föstudagur, janúar 30, 2009

Jæja mér datt í hug að henda inn svona eins og einni bloggfærslu þó ég viti ekki fyrir hverja.

Allavega nýja árið er gengið í garð og og mér tókst að enda það gamla og byrja það nýja með veikindum og Inga Rós byrjaði nýja árið einnig með veikindum. En við hristum það af okkur og ég hellti mér í próflesturinn. Ég þurfti að taka 3 próf sem ég náði svo að ég er búin með skólann og þarf því nú bara að skrifa bachelor ritgerðina mína sem ég á að skila í maí.
Svo ég mun eyða næstu mánuðum í brúðkaupsundirbúning og ritgerðarskrif.

Ég og Inga Rós skelltum okkur í helgarferð til Íslands til að koma mömmu á óvart á fimmtugs afmælinu hennar. Þetta tókst ekkert smá vel að mamma varð eiginlega orðlaus þegar hún opnaði dyrnar og sá okkur standa fyrir utan og óska henni til hamingju með afmælið. Ég er bara ekki frá því að við höfum verið langbesta afmælisgjöfin :o)
Við áttum alveg æðislega helgi heima hjá mömmu og pabba og hefði ég alveg verið til í að vera lengur. Ég og mamma og fórum með Ingu Rós í fyrstu bíóferðina sína en við fórum að sjá Skoppu og Skrýtlu sem er í miklu uppáhaldi hjá dömunni. Svo fórum ég og Inga Rós í skírn til Konna og Tinnu en litli prinsinn þeirra fékk nafnið Sveinn. Innilega til hamingju með prinsinn og nafnið.

Ég vona þó að allir þeir sem ég hitti ekki fyrigefi mér það því ég stoppaði svo stutt og vildi eyða tímanum með fjölskyldunni. En ég kem fljótt aftur og stoppa þá aðeins lengur.

Þann 28 janúar þá kom í heiminn lítill(stór) prins sem var gefið nafnið Jónas Thor og er hann sonur Dodda og Hildigunnar. Viljum við óska þeim innilega til hamingju með drenginn.

Jæja ég veit ekki hvað ég skrifa meira svo ég ætla bara slútta þessu núna.

Þar til næst
See ya