Úff hvað maður er búin að vera latur við bloggskriftir. Við biðjumst velvirðingar á þessu öllu saman hehe.
Það er annars bara allt gott að frétta af okkur. Finnur er byrjaður að vinna en hann vinnur bara 3 daga á viku og hina 2 er hann heima að passa svo ég geti farið í skólann. Og já skólinn er byrjaður hjá mér sem er fínt þó maður nenni stundum ekki að koma sér fram úr og horfa á Finn og Ingu Rós kúra saman upp í rúmi. En maður lætur sig hafa það og það er líka bara gaman að hitta annað fólk.
Inga Rós er alveg yndislega vær og góð. Hún er orðin 5 vikna gömul og það er eiginlega bara fyndið hvað tímanum líður. Hún drekkur mjög vel og ljósan og læknirinn eru voða ánægðar með hana hvað hún braggast vel. Við mæðgur fórum í 5 vikna skoðun s.l. fimmtudag og þá var skvísan orðin 4430 gr sem er bara gott og hún er orðin 55 cm. Svo það styttist í það að við getum farið að kíkja í sund.
Við vorum annars mjög busy mæðgurnar í síðustu viku. Við fórum á mömmumorgun hjá kirkjunni sem ljósan okkar stendur fyrir og svo erum við í mömmugrúppu ásamt 4 öðrum mömmum og litlu stelpunum þeirra. Við munum hitta mömmugrúppuna reglulega sem verður bara gaman og ég get æft mig betur í að tala dönskuna og Inga Rós fær að hitta aðrar litlar skvísur.
Við erum búin að setja 3 lítil video af skvísunni inn á heimasíðuna hennar og svo endilega munið eftir að kvitta í gestabókina eða knúsa hérna á síðunni okkar. Það er svo gaman að sjá hverjir kíkja við.
Og svo á Gróa amma á afmæli í dag og við sendum henni innilega afmæliskveðjur.
Þar til næst
See ya
mánudagur, september 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
já já elsku litla fjölskylda 1000 takk fyrir afmæliskveðjur og ég er sko búin að spila videómyndirnar OFT Flott hjá þér Ása að nýta mömmugrúppu þú ert svo áræðin og markviss. Knúsiknúsiknús
Gaman að sjá að allt gengur vel :)þið eruð svo dugleg knússsímúss frá Klakanum ;)
Skrifa ummæli