sunnudagur, febrúar 18, 2007

Til hamingju konur.....

með daginn í dag. Jú mikið rétt það er konudagur í dag og þó maður sé í öðru landi þá heldur maður upp á þennann dag. Ég fékk að sofa út í dag sem var mjög ljúft og í tilefni dagsins þá bakaði ég vöfflur og bollur í tilefni bolludagsins á morgun, en elskan mín eldaði mjög góða máltíð fyrir okkur. Vöfflurnar runnu ljúft niður og verður tekið forskot á bolludaginn núna á eftir :)

Það var öskudagur hérna í Danmörku um helgina og var kötturinn sleginn úr tunnunni í gær og dag þá var dinglað hérna hjá okkur og sungið fyrir okkur og í staðinn fengu krakkarnir nammi. Ég hafði ekki hugmynd um þetta svo það varð smá panik hér á bæ og það litla nammi sem til var var sett í poka og afhent og svo var Finnur rekinn út í búð til að kaupa meira svo maður ætti nú eitthvað. En sú búðarferð var til einskis því ekki var dinglað meir.


Í dag er mánuður þar til mamma og pabbi koma í heimsókn en þau ætla að stoppa við á leið heim frá Svíþjóð í nokkra daga og verður það bara gaman. Þau verða með bílaleigubíl svo maður notar hann eitthvað í að rúnta.


Annars er bara allt gott að frétt af okkur. Ég er að byrja á lokaritgerðinni minni og á ég aðeins eftir að skrifa 100.000 characters, en þetta gengur ágætlega hjá mér.


Ójá meðan ég man, ef fólk er að spá í að kíkja í heimsókn til okkar í sumar endilega látið okkur vita tímalega svo við getum skipulagt sumarið og bókað gestaherbergið. Fyrstur kemur fyrstur fær :)


Jæja ætla láta þetta duga í bili og fara fá mér rjómabollu :)

Þar til næst

See ya

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kvitti kvitti.. og risa knús :)

Nafnlaus sagði...

Halló halló sæta mín,
ahhh ég öfunda þig af bollunni, mínar eru allar löngubúnar ( eðlilega hehe, viku seinna).
Mér fannst bara mjög klókt af þér að senda Finn eftir meira nammi, nú áttu fullt til að borða sjálf hehehe.
alltaf að hugsa með maganum
knús frá kalda klakanum
Halla og co

Nafnlaus sagði...

Halló þið þarna ;O)
Gaman að sjá hvað Inga Rós er orðin stór, kíki alltaf reglulega á síðuna hennar....

Kveðja frá Íslandi ;O)

Harpa