Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
Jæja þá er litla fjölskyldan mætt aftur til Danmerkur. Home sweet home. Og það var ekkert smá gott að koma heim aftur. Koma heim í sitt eigið dót og ekki eins mikla geðveiki og er heima á Íslandi.En það var mjög gaman á Íslandi. Nóg að gera og náðum við að hitta held ég alla. Jólin voru frábær og var borðað vel og mikið. Enda verður tekið á því núna á nýju ári og losa sig við aukakílóin sem söfnuðust í jólafríinu. Auka kílóin hennar Ingu Rósar voru vigtuð í fötum sem hún fékk í jólagjöf og þurftum við að skilja meirihlutann eftir á Íslandi.
Inga Rós skemmti sér konunglega held ég bara. Var ekkert feiminn við allt þetta fólk sem hún var að hitta, suma í fyrsta sinn.
Við notuðum tækifærið og skírðum Ingu Rós þann 30 des. og gekk allt eins og í sögu. Inga Rós varð reyndar pínu cranky þegar beðið var eftir prestinum og restinni af gestunum og eftir athöfnina þá steinsofnaði hún í fanginu á mér. Litla dúllan.
Gamlárskvöld gekk mjög vel og svaf hún allar sprengingarnar af sér. Ótrúlegt en satt því hávaðinn var svo mikill að maður gat eins veriðstaddur í Írak.
Við komum heim síðastliðinn föstudag og gekk heimferðin eins og í sögu, fyrir utan smá seinkun á lestinni, og Inga Rós kvartaði ekkert í fluginni nema bara pínu út af þreytu. Hún svaf nú ekki mikið allann daginn en hún tók það út í 12 tíma svefn eftir að við komum heim.
Skólinn byrjaði hjá mér í gær og verð ég á fullu í skólanum næstu 6 vikur og Finnur verður staying home dad á meðan. Reyndar byrjar skólaárið ekki vel. Ég og Inga Rós erum báðar veikar og ákvað ég að vera heima í dag, svo Finnur er hérna og hugsar mjög vel um stelpurnar sínar. Algjört yndi á meðan við hóstum, hnerrum og með hor í nös til skiptis. hehehe
Ó já meðan ég man, þá fáum við lyklana á nýja húsinu okkar á morgun. Hlakka ekkert smá til og um helgina verður málað og svo flutningar eftir það. Gaman gaman.
Jæja ætla fara hætta þessari vitleysu og fara snýta mér
Þar til næst
See ya
4 ummæli:
þar sem febrúar nálgast óðum þá finnst mér alveg vera kominn tími á nýja færslu :)
Hæ skvísur :)
Við hérna á Suð þurfum smá hjálp... :S það er eitthvað að myndaalbúminu á yahoo! næ ekki að logga mig inn á það.. endilega hafa samband við mig sem fyrst :)
KV. Petra
jæææææja já, koooooma svo, er ekki net í nýja fína húsinu? :D
Já já það fer að koma færsla. Erum bara búin að vera netlaus, mála, pakka og flytja á fullu. Erum reyndar að stela nettenginu núna hehehe. Bölvaðir þjófar. En hey maður gerir nú ýmislegt þegar maður fær ekki sína tengingu.
Skrifa ummæli