sunnudagur, júlí 23, 2006

Hvað er að ske.......

Og nei það er ekkert að gerast. Ef einhver er að velta því fyrir sér. Þetta barn er eitthvað að þrjóskast og ég hef ekki hugmynd um hvaðan það fær þessa þrjósku hehe.
Annars erum við bara búin að vera chilla síðustu daga. Við fórum á ströndina á fimmtudaginn þegar hitinn fór upp í 32°C en það skrýtna við það þá var þetta besti sólardagur sem ég hef upplifað. Kannski af því að við höfðum hafgoluna og sjóinn til að kæla okkur í sem var geggjað.
Lion
Í dag skelltum við okkur í Givskud ZOO með Helle vinkonu og við gátum keyrt í gegn og skoðað allskonar villidýr eins og ljón, apa og fíla og Finnur missti sig aðeins á nýju myndavélina og þið getið kíkt á myndirnar hérna. En þetta var mjög gaman og enduðum við svo heima og borðuðum geggjað máltíð sem Finnur eldaði handa okkur.

Þetta var fréttaskot helgarinnar.

Þar til næst
See ya

mánudagur, júlí 17, 2006

Og það styttist óðum.......

í komu erfingjans. Eða við vonum það allavega. Ég er orðin frekar þreytt á þessu og komin með verki á hinum ýmsu stöðum og ég labba stundum eins og níræð kona. Not a pretty picture. En vonandi fer eitthvað að gerast. Við tókum nokkrar nýjar bumbumyndir og vonandi eru þetta síðustu bumbumyndirnar sem verða teknar þetta árið.

Annars er lítið að frétta. Við skelltum okkur á tónleika s.l. föstudag. Þetta voru Tuborg Grøn Koncert og voru þetta útitónleikar og það var geggjað gaman á þeim. Þeir voru haldnir á stóru íþróttasvæði og voru tvö svið en það var aldrei spilað á þeim báðum í einu svo maður gat hlustað á alla tónlistarmennina. Við létum fara vel um okkur á stólum, sleiktum sólina, drukkum bjór/vatn og hlustuðum á góða tónlist. Ég fékk nú ágæta athygli þarna sitjandi með bumbuna út í loftið og dillandi maganum í takt við tónlistana svo það var bara gaman. En við skemmtum okkur konunglega. Við tókum nokkrar myndir svo þið getið séð hvað það var gott veður hehe.

Jæja þetta var nú bara allt og sumt sem við vildum segja og vonandi verða næstu fréttir bara af komu erfingjans. Maður veit aldrei.

Þar til næst
See ya

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Sól, sól skín á mig.........

Sweaty
Jæja er ekki best að skrifa eitthvað svo fólk sjá að maður enn á lífi hérna í Danmörku. Eða getur maður sagt að maður sé á lífi. Það er búið að vera svo heitt hérna og veðrið á að halda áfram svona næstu daga svo að ég ólétta konan er gjörsamlega að kafna. Maður situr hérna inn með alla glugga opna og viftuna á fullu að maður finnur engann mun hvort maður sé inni eða úti. Ekki sniðugt.
Hazzard Smileys
Annars vorum við skötuhjúin að koma frá útlöndum. Já tókum bílaleigubíl og skelltum okkur í bíltúr til Stokkhólms. Tók ekki nema 9 tíma að keyra en það var þess virði.
Við fórum í heimsókn til frændu mína þar og gistum við hjá Kristjáni og hans konu, Ulriku, en þau giftu sig í febrúar. Þetta var alveg æðisleg ferð. Við heimsóttum Kalla bróður hennar mömmu og Maríu konu hans, en þau þurftu reyndar að fara til Finnlands á föstudeginum svo það var stutt stopp hjá þeim.
Ég og Finnur gerðum annars lítið nema labba um Stokkhólm og sitja á kaffihúsum þegar ég var orðin of þreytt. Því það er ekkert grín að labba í þesum hita. Fæturnir á mér voru svo þrútnir á kvöldin að það var eins og einhver hefði tekið stóru tánna mína og blásið hana upp eins og blöðru.
Föstudagskvöldið kom Sammi frændi og við grilluðum og spiluðum viking spil eða Kubb eins og sumir kalla það. Þar rúlluðum ég og Ulrika strákunum upp. Spiluðum 4 leiki og þeir unnu einn leik hehehehe. En þetta er stórskemmtilegt spil sem maður þarf að eignast.
Á laugardeginum skelltum við okkur í siglingu til archipelago eða eyjarnar hérna út við Svíþjóð. Fórum reyndar bara í eina sem heitir Grinda því þær eru ekki nema 24.000. En þetta var ótrúlega gaman. Fengum náttlega bara gott veður og svo það var bara slakað á og borðaður góður matur. Við ákváðum að kíkja á sænska næturlífið sem var bara gaman sérstaklega þar sem það má ekki reykja á pöbbum og klúbbum í Svíþjóð vegna reykingarbanns. Þetta var bara einstök upplifun að fara út að skemmta sér og koma ekki reyktur heim.

Ég henti inn nokkrum myndum frá Svíþjóð inn svo þið getið skoðað þær hérna ef þið viljið.

Núna er maður bara að gera allt reddí fyrir krílið sem má nú alveg fara koma, er eiginlega ekki að nenna þessu lengur. Ég er búin að þvo allt saman nema sængina sem við fengum frá Stínu ömmu þar sem þurrkarinn er bilaður og ég er að bíða eftir að hann komist í lag. Svo erum við búin að setja saman rúmið sem mamma hans Finns gaf okkur og svo fengum við skiptiborð og upp í barnavagninn frá mömmu og pabba og er þetta allt komið á sinn stað.

Annars var ég að spá í að henda inn óformlegri könnun. Það eru nokkrir farnir að spá því hvenær barnið kemur og hvort það sé stelpa eða strákur, svo það væri gaman að fá að heyra frá ykkur hvenær þið haldið að barnið komi í heiminn og hvort kynið það er. Svo það sé á hreinu þá er ég sett 20 júlí. Finnur segir að það komi seinnipart næstu viku og hann segir að þetta sé strákur. Ég segi 16 júlí og ég held að þetta sé strákur. Endilega látið ljós ykkar skína.
It's A Boy It's A Girl
Allavega þar til næst
See ya