Þá er ágúst að renna sitt skeið og Inga Rós að verða 3 vikna gömul. Lífið hefur verið bara nokkuð gott hjá okkur fjölskyldunni. Ég fór 10 ágúst í endurtektarpróf aðeins 6 dögum eftir keisarann og það var frekar erfitt. Ég var ekki alveg búin að jafna mig eftir fæðinguna en ég fékk þær frábæru fréttir í gær að ég náði. Ég fékk 7 og er ég ekkert smá ánægð og er þungu fargi létt af mér því nú get ég einbeitt mér að öðru árinu og Ingu Rós.
Skólinn er annars byrjaður hjá mér og er ég að reyna mæta á meðan Finnur er í fæðingarorlofi og svo verður restinni bara pússlað saman við vinnunna hans þegar hann byrjar aftur í september.
Ljósan kom í heimsókn til okkar þegar Inga Rós var 10 daga gömul og var hún komin upp í 3.8 kg sem er mjög gott og svo kemur hún aftur næsta mánudag svo það verður gaman að vita hvort hún sé að þyngjast meira. Hún hefur það annars rosa fínt. Hún borða vel og sefur þess á milli. Okkur finnst alveg æðislegt sérstaklega þar sem hún sefur frá 5-7 tíma á næturnar. Þannig að við fáum líka að sofa sem er gott.
Núna eru bara rólegheit á næstunni hjá okkur. Allar heimsóknir búnar í bili eða þar til Gróa amma kemur fljótlega. Mamma og pabbi fóru heim 16 ágúst og Charlene vinkona sem kom frá UK þann 16 fór 21 ágúst. Svo renndu Hjördís og Mikkel við með foreldrum Hjördísar og Inga Rós var vakandi mest allann tímann og tókst að bræða alla í kringum sig. Hún hélt áfram að bræða fólk þegar Laufey, Garðar og Anna Valdís kíktu við á leið sinni heim til Álaborgar. Inga Rós þakkar fyrir allar gjafirnar sem hún fékk. Hlökkum til að máta fötin.
Jæja ætli láti þetta ekki gott heita. Ég mun henda inn fleiri myndum inn á síðunna hennar Ingu Rósar fljótlega.
Þar til næst
See ya
fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
til hamingju með að ná prófinu, æðislegt.
kveðja Erna og Bent
Til hamingju með prófið. úfff get ímyndað mér að þetta hafi verið erfitt. Vonandi er Inga Rós bara eins og Anna Valdís hvað nætursvefninn varðar... við gátum yfirleitt sofið mjög vel.
Takk fyrir gómsætu skúffukökuna og kaffið - hlakka til að heyra fréttir af stækkunum prinsessunnar :o)
Til hamingju með prófið sæta :)
þú ert alveg ótrúlega dugleg og
ég er alveg svakalega stolt af þér.
Vonandi hafið þið það sem allra best og verið dugleg að taka myndir
Knús og kossar
Takk fyrir :)
Innilegar hamingjuóskir með Ingu Rós ;-) Hún er greinilega algjör dúlla og hefur gott atlæti.
Og til hamingju með prófið duglega mamma.
Bestu kveðjur frá Hvolsvelli
Magga
Skrifa ummæli