mánudagur, október 30, 2006
Köben
Við skelltum okkur annars til Köben um helgina. Fórum á föstudaginn eldsnemma um morguninn með lestinni. Það var bara fínt því Inga Rós svaf alla leiðina. Þegar við komum til Köben þá fórum við upp á hótel og skiluðum töskunni og fórum eftir það að hitta á Guðna og Laugu en þau voru í Köben um helgina.
Á föstudaginn var hífandi rok og manni leið eiginlega eins og heima á Íslandi. Við drógum þau með okkur til Kristjaníu í sendiráðið því við þurftum að sækja um vegabréf fyrir Ingu Rós.
Í sendiráðinu hittum við Svavar Gestsson sendiherra sem kom og spjallaði við okkur almúgann hress gaur þarna á ferð.
Við röltum svo Strikið og enduðum svo á Jensens ásamt Konna. Eftir mat var rölt aftur á Strikið og drukkinn bjór og Mojito. Mikið gaman mikið gott.
Laugardagurinn fór í Fields og verslað aðeins. Alltof stórt moll og alltof mikið af fólki. En við komumst í gegnum þetta heil á húfi. Við komumst svo að því að Danir eru ekki mikið fyrir það að hafa reyklaus svæði á veitingastöðum svo við áttum í erfiðleikum að finna stað til að borða á um kvöldið án þess að kafna úr reyk. En við enduðum svo á einum geggjuðum Mexíkóskum/Ítölskum stað og sátum við úti með 2 hitara og flísteppa og hlustuðum á rigninguna. Geggjað kósý.
Á sunnudeginum fór Finnur upp á flugvöll til að ná í Gróu en ég fór með Guðna og Laugu upp í Fisketorvet í leiðangur eftir krítarskoti. Því miður fannst það ekki en Lauga ég mun athuga það næstu helgi þegar við förum til Germany :)
Ég, Finnur og Inga Rós fórum svo með Gróu í brunch og hittum þar Mumma og Árnýju svona áður en við tókum lestina svo heim.
Við viljum þakka fjölskyldunni í Álfheimunum, Stínu ömmu, Snorra og genginu og Guðrúnu og Smára fyrir gjafirnar. Inga Rós verður vel sett fyrir kalda daga í Danmörku.
Og já meðan ég man þá vil ég minna fólk á að nú erum við aðeins einum tíma á undan ykkur núna.
Og ég er líka búin að henda inn nýjum myndum og nýju videoi svona ef þið viljið kíkja.
Jæja held að þetta sé komið nóg í bili.
Þar til næst
See ya.
sunnudagur, október 15, 2006
Til hamingju Guðni
þriðjudagur, október 10, 2006
Gullmolar fyrir allar mömmur
Hvers vegna Guð bjó til mömmur ?
- Hún er sú eina sem veit hvar plásturinn er geymdur.
- Aðalega til að þrífa húsið.
- Til að hjálpa okkur að fæðast.
Hvernig bjó Guð til mömmur ?
- Hann notaði súlu svona eins og í okkur flestum.
- Töfraefni og fullt af garni.
- Guð bjó til mömmu alveg eins og mig bara með stærri hlutum
Úr hverju eru mömmur búnar til ?
- Guð bjó til mömmur úr skýjum, englahári og öllu góðu í heiminum- og pínu slæmu.
- Það varð að byrja með rifbeini úr manninum og svo fullt af garni held ég.
Afhverju gaf Guð þér þína mömmu ekki einhverja aðra mömmu?
- Við erum skyld!!
- Guð vissi að henni líkaði miklu betur við mig en annara manna mömmum.
Hvernig var mamma þín þegar hún var lítil stelpa?
- Mamma var alltaf mamma mín og ekkert annað bull!!!
- Ég veit það ekki af því ég var ekki þar, en held hún hafi verið ansi stjórnsöm.
- Þeir segja að hún hafi verið nokkuð þæg !
Hvað þurfti mamma þín að vita um pabban þinn áður en þau giftust?
- Eftirnafnið hans.
- Hún þurfti að vita um fortíðina hans, ef hann var þjófur. Eða hvort hann varð fullur af bjór.
- Hvort hann átti milljón !
- Hvort hann sagði NEI við eiturlyfjum og JÁ við heimilisstörfum.
Afhverju giftist mamma þín pabba þínum?
- Pabbi býr til heimsins besta spagettí og mamma borðar mikið!
- Hún varð of gömul til að gera eithvað annað við hann !
- Amma segir að mamma hafi ekki hugsað ….
Hver ræður heima hjá þér?
- Mamma vill ekki ráða, en pabbi gerir svo mikið bull og vitleysu.
- Mamma, maður sér það þegar hún ætlar að gá hvort ég sé búin að taka til. Hún sér það sem ég faldi undir rúminu.
- Ég helda að það sé mamma,en bara af því að hún hefur miklu meira að gera en pabbi.
Hver er munurinn á mömmum og pöbbum?
- Mamma vinnur í vinnuni og vinnur heima, pabbi vinnur bara í vinnuni.
- Mömmur kunna að tala við kennara án þess að hræða þá, og þú þarft að spurja hana hvort þú megir sofa hjá vinum þínum…
- Mömmur eru næstum göldróttar, því þær fá mann til að líða betur án lyfja.
Hvað gerir mamma þegar hún á frí?
- Mömmur fá ekki frí !!!
- Hún segist þurfa það borga reikninga allan daginn.
Hvað þarf mamma þín til að vera fullkominn ?
- Að innan er hún fullkominn, að utan - ég held kanski lýtaraðgerð.
- Megrunarkúr.
- Þú veist, hárið. Kanski lita það blátt.
Ef þú ættir að breyta einhverju við mömmu þína hvað væri það ?
- Hún er búin að ákveða að herbergið mitt eigi að vera heint. Ég mundi breyta því.
- Ég mundi
- Ég vildi óska að hún hefði ekki augu í hnakkanum.
miðvikudagur, október 04, 2006
2 mánaða í dag
Af okkur er allt gott að frétta. Inga Rós brosir og hjalar eins og hún fái borgað fyrir það og skemmtir okkur foreldrunum á meðan.
Við mæðgurnar ætlum að fara hreyfa okkur og ná af okkur spikinu fyrir jólin og erum við búnar að skrá okkur í mömmuleikfimi en ég má taka hana hana með í tíma og svo er ég líka að byrja styrkja vöðvana með því að lyfta og kemur Inga Rós bara með en hún sefur bara í vagninum á meðan.
Annars er voða lítið að frétta eins og er. Ég er á fullu að púsla saman skóla og fæðingarorlofi sem gengur vel en vetrarfríið er að byrja eftir rúma viku eða 13 okt en þá verð ég bara heima að hugsa um skvísuna og læra. Og jú ég er komin með fyrirtæki fyrir placementið mitt JIBBÍÍÍ. Ég mun vinna lokaritgerðina mína fyrir Icepharma. Á eftir að finna út hvað ég geri en það verður eitthvað sniðugt. Konni er að koma í heimsókn núna á föstudaginn og verður yfir helgina. Svo erum við líka að bíða eftir að Guðni verði pabbi en barnsmóðir hans var sett í gær og vonum við að hún þurfi ekki að bíða svona lengi eins og við þurftum.
Jæja ætla að fara hætta þessu bulli. Sumar eru orðnar svangar og Finnur er í Þýskalandi að versla.
Þar til næst
See ya