Þá er helgin búin og ný vinnuvika hafin. Finnur er komin og er farinn aftur heim til DK og ég er ennþá hérna í Englandi. Já Finnur kom í heimsókn yfir helgin. Hann kom á á föstudagskvöldið og það var æðislegt að sjá hann eftir mánaðar aðskilnað. Vá hvað ég var búin að sakna hans mikið.

Helgin var æðisleg hjá okkur. Á laugardaginn fórum við til Preston og vorum að kíkja aðeins yfir barnadót og versluðum við aðeins. Ég ætlaði að reyna finna mér fleiri boli þar sem allir bolirnir mínir eru farnir að vera aðeins og stuttir hehehe, en það tókst ekki. Um kvöldið tók ég Finn með mér á local pöbbinn hérna og smakkaði hann nokkra bjóra sem þeir brugga sjálfir og voru þeir nokkuð góðir að hans sögn.
Sunnudagurinn fór í algjöra afslöppun þar til um kvöldið þá fórum við út að borða á geggjuðum ítölskum stað hérna í grendinni. Ekkert smá lítill og kósý staður með ótrúlega góðum mat. Við röltum allavega södd og sælleg heim.

Í morgun þurftum við að vakna kl 6 þar sem Finnur þurfti að taka næstu vél heim. Ég get ekki sagt að það hafi verið auðvelt að kveðja hann aftur og mig langaði eiginlega bara að fara með heim. En ég verð víst að klára það sem ég byrja á.

Það eru ekki nema 38 dagar þar til ég fer heim og sé hann aftur.
Annars heldur bumban bara áfram að stækka og ég fer á hverjum degi í sund sem er góð hreyfing og svo labba ég líka lágmark 20 mín á hverjum degi og allt upp í 40 mín. Voða dugleg maður. Ég er búin að setja inn nýjar bumbumyndir.
Þar til næst
See ya