Jæja enn er maður ekki búin að fæða. Enda engin furða þar sem ljósurnar hérna gerðu gífurleg mistök. Á síðustu 3 vikum er ég búin að hitta 2 ljósur sem báðar sögðu að barnið væi fastskorðað og bara síðast í gær hitti ég ljósuna sem sagði það sama. Ég var send í sónar í morgun og átti að fara í mónitor í kjölfar þess og svo í gangsetningu þar á eftir þar sem ég er gengin 42 vikur.
Í sónarnum í morgun kom í ljós að barnið er sitjandi og var aldrei búið að skorða sig. Svo að ég er að fara í keisara í fyrramálið. Ef þær hefðu vitað fyrr hvað snéri upp og niður þá hefði ég verið send í vendingu á 38 viku og þá eflaust verið send fyrr í keisara AARG.
En góðu fréttirnar eru þær að við fáum krílið í hendurnar fyrir hádegi á morgun.
Vá ég varð bara pústa aðeins enda búin að vera upp á spítala í allan morgun í viðtölum og blóðprufum.
Næsta blogg kemur ekki fyrr en í seinnipart næstu viku ásamt myndum, þar sem við verðum einhverja daga upp á spítala.
Jæja þar til næst
See ya
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Vá þetta er rosalegt. Keisara í danaveldi. Gangi þér vel :)
Gangi þér vel á morgun.
Já þetta barn er greynilega með svona fínan kúlurass að ekki er hægt er gera greinarmun á haus eða rassi:)
Þakkaðu bara fyrir að þú varst ekki sett á stað, það hefði verið rosalegt!
Bið að heilsa!
Fjölskyldan á Fynsvej
Gangi þér rosalega vel á morgun og ég hlakka til að heyra fréttir og sjá myndir af krílinu!! Meira bullið í þessu læknaliði en gott að þetta fari nú að klárast!!
Enn og aftur gangi þér, já og ykkur vel!!
Kveðja
Árný Lára
úff gangi þér rosalega vel færð góða strauma héðan frá íslandi :)
Gangi þér vel á morgun, hugsum til ykkar og hlökkum til að sjá myndir af erfingjanum.
Kveðja úr Mosó,
Alla rúna og Valli.
Til hamingju nýbökuðu foreldrar með stúlkuna. Hlakka til að sjá myndir af erfingjanum og hlakka enn meira til að koma í heimsókn síðar í ágúst.
Til lukku með litlu Da-víðu!
INNILEGA TIL HAMINGJU!!! :)
Hlakka til að sjá myndir... Gangi ykkur rosalega vel!
Til hamingju með dótturina:)
Sýnist á öllu hérna að þið séuð komin með litla prinsessu. Innilega til hamingju. Ég vona að þetta hafi gengið vel og að þér líði vel. Hlakka til að sjá myndir og fá að vita stærðartölur.
Kv. Sirrý
Wonderful and informative web site. I used information from that site its great. Medical malpractice central florida Affects of ritalin house humidifier
Skrifa ummæli