föstudagur, júlí 25, 2008

Já við erum að lífi...........

Jæja er ekki best að henda inn eins og nokkrum línum. Ég veit ég er búin að vera frekar löt í að blogga. So here goes nothing.

Við mæðgur erum komnar til Íslands og erum búnar að vera hér í 4 vikur eða svo. Finnur hefur ekki setið aðgerðarlaus heima í DK. Hann skellti sér til Argentínu í rétt rúmar 2 vikur og skemmti sér konunglega. Það var víst rosalega gaman að hitta alla aftur og hann var ekki búin að gleyma spænskunni eins og hann hélt. Hún rifjaðist mjög fljótt upp hjá honum. Hann tók mikið af myndum sem verða settar inn við fyrsta tækifæri (eða þegar ég kem heim;)

Það eina sem ég er búin að vera gera hér er að vinna, sofa og hugsa um litla dýrið inn á milli. Inga Rós skemmtir sér konunglega hérna á Íslandi hjá ömmu sinni og afa. Skipar fólki fyrir og talar non stop. Orðaforðinn hennar hefur aukist til muna eftir að við komum heim sem er bara gaman.

Það er alveg ótrúlegt að við erum búnar að vera hér í mánuð og eigum bara mánuð eftir. Ég er reyndar að fara skjótast heim til DK 3 ágúst þar sem ég þarf að taka eitt próf en svo kem ég til baka með Finni þann 6 ágúst. Svo að við missum af afmælisdeginum hennar Ingu Rósar en við ætlum að halda upp á það þann 10 ágúst sem er í lagi. Mamma ætlar að passa Ingu Rós á meðan ég fer til DK og ég veit að sú stutta eigi eftir að vefja ömmu sinni og afa aðeins meira um fingurinn á sér.

En jæja ætla láta þetta gott heita. Vildi bara svona henda inn nokkrum línum og láta vita hvað við værum að bauka.

Þar til næst
See ya