sunnudagur, október 09, 2005

Nýjustu fréttir

Jæja þá koma nýjustu fréttir af okkur skötuhjúunum í Kolding. Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur síðan ég bloggaði síðast að ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. En jæja þá dembi ég mér í þetta. Finnur er búin að vera mjög heppin hvað varðar að fá einhverja vinnu hjá þessa Vikargruppen fyrirtæki þar sem hann er búin að vera vinna núna stanslaust síðastliðnar 2 vikur, sem er bara mjög gott og hann á að halda áfram hjá einhverju kíttisfyrirtæki næstu 2 vikurnar í viðbót.

Annars er ég búin að vera á fullu í skólanum og á að klára 2 verkefni fyrir næsta föstudag sem verður dáldið strembið en ég stefni á að klára þau bæði fyrir fimmtudaginn þar að segja ef stelpan sem ég er með í hóp í öðru verkefninu fer að drullast til að gera eitthvað en svona er það bara þegar maður er freelóder.
Studying
Fimmtudaginn fyrir rúmri viku síðan fórum við nokkur úr bekknum á stúdentapöbbinn og fengu okkur nokkra öllara en ég var ein af þeim vitru sem fór heim um eittleytið en það voru nokkrir sem fóru niðrí bæ og fóru víst ekki heim fyrr en um fjögurleytið og voru flestir frekar þreyttir og pínu þunnir á föstudeginum í skólanum hehehe.Blurry Drunk
Á laugardeginum var okkur boðið í afmæli. Ég fór til Heiðu í afmæli og var meirihlutinn kvenkyns í því afmæli sem var bara gaman en Finnur fór í afmæli til Dodda sem var haldið heima hjá Gumma og Ívari og var Selfoss þema þar sem þeir eru báðir frá Selfossi. Þeir sem vita ekki hvað Selfoss þema þýðir þá gengur það út á brúnku, tonn af hárgeli og sólgleraugu. Strákarnir borðuðu saman og spiluðu póker og enduðu svo á því að koma til Heiðu og þar var haldið áfram að djamma þar til allir fóru í bæinn eða heim til sín.

Síðasta vika fór bara í að læra, vinna og rólegheit hjá okkur skötuhjúunum. Reyndar hömuðumst við að taka til fyrir hann Konna félaga okkar sem ætlaði að koma í heimsókn en hann sveik okkur um það. Veit ekki hvort honum verði boðið aftur í heimsókn. Yellow Orange
Í gær skruppum við svo upp í storcenter með Óla og Mæju og versluðum 2 jólagjafir og annað smotterí. Um kvöldið komu þau svo í mat til okkar og ég eldaði þetta dýrindis læri, með brúnuðum kartöflum, gulum baunum, fersku salati og sveppasósu. Og ég held bara að öllum hafi þótt þetta mjög gott, allavega sátum við öll afvelta hérna og spiluðum svo póker, sem Óli vann(og var það víst í fyrsta skiptið).
Poker
Nú mamma og pabbi eru að koma í heimsókn til okkar á miðvikudaginn og verða hérna fram á mánudag. Ég hlakka svo til að fá þau í heimsókn því ég sakna þeirra bara mikið. Þau ætla líka koma með fullt af góðgæti frá Íslandi nammi namm.

Jæja þar til næst

See ya Rolly 1

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ skvís! langaði bara að senda þér stórt knús!!! Sakna ykkar rosalega mikið :( Ég er búin að fá íbúðina mína!! jeiiijj... ætla fara núna að vera rosalega dugleg að uppfæra síðuna hjá krökkunum og setja inn myndir!