laugardagur, júní 25, 2005

Sumarfrí

Eins og stað er í dag þá öfunda ég alla sem eru að fara í sumarfrí. Eftir sit ég með sárt ennið og á 24 vinnudaga eftir þar til ég hætti. Þetta er kannski orðið slæmt þegar maður er farin að telja niður neeeeeeeeeee.
Ég er annars byrjuð að pakka ógeðslega dugleg. Finnur mætti samt vera duglegri að hjálpa mér, annars held ég að hann vilji bara halda sér frá þessu þar sem ég er úber skipulögð og vil hafa allt í röð og reglu og hann heldur bara að hann eigi eftir að klúðra einhverju hahahahahaha :) Annars er það búið að taka hann 2 daga að ganga frá geisladiskunum sínum og rippa þá og ég á 5 sinnum fleiri diska og það tók mig 2 daga að klára og hann er ekki hálfnaður bögg.

Jæja kannski maður haldi bara áfram að pakka og taka niður hillu og svoleiðis. Ég verð víst bara að gera það sjálf. Finnur er ekki nálægt svo ef ég klúðra einhverju þá kennum við honum bara um þar sem hann var ekki á staðnum hahahahahahahah.

Jæja þar til næst see ya

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

dugleg... svo dugleg...

Nafnlaus sagði...

Karlmenn taka þetta á kúlinu og gera þetta allt kvöldið áður yfir ölkrús.

Nafnlaus sagði...

Heyrðu skvísa, nú er svo langt síðan þú skrifaðir síðast, það hlýtur að fara að styttast í þetta hjá þér... Og koma svo, skrifa sæta mín !

Nafnlaus sagði...

jæja skvísa skrifa meira, koma svo duuugleg :D

Nafnlaus sagði...

Afsakið en ég finn mig knúinn til að leiðrétta dömurnar... iiiiii megaskvísa sko!