
Ég fór á listasafnið hérna í Kolding sem heitir Trapholt og það voru áhugaverðir hlutir þarna eins og gullfiskar í blandara, uppþornuð bananahýði og rotnandi fuglar. Og fólk kallar þetta list fuss og svei.
En það var eitt þarna sem ég hafði meiri áhuga á og það var svokölluð Plastic Fantastic sýning með fullt af dóti búnu til náttlega úr plasti en þessi stóll fékk alla mína athygli þar sem hann er alveg eins og stóllinn sem við frændsystkinin lékum okkar að þegar við vorum yngri ehima hjá ömmu & afa.

Geggjaður finnst ykkur ekki.
Jæja ég ætla að fara undirbúa mig fyrir dönskukennslun sem við erum að fara í í kvöld.
See ya