Æi maður er eitthvað svo voða latur í að blogga. En ég ákvað nú að henda inn nokkrum línum til að segja ykkur hvað við höfum verið að gera af okkur. Svona ef þið hafið áhuga. Maður veit nú ekki hver les þetta blogg í dag því það kvittar enginn.
En jæja Finnur lét einn af sínum draumum rætast og keypti sér flatskjá. Og við erum ekki að tala um lítinn heldur keypti hann 46" flatskjá. Þetta er frekar stórt svo nú verða reglulega bíókvöld hér á bæ. En hann bætti náttlega við pakkann og keypti nintendo wii sem er reyndar bara gaman og geggjað stuð að spila á svona stórann skjá. Finnur er allavega mjög glaður þessa dagana. En þar sem hann fékk að kaupa sjónvarp þá fékk ég að fjárfesta í nýju rúmi sem er bara draumur í dós. Það er verst að nýja rúmið er mikið stærra en það gamla að við týnumst í því.
Ég er búin að bóka flugið heim í sumar og munum við fljúga heim þann 30 júní og stoppum í 2 mánuði eða til 30 ágúst. Finnur ætlar líka að vera á ferð og flugi í sumar en hann ætlar að skella sér til Argentínu í tvær vikur í byrjun júlí og svo kemur hann líka til Íslands í nokkra daga í ágúst því okkur er boðið í brúðkaup og svo náttlega á verður litla dýrið 2ja ára.
Annars er vorið komið hérna í DK. Mikið var segi ég bara. Ég byrjuð að hengja upp þvottinn úti og hann þornar á svipstundu sem er bara geggjað. Svo förum við í það að taka upp garðhúsgögnin og koma þeim fyrir á pallinum. Við erum líka búin að vera dugleg í garðinum og reikna ég með næstu 2 helgum í það að róta upp beðum og setja niður blóm.
En svo vil ég bara minna á íslenska heimasímann okkar 496-0229 svona ef einhverjum dauðlangi til að tala við okkur. Kostar sama og hringja í heimasíma á klakanum.
Þar til næst
See ya
sunnudagur, apríl 20, 2008
föstudagur, apríl 04, 2008
Back in DK with chicken pox
Jæja ég held það sé bara komin tími á að henda inn nokkrum línum. Það er nú vika síðan við komum frá Íslandi og ég er alltaf búin að vera á leiðinni að blogga en enda á að gera eitthvað allt annað í staðinn.
En já við erum komin aftur til DK eftir mjög svo ánægjulega dvöl á Íslandi. Við náðum svona að hitta flesta og slappa líka af sem var mjög gott. Við borðuðum vel heima enda var okkur boðið í mat nánast öll kvöldin og ég efast ekki um að maður hafi bætt á sig í þessari ferð. Takk fyrir okkur.
Eins og ég sagði frá áðan þá er vika síðan við komum heim og Inga Rós hefur ekkert farið til dagmömmunnar þar sem hún var svo heppin að fá hlaupabóli. En hún fer á mánudaginn og það verður bara mjög fínt þar sem hún er orðin frekar eirðarlaus hérna heima. En það er líka mjög fínt að hún er búin að fá hlaupabóluna núna.
Veðrið er búið að vera mjög fínt síðan við komum heim aftur og ég held að vorið sé barasta að láta sjá sig. Allavega erum við búin að vera dugleg að grilla þessa vikuna.
Vá ég er eitthvað svo andlaust að ég veit bara ekki hvað ég á að skrifa um. Jú ég gæti talað um gengi krónunnar sem er bara út í hött því danska krónan er svo há í dag að maður tapar á því að færa peninga hingað út.
Allt er að verða vitlaust heima í mótmælum og umferðateppum. En mér finnst það bara af hinu góða. Loksins gera Íslendingar eitthvað í stað þess að láta taka sig í rassgatið. Það er svo fyndið þegar Íslendingar tala um að allt sé svo hátt og þeir ætli sko ekki að versla við þennann eða hinn. Það endist alveg í eina viku svo eru þeir mættir aftur í sömu búðina. Afhverju geta Íslendingar ekki staðið upp og mótmælt almennilega? Afhverju ætli það sé?
Allavega eins og staðan er í dag þá höfum við ekki efni á að koma heima þegar ég klára námið því við höfum ekki áhuga á að fara út á leigumarkaðinn. Það er kannski bara spurning hvort maður kaupi/byggi hérna úti. Allavega má vel skoða það.
Ég er búin að setja inn fullt af myndum inn á síðuna hennar Ingu Rósar frá Íslandsferðinni. Svo má alveg kvitta fyrir komuna, því það er mjög gaman að sjá hverjir koma inn á síðuna.
Jæja ég ætla hætta þessu bulli
Þar til næst
See ya
En já við erum komin aftur til DK eftir mjög svo ánægjulega dvöl á Íslandi. Við náðum svona að hitta flesta og slappa líka af sem var mjög gott. Við borðuðum vel heima enda var okkur boðið í mat nánast öll kvöldin og ég efast ekki um að maður hafi bætt á sig í þessari ferð. Takk fyrir okkur.
Eins og ég sagði frá áðan þá er vika síðan við komum heim og Inga Rós hefur ekkert farið til dagmömmunnar þar sem hún var svo heppin að fá hlaupabóli. En hún fer á mánudaginn og það verður bara mjög fínt þar sem hún er orðin frekar eirðarlaus hérna heima. En það er líka mjög fínt að hún er búin að fá hlaupabóluna núna.
Veðrið er búið að vera mjög fínt síðan við komum heim aftur og ég held að vorið sé barasta að láta sjá sig. Allavega erum við búin að vera dugleg að grilla þessa vikuna.
Vá ég er eitthvað svo andlaust að ég veit bara ekki hvað ég á að skrifa um. Jú ég gæti talað um gengi krónunnar sem er bara út í hött því danska krónan er svo há í dag að maður tapar á því að færa peninga hingað út.
Allt er að verða vitlaust heima í mótmælum og umferðateppum. En mér finnst það bara af hinu góða. Loksins gera Íslendingar eitthvað í stað þess að láta taka sig í rassgatið. Það er svo fyndið þegar Íslendingar tala um að allt sé svo hátt og þeir ætli sko ekki að versla við þennann eða hinn. Það endist alveg í eina viku svo eru þeir mættir aftur í sömu búðina. Afhverju geta Íslendingar ekki staðið upp og mótmælt almennilega? Afhverju ætli það sé?
Allavega eins og staðan er í dag þá höfum við ekki efni á að koma heima þegar ég klára námið því við höfum ekki áhuga á að fara út á leigumarkaðinn. Það er kannski bara spurning hvort maður kaupi/byggi hérna úti. Allavega má vel skoða það.
Ég er búin að setja inn fullt af myndum inn á síðuna hennar Ingu Rósar frá Íslandsferðinni. Svo má alveg kvitta fyrir komuna, því það er mjög gaman að sjá hverjir koma inn á síðuna.
Jæja ég ætla hætta þessu bulli
Þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)