föstudagur, ágúst 11, 2006

Vikugamlir foreldrar.......

Jæja þá er sú stutta orðin vikugömul og er algjört draumabarn foreldra sinna. Hún sefur bara og drekkur og það heyrist ekkert í henni.
Við erum búin að búa til heimasíðu þar sem við munum setja inn allar myndir af henni en við munum ekki skrifa neitt í vefdagbók þar inni því við munum halda áfram að nota þessa bloggsíðu.

Við viljum líka segja ykkur að við erum búin að nefna litlu dömuna. Hún hefur verið nefnd Inga Rós en hún verður skírð um jólin þegar við komum heim.

Jæja annars höfum við ósköp lítið að segja í bili. Mamma og pabbi eru að koma aftur á sunnudaginn eftir stutta ferð til Svíþjóðar og skólinn byrjar hjá mér í næstu viku.

Svo viljum við bara enn og aftur þakka fyrir allar kveðjurnar sem hafa borist okkur.

Þar til næst
See ya

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já en og aftur til lukku með prinsessuna... nafnið er fínnt en verð að segja að það hljómar ekkert eins og Mumma.. skil bara ekkert í þessu.. a ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með vikuafmælið og nafnið á skvísunni. Sjáumst í næstu viku :o)

Nafnlaus sagði...

allavega 107 dagar and counting ..... hlakka til að fá ykkur til Íslands :)