föstudagur, apríl 07, 2006
Páskafrí..........
Loksins loksins er maður komin í páskafrí. Þvílíkur lúxus þarf ekki að mæta aftur í skólann fyrr 18 apríl. Þetta er búnar að vera strembnar 2 vikur í skólanum eftir að ég kom til baka frá UK. Svo það er ósköp notalegt að vera komin í frí.
En þó ég sé komin í frí þá verður ekkert legið í leti allann tímann. Ég og Helle(bekkjarsystir mín) ætlum að byrja á market research verkefninu okkar sem við eigum að skila í maí og svo ætla ég að halda áfram og reyna klára barnateppið sem ég er að sauma út. Þó inn á milli verður borða, sofið og etið. Finnur fær ekki frí fyrr en á fimmtudaginn og þá erum við að spá í að skreppa til Álaborgar og heimsækja Laufey og co. Það verður gaman og hlakkar mig bara til því ég er búin að vera á leiðinni til hennar allt of lengi.
Við fengum súkkulaði rúsínur, DVD mynd o.fl. sent frá Gróu tengdó um daginn og runnu rúsínurnar hratt niður. Takk fyrir okkur. Og svo sendi mamma okkur pítu- og grænmetissósu og náttlega Nóa Siríus páskaegg sem verður borðað með bestu lyst á páskadag. Get ekki peðið eftir að testa það.
Jæja ég ætla fara gera eitthvað að viti hérna diskarnir vaska sig víst ekki sjálfir upp.
Þar til næst.
See ya
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Jeiiii, Hlakka til að hitta þig og bumbuna... og auðvitað Finn líka :o)
tíhí það er svo sniðugt að heyra frá íslendingum í útlöndum, það sem þeir sakna mest er íslenskt nammi, lakkrís og súkkulaðið náttúrulega, pylsur, remúlaði og allar okkar maj0nessósur hehehe
eitt stórt faðmlag utanum ykkur þrjú, með ömmulegu brosi!
hæ gella bara að kvitta fyrir mig .... bið að heilsa finni og litla bumbubúa :)
Gleðilega páska...hafið það gott knússs Heiða
Skrifa ummæli