miðvikudagur, desember 31, 2008

Jólin 2008

Jæja ég ákvað að henda inn svona eins og einu bloggi eða svo, bara af því að árið er á enda.

Við höfðum það mjög kósý hérna í DK um jólin. Jónas frændi minn eyddi jólunum hjá okkur þar sem hann er nýfluttur til Köben til að vinna sem kokkur. Og þar sem honum finnst svo gaman að elda þá eldaði hann ofan í okkur jólamatinn. Við fengum þessa dýrindis humarsúpu í forrétt og dádýr í aðalrétta. Ég fékk að gera ávaxtasalatið mitt góða, en það var svo sem eina sem ég gerði. Og það var ekkert auðvelt að slappa bara svona af og gera ekki neitt. En dádýrið bragðaðist ekkert smá vel. Takk fyrir okkur Jónas.

Það var mikið pakkaflóð undir jólatrénu okkar og auðvitað átti litla skottan 90% af þeim. En hún fékk heilmargt í jólagjöf eins og: Annabell dúkku og dúkkuföt, little people dót, búðarkassa, vatnsteiknibók, kærleiksbjörn, föt, pússluspil og bók. Ekki amalegt

Við skötuhjúin fengum málverk eftir Ingu Rós sem hún gerði hjá dagmömmunni, bækur, ipod dockstation, Georg Jensen óróa, peysu, verkfæri, gjafabréf, make up og DVD diska.

Ég hef nú þurft að vera lesa fyrir próf í þessu jólafríi en það er allt í lagi. Þó er ég reyndar búin að vera veik síðan á mánudaginn svo ég hef ekki verið að lesa mikið síðustu 2 daga fyrir verkjum. ekki gaman þar sem fyrsta prófið er á mánudaginn. Vonandi fer nú þetta að lagast en á meðan bryð ég verkjatöflur og sjússa mig með hóstastillandi meðali.

Kalkúninn er komin inn í ofn og eigum við vona á 5 manns í mat á eftir og ætlum við að bjóða upp á grillaðan humar í forrétt og náttúrulega kalkún og með því í aðalrétt og svo hjemmelaveden tobblerorn ís. Nammi namm.

Jæja ég er að spá í að segja þetta gott í bili og um leið óskum við ykkur gleðilegs nýs árs og hlökkum til að hitta sem flest af ykkur á nýju ári.

þar til næst
See ya

mánudagur, desember 08, 2008

Sitt lítið af hverju

Jæja þá, ætli það sé ekki best að henda inn einhverjum fréttum af okkur fyrst fólk er byrjað að kvarta. Ég skal reyna að hafa þetta ekki of langt.

Snorri kom í heimsókn til okkar þann 23 nóv. Við fórum reyndar til Köben og náðum í hann og eyddum deginum í skítakulda í Jóla tívolíinu. Inga Rós skemmti sér konunglega þar og talaði látlaust um jólaljósin og julemanden sem hún sá.
Snorri var hjá okkur í viku og skemmtum við okkur konunglega allann tíma. Hér var drukkinn bjór og spilað Monopoly bæði í Wii og á gamla mátann. Snorri endaði reyndar alltaf í jailinu og Finnur þurfti alltaf að borga hátekjuskatt hehehe. Takk Snorri fyrir frábæra viku.

Jólaljósin eru komin upp hér á bæ. Og náttlega erum við með langflottasta húsið í götunni. Við komum smá jólaljósa meting á við nágranna okkar sem er bara gaman :)
Svo verður bara farið að kaupa jólatré næstu helgi. Ingu Rós finnst allt þetta jóladót og ljós svo gaman. Svo fær hún Kalander gave á hverjum degi frá julemandinum og ekki leiðist henni það.

Við fórum með Ingu Rós upp á spítala s.l. fimmtudaginn til að athuga betur þetta mishljóð sem heyrðist í hjartanu hennar. Sem betur fer fannst ekkert alvarlegt svo við fórum heim með vel léttar axlir þennan dag. Þetta hljóð er bara þarna og mun hverfa með tímanum.

Við héldum svo upp á afmælið okkar á föstudaginn með tilheyrandi áti og drykkju hjá mörgum. Enda fóru síðust gestirnir ekki heim fyrr en að verða 5:30. Hjördís vinkona mætti á svæðið frá Århus og einnig stakk Jónas frændi inn nefinu, en hann er nýfluttur til Köben. Svo hann eyddi helginni hérna hjá okkur. Takk öllsömul sem mættu. Þetta var virkilega gaman.

Til hamingju með afmælið í gær Guðni minn. Svo náttlega er Finnur 29 ára í dag og ég verð svo 28 ára á morgun bara gaman :)

Jæja ég held að þetta sé komið nóg af fréttum í bili.

Þar til næst
See ya