miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Area study og ungbarnasund............

Loksins, loksins stóra Area studyið búið. Búin að skoða fyrirtækið Pilgrim, sem selur skartgripi, fram og til baka og kanna hvort þeir eigi möguleika á USA markað. Er bara fegin að þetta er búið. Næst á dagskrá er 6 tíma próf þann 30 nóv. og svo munnlegt próf úr Area studyinu þann 4 des. Og hvað haldið þið. Ég mun brjóta ísinn með að byrja fyrst allra á því. Úff segi ég bara. Hin verða þó bara feginn þar sem ég set standardinn og ekki verður hann hár. Nei nei segi bara svona. Maður gerir sitt besta eins og alltaf og vonandi flýgur maður bara í gegn. Ég hef þó meiri áhyggjur af 6 tíma prófinu en við skulum vona að það gangi vel.
Baldur er annars að koma við hjá okkur í 2 daga akkúrat rétt fyrir próf en það verður í góðu lagi. Sendi strákana bara reglulega út með Ingu Rós þá get ég lært í friði hehe.


Ég er annars ekkert smá stolt af mér. Ég er búin að skrifa öll jólakortin og kaupa allar jólagjafir nema 3 sem verða líklega keyptar heima á Íslandi. Svo nú er bara að klára skólann og undirbúa skírn í leiðinni. En við ætlum að skíra milli jól og nýs árs. Það er nú eiginlega allt reddí fyrir það. Kjólllinn kominn, búið að panta prestinn, boðskortin farin út og bara eftir að panta kökuna, kertið og
gestabókina sem verður bara gert rétt áður en maður kemur heim. Maður er svo skipulagður hehehe.

Ég og Finnur fórum í dag með Ingu Rós í ungbarnasund og henni fannst það ekki leiðinlegt. Var ekkert smá dugleg skvísa. Kennarinn var ekkert smá ánægð að Finnur var þarna þar sem það er greinilega ekki algegnt að feðurnir koma með.

Jæja ætla hætta þessari vitleysu þar sem ein lítil blómarós er farin að kalla á mömmu sína.

Þar til næst
See ya

föstudagur, nóvember 10, 2006

Nóvember

Well hellú nú er nóvember genginn í garð og aðeins 35 dagar þangað til að við komum heim jibbí. Veðrið er fínt hérna hjá okkur. Komu reyndar nokkrir kaldir dagar þegar Gróa var hjá okkur en svo fór upp í 12°um daginn og hefur haldist í kringum 10°síðustu daga.
Gróa er annars búin að vera hjá okkur en hún fór heim s.l. miðvikudag og höfðum við það verulega kósý hérna. Við tókum bílaleigubíl og keyrðum um alla Kolding og sýndum henni bæinn. Við skelltum okkur til Flensborgar s.l. laugardag og eyddum deginum þar, reyndar komum við ekki þangað fyrr en upp úr hádegi þar sem ég fékk að sofa út því ég fór út og kíkti á jólabjórinn kvöldið áður og var það svakafjör.

En Flensborg var fín. Versluðum pínu á Ingu Rós og mig og fórum svo út að borða á Ítölskum stað sem heitir San Marino (minnir mig) og var borðað vel hehe.
Ég held annars að Gróa hafi skemmt sé mjög vel hérna og það var mjög gaman að fá hana í heimsókn.

Finnur er annars bara á fullu heimavinnandi faðir eins og er. Hann er að jafna sig vel eftir aðgerðina sem hann fór í s.l. föstudag og lítur það vel út. Inga Rós græðir allavega því hún fær þá meiri tíma með pabba sínum.

Skólinn minn er að klárast. Síðasti skóladagurinn var í dag en næsta vika fer í Area study. Eigum við að vinna svona desk-research fyrir Pilgrim á Amerískan markað. Þetta verkefni á ekki að vera nema 48.000 characterar og á að skilast eftir viku. Eftir það erum við komin í lestrar frí og svo er stóra prófið 30 nóv og svo förum við í munnlegt próf úr Arear study 4 og 5 des. En þá er ég komin faktískt í jólafrí. Ætla reyndar að klára eitt verkefni með Helle vinkonu áður en ég fer heim og svo er það bara Ísland here we come.

Jæja ætla fara hætta þessu bulli og reyna halda áfram með Area study-ið. By the way þá er ég búin að henda inn nokkrum nýjum myndum á síðuna hennar Ingu Rósar.

Þar til næst
See ya