þriðjudagur, október 10, 2006

Gullmolar fyrir allar mömmur

Ég sá þetta á blogginu hjá Höllu skvísu og varð bara að setja þetta hérna inn.

Hvers vegna Guð bjó til mömmur ?

- Hún er sú eina sem veit hvar plásturinn er geymdur.

- Aðalega til að þrífa húsið.

- Til að hjálpa okkur að fæðast.

Hvernig bjó Guð til mömmur ?

- Hann notaði súlu svona eins og í okkur flestum.

- Töfraefni og fullt af garni.

- Guð bjó til mömmu alveg eins og mig bara með stærri hlutum

Úr hverju eru mömmur búnar til ?

- Guð bjó til mömmur úr skýjum, englahári og öllu góðu í heiminum- og pínu slæmu.

- Það varð að byrja með rifbeini úr manninum og svo fullt af garni held ég.

Afhverju gaf Guð þér þína mömmu ekki einhverja aðra mömmu?

- Við erum skyld!!

- Guð vissi að henni líkaði miklu betur við mig en annara manna mömmum.

Hvernig var mamma þín þegar hún var lítil stelpa?

- Mamma var alltaf mamma mín og ekkert annað bull!!!

- Ég veit það ekki af því ég var ekki þar, en held hún hafi verið ansi stjórnsöm.

- Þeir segja að hún hafi verið nokkuð þæg !

Hvað þurfti mamma þín að vita um pabban þinn áður en þau giftust?

- Eftirnafnið hans.

- Hún þurfti að vita um fortíðina hans, ef hann var þjófur. Eða hvort hann varð fullur af bjór.

- Hvort hann átti milljón !

- Hvort hann sagði NEI við eiturlyfjum og JÁ við heimilisstörfum.

Afhverju giftist mamma þín pabba þínum?

- Pabbi býr til heimsins besta spagettí og mamma borðar mikið!

- Hún varð of gömul til að gera eithvað annað við hann !

- Amma segir að mamma hafi ekki hugsað ….

Hver ræður heima hjá þér?

- Mamma vill ekki ráða, en pabbi gerir svo mikið bull og vitleysu.

- Mamma, maður sér það þegar hún ætlar að gá hvort ég sé búin að taka til. Hún sér það sem ég faldi undir rúminu.

- Ég helda að það sé mamma,en bara af því að hún hefur miklu meira að gera en pabbi.

Hver er munurinn á mömmum og pöbbum?

- Mamma vinnur í vinnuni og vinnur heima, pabbi vinnur bara í vinnuni.

- Mömmur kunna að tala við kennara án þess að hræða þá, og þú þarft að spurja hana hvort þú megir sofa hjá vinum þínum…

- Mömmur eru næstum göldróttar, því þær fá mann til að líða betur án lyfja.

Hvað gerir mamma þegar hún á frí?

- Mömmur fá ekki frí !!!

- Hún segist þurfa það borga reikninga allan daginn.

Hvað þarf mamma þín til að vera fullkominn ?

- Að innan er hún fullkominn, að utan - ég held kanski lýtaraðgerð.

- Megrunarkúr.

- Þú veist, hárið. Kanski lita það blátt.

Ef þú ættir að breyta einhverju við mömmu þína hvað væri það ?

- Hún er búin að ákveða að herbergið mitt eigi að vera heint. Ég mundi breyta því.

- Ég mundi gera hana klárari. Þá mundi hún vita að það var systir mín sem gerði það en ekki ég.

- Ég vildi óska að hún hefði ekki augu í hnakkanum.

Engin ummæli: