miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Fótbolti

Soccer
Ég rakst á þennann link inn á b2.is og fannst hann hrein og bein snilld. Nú getum við séð hvernig leikaðferð hin ýmsu lönd nota í fótbolta.

Svo er bara að fylgjast með HM í sumar og athuga hvort þetta stemmi hehehe.

Þar til næst
See ya

mánudagur, febrúar 20, 2006

Home alone

Wakka Wakka
Þá er enn ein helgin búin og aðeins 31 dagur þar til maður fer heim. Ekki eins og maður sé að telja. Helgin var frekar róleg hjá mér þar sem Ole og Snorri fóru til London og ég varð eftir heima og þvílíkur lúxus að hafa húsið útaf fyrir sig. Helgin fór mest bara í sofa, borða og læra. Á sama tíma og ég var ein heima þá er Finnur að leika gestgjafann heima í DK því Toddi og Helga eru í heimsókn eins og er. Og á einni helgi þá keyrðu þau 2 til Þýskalands og einu sinni til Álaborgar. Dugnaður í liðinu.

Nú bolludagur er eftir viku. Er enn að reyna finna út hvernig ég get fengið almennilega bollu með sultu og rjóma. Og nei ég ætla ekki að baka þar sem ég nenni ekki að kaupa fullt af hráefni sem ég nota einu sinni og hendi svo þegar ég fer. Ég er að kíkja í búðirnar og bakaríin og athuga hvort þeir selji bollur helst ófylltar. Það kemur allt í ljós. Ef í harðbakkann fer þá læt ég senda mér vatnsdeigsbollur frá Íslandi og það verður bara að hafa það þó þær komi klesstar til mín hehehe.

Bumbubúinn hefur það fínt svo lengur sem hann fær sína næringu. Maginn stækkar bara hægt og rólega. Það er alveg ótrúlegt að maður er að verða hálfnaður með þetta. Vá hvað tíminn flýgur.

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili
Þar til næst
See ya

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Dagur elskenda.......

Be Mine Teddy 1
er í dag þann 14 febrúar. Valentínusardagur er voða amerískt og er að hasla sér völl út um allan heim. En þennan dag fyrir 25 árum var ég skírð þessu fína nafni Ása Vilborg og einnig sama dag þá gengu foreldrar mínir í hjónaband. Svo í dag þá eiga þau 25 ára silfurbrúðkaupsafmæli.
Bride & Groom
Elsku mamma og pabbi innilega til hamingju með daginn og við vonum að næstu 25 verði ennþá betri.

Bestu kveðjur
Ása, Finnur og bumbulíus

mánudagur, febrúar 13, 2006

Update..........

Þá er helgin búin og ný vinnuvika hafin. Finnur er komin og er farinn aftur heim til DK og ég er ennþá hérna í Englandi. Já Finnur kom í heimsókn yfir helgin. Hann kom á á föstudagskvöldið og það var æðislegt að sjá hann eftir mánaðar aðskilnað. Vá hvað ég var búin að sakna hans mikið.
Spaz
Helgin var æðisleg hjá okkur. Á laugardaginn fórum við til Preston og vorum að kíkja aðeins yfir barnadót og versluðum við aðeins. Ég ætlaði að reyna finna mér fleiri boli þar sem allir bolirnir mínir eru farnir að vera aðeins og stuttir hehehe, en það tókst ekki. Um kvöldið tók ég Finn með mér á local pöbbinn hérna og smakkaði hann nokkra bjóra sem þeir brugga sjálfir og voru þeir nokkuð góðir að hans sögn.
Sunnudagurinn fór í algjöra afslöppun þar til um kvöldið þá fórum við út að borða á geggjuðum ítölskum stað hérna í grendinni. Ekkert smá lítill og kósý staður með ótrúlega góðum mat. Við röltum allavega södd og sælleg heim.
Spaghetti
Í morgun þurftum við að vakna kl 6 þar sem Finnur þurfti að taka næstu vél heim. Ég get ekki sagt að það hafi verið auðvelt að kveðja hann aftur og mig langaði eiginlega bara að fara með heim. En ég verð víst að klára það sem ég byrja á.
Crying 1
Það eru ekki nema 38 dagar þar til ég fer heim og sé hann aftur.

Annars heldur bumban bara áfram að stækka og ég fer á hverjum degi í sund sem er góð hreyfing og svo labba ég líka lágmark 20 mín á hverjum degi og allt upp í 40 mín. Voða dugleg maður. Ég er búin að setja inn nýjar bumbumyndir.

Þar til næst
See ya

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Svona af thvi ad thad er midvikudagur.........


Tvær vinkonur fóru saman út á djammið og fóru heldur óvarlega í kokteilana á barnum. Pissfullar og flissandi á leiðinni heim í vesturbæinn þurftu þær báðar að pissa og ákváðu að klifra inn í kirkjugarð og skvetta úr henni þar á bakvið einn legsteininn. Sú fyrsta var ekki með neitt til að þurrka sér á svo hún fór úr naríunum,þurrkaði sér og henti þeim svo. Vinkona hennar var í spari undirfatagallanum og tímdi ekki að þurrka sér á djásninu og var það heppin að það var borði á kransi einum sem hún náði sér í og þurrkaði sér með. Næsta dag hittast mennirnir þeirra í boltanum og annar segir: Þær eru rosalegar þessar kjéddlingar okkar. Anna kom heim í gær nærbuxnalaus - þetta verður að hætta. Þá sagði hinn: Það er nú ekkert. Ragnheiður kom heim með samúðarkort á milli rasskinnanna sem á stóð "Frá öllum í Sorpu - við munum aldrei gleyma þér"

Enjoy

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Well now...................

Þá er janúar liðin og aðeins 11 mánuðir eftir af árinu. Og í tilefni þess að það er 1 febrúar þá viljum við óska honum Konna okkar innilega til hamingju með afmælið. Hann er orðin voða stór strákur núna aðeins 26 ára.
Happy Birthday
Annars er lítið að frétta af okkur. Skólabræður mínir Jeppe og Amer komu í heimsókn um heilgina og það var svakafjör. Fórum til Blackpool á laugardaginn og var stefnan tekin á stóra rússibanann en við komum að luktum dyrum. Strákarnir fóru svo á djammið í Preston um kvöldið á meðan sat ég ein heima í notalegheitum. En annars var yfirskrift helgarinnar SCREAM 1,2 og 3 en það var tekið smá maraþon í þeim myndum.
Monster 2

En lífið gengur sinn vanagang hjá okkur og það styttist í að Finnur kemur í heimsókn til mín jibbí. Hlakka bara til. Allt of langt síðan ég sá hann síðast.

Jæja þar til næst
See ya