mánudagur, júlí 17, 2006

Og það styttist óðum.......

í komu erfingjans. Eða við vonum það allavega. Ég er orðin frekar þreytt á þessu og komin með verki á hinum ýmsu stöðum og ég labba stundum eins og níræð kona. Not a pretty picture. En vonandi fer eitthvað að gerast. Við tókum nokkrar nýjar bumbumyndir og vonandi eru þetta síðustu bumbumyndirnar sem verða teknar þetta árið.

Annars er lítið að frétta. Við skelltum okkur á tónleika s.l. föstudag. Þetta voru Tuborg Grøn Koncert og voru þetta útitónleikar og það var geggjað gaman á þeim. Þeir voru haldnir á stóru íþróttasvæði og voru tvö svið en það var aldrei spilað á þeim báðum í einu svo maður gat hlustað á alla tónlistarmennina. Við létum fara vel um okkur á stólum, sleiktum sólina, drukkum bjór/vatn og hlustuðum á góða tónlist. Ég fékk nú ágæta athygli þarna sitjandi með bumbuna út í loftið og dillandi maganum í takt við tónlistana svo það var bara gaman. En við skemmtum okkur konunglega. Við tókum nokkrar myndir svo þið getið séð hvað það var gott veður hehe.

Jæja þetta var nú bara allt og sumt sem við vildum segja og vonandi verða næstu fréttir bara af komu erfingjans. Maður veit aldrei.

Þar til næst
See ya