þriðjudagur, október 25, 2005

Haustið er komið

Þá er haustið komið með kulda, rigningu og vindi. Svo það var ósköp notalegt að Finnur er með vinnubíl og var að fara vinna í Kolding í dag því ég fékk hann til að skutla mér í skólann í morgun þar sem það var svo leiðinlegt veður.
Rainy
Ég fór á listasafnið hérna í Kolding sem heitir Trapholt og það voru áhugaverðir hlutir þarna eins og gullfiskar í blandara, uppþornuð bananahýði og rotnandi fuglar. Og fólk kallar þetta list fuss og svei.
En það var eitt þarna sem ég hafði meiri áhuga á og það var svokölluð Plastic Fantastic sýning með fullt af dóti búnu til náttlega úr plasti en þessi stóll fékk alla mína athygli þar sem hann er alveg eins og stóllinn sem við frændsystkinin lékum okkar að þegar við vorum yngri ehima hjá ömmu & afa.






Geggjaður finnst ykkur ekki.
Jæja ég ætla að fara undirbúa mig fyrir dönskukennslun sem við erum að fara í í kvöld.

See ya

mánudagur, október 17, 2005

Vetrarfrír

Þá er vetrarfríið byrjað og fyrstu dagarnir eru búnir að vera æðislegir. Mamma og pabbi komu síðasta miðvikudag og það var ekkert smá gaman að fá þau í heimsókn. Þau komu með fullt af gotteríi frá Íslandi eins og kaldar sósur, harðfisk, BBQ sósu og svo fengum við líka flatkökur og hangikjet frá Stínu ömmu hans Finns.
Miðvikudagskvöldið var frekar rólegt hjá okkur en við átum öll yfir okkur af mínútusteik sem Finnur eldaði sem var mjög góð og svo kíkti Hjördís í heimsókn til okkar þar sem hún var að vinna hérna í Kolding. Á fimmtudeginum röltum við um bæinn og fórum á kaffihús og þeim leist bara vel á á litla bæinn sem við búum í. Ég og Finnur fórum svo í Sprogeskolen til að klára stöðuprófið og fengum svo að vita að við eigum að mæta í dönskukennslu 25 okt og er þetta ferli bara búið að taka rúman einn mánuð.
Á föstudeginum fórum við upp í Storcenter með foreldrasettið að versla nokkrar jólagjafir, eða ég og mamma versluðum og pabbi og Finnur sátu á pöbbnum You Will Never Walk Alone og drukku bjór. Chugger Ég fékk meira segja fyrirfram afmælisgjöf frá mömmu og pabba sem var geggjað pils og belti. Takk mamma og pabbi.
Við enduðum svo á Jensen Bofhouse og átum yfir okkur og hlógum eins vitleysingar að ég er búin að vera með verki í maganum alla helgina. Ég er bara hissa að okkur hafi ekki verið hent út fyrir að vera með hávaða. Too Funny
Laugardagurinn var notaður til að rölta um bæinn og fara í Koldinghúsið og kíkja á útsýnið yfir bæinn. En haldið ekki að slökkviliðið hafi ekki bara mætt á svæðið á sama tíma við til að slökkva eld í veitingahúsinu sem er í kjallaranum og eins og sannir Íslendingar fylgdumst við náttúrulega aðeins með.
Í gærkveldi elduðum við hátíðarskinku Ham með brúnuðum kartöflum og sveppasósu og váááááááá hvað þetta var gott.
Í morgun þurfti ég svo að kveðja mömmu og pabba þar sem þau fóru til Köben og fara svo til Íslands á morgun. Þó ég hefði alveg viljað hafa þau lengur snökt snökt.
Bye Bye
Núna nýt ég bara fríið í að læra á fullu. Ég er svo dugleg. En við erum með einar góðar fréttir. Finnur er komin með fasta vinnu. Fengum að vita það í gær. Þetta er frábært og mikill léttir hjá okkur skötuhjúunum. Hann fær meira segja bíl til að keyra til og frá vinnu og við megum nota hann hérna innanbæjar ef við viljum. Geggjað.

Jæja þar til næst
See ya

sunnudagur, október 09, 2005

Nýjustu fréttir

Jæja þá koma nýjustu fréttir af okkur skötuhjúunum í Kolding. Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur síðan ég bloggaði síðast að ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. En jæja þá dembi ég mér í þetta. Finnur er búin að vera mjög heppin hvað varðar að fá einhverja vinnu hjá þessa Vikargruppen fyrirtæki þar sem hann er búin að vera vinna núna stanslaust síðastliðnar 2 vikur, sem er bara mjög gott og hann á að halda áfram hjá einhverju kíttisfyrirtæki næstu 2 vikurnar í viðbót.

Annars er ég búin að vera á fullu í skólanum og á að klára 2 verkefni fyrir næsta föstudag sem verður dáldið strembið en ég stefni á að klára þau bæði fyrir fimmtudaginn þar að segja ef stelpan sem ég er með í hóp í öðru verkefninu fer að drullast til að gera eitthvað en svona er það bara þegar maður er freelóder.
Studying
Fimmtudaginn fyrir rúmri viku síðan fórum við nokkur úr bekknum á stúdentapöbbinn og fengu okkur nokkra öllara en ég var ein af þeim vitru sem fór heim um eittleytið en það voru nokkrir sem fóru niðrí bæ og fóru víst ekki heim fyrr en um fjögurleytið og voru flestir frekar þreyttir og pínu þunnir á föstudeginum í skólanum hehehe.Blurry Drunk
Á laugardeginum var okkur boðið í afmæli. Ég fór til Heiðu í afmæli og var meirihlutinn kvenkyns í því afmæli sem var bara gaman en Finnur fór í afmæli til Dodda sem var haldið heima hjá Gumma og Ívari og var Selfoss þema þar sem þeir eru báðir frá Selfossi. Þeir sem vita ekki hvað Selfoss þema þýðir þá gengur það út á brúnku, tonn af hárgeli og sólgleraugu. Strákarnir borðuðu saman og spiluðu póker og enduðu svo á því að koma til Heiðu og þar var haldið áfram að djamma þar til allir fóru í bæinn eða heim til sín.

Síðasta vika fór bara í að læra, vinna og rólegheit hjá okkur skötuhjúunum. Reyndar hömuðumst við að taka til fyrir hann Konna félaga okkar sem ætlaði að koma í heimsókn en hann sveik okkur um það. Veit ekki hvort honum verði boðið aftur í heimsókn. Yellow Orange
Í gær skruppum við svo upp í storcenter með Óla og Mæju og versluðum 2 jólagjafir og annað smotterí. Um kvöldið komu þau svo í mat til okkar og ég eldaði þetta dýrindis læri, með brúnuðum kartöflum, gulum baunum, fersku salati og sveppasósu. Og ég held bara að öllum hafi þótt þetta mjög gott, allavega sátum við öll afvelta hérna og spiluðum svo póker, sem Óli vann(og var það víst í fyrsta skiptið).
Poker
Nú mamma og pabbi eru að koma í heimsókn til okkar á miðvikudaginn og verða hérna fram á mánudag. Ég hlakka svo til að fá þau í heimsókn því ég sakna þeirra bara mikið. Þau ætla líka koma með fullt af góðgæti frá Íslandi nammi namm.

Jæja þar til næst

See ya Rolly 1