Í dag kom Kirsten hjúkka í heimsókn og eins og alltaf heillaði Inga Rós hana upp úr skónum. Kirsten var ekkert smá ánægð með hana og Inga Rós brosti og hjalaði allan tímann sem hún var hérna. Kirsten vigtaði og mældi hana og er Inga Rós orðin 59 cm og 5 kg og svo sýndi hún Kirsten hvað hún var dugleg að liggja á maganum og halda höfðinu uppi.
Þar sem Inga Rós er orðin 5 kg þá megum við fara með hana í sund og við erum líka búin að skrá hana í ungbarnasund sem byrjar reyndar ekki fyrr en 22 nóvember en okkur hlakkar til að fara í það.
Annars er voða lítið að frétta af okkur. Inga Rós er algjört draumabarn og sefur mjög mikið sem er bara gott. Sérstaklega yfir nóttina en hún sefur frá 5 - 9 tíma án þess að vakna. Svo við foreldrarnir fáum góðan nætursvefn. Og þegar hún vakir þá brosir hún og hjalar næstum allan tímann.
Jæja ætli maður láti þetta ekki gott heita í bili. En við erum búin að bæta inn nýjum myndum í september albúmið á heimasíðu Ingu Rósar.
Þar til næst
See ya
mánudagur, september 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
knÚÚÚús
Skrifa ummæli