 nóv Guðrún frænka, 16 nóv. á Ásdís stórafmæli, 19 nóv. á tengdapabbi afmæli og 24 nóv áTinna guðmóðir Ingu Rós afmæli. Ég held að ég sé ekki að gleyma neinum en ef svo er þá biðst ég afsökunar á því.

Annars er Guðrún frænka að koma til okkar í næstu viku og ætlar hún að stoppa í 2 daga áður en hún fer til Köben að hitta vinkonur sínar. Það kemur eitthvað góðgæti með henni sem verður gaman. Það er alltaf gaman að fá eitthvað gott frá Íslandi sérstaklega læri og hangikjöt.

Það er annars allt gott að frétta af okkur. Allir á fullu að gera sitt og veturinn er að ganga í garð. Fann það í morgun þegar það stóð -2,4 á mælinum og hrím yfir öllur. Brrrrrrrrrrr. Sem betur fer þurfti ég ekki að skafa þar sem bíllinn er geymdur undir bílskýlinu.

Jæja ætla láta þetta gott heita í bili og fara koma mér til kíropraktors. Hef nóg að gera í dag áður en ég fer til London.

Þar til næst
See ya