Jú jú ég er á leiðinni á klakann. Við komum nú ekki öll 3 í þetta skiptið heldur verður það bara ég og Inga Rós. Finnur verður grasekkill á meðan.
Ástæðan fyrir ferð okkar er að pabbi gamli varð fimmtugur um daginn og verður haldin veisla í tilefni þess á laugardaginn. Mamma og pabbi eru búin að vera hérna hjá okkur síðan á sunnudaginn og verðum við samferða þeim heim. Pabbi fékk ekkert að vita fyrr en í gær að við við færum heim með þeim en þá fattaði hann loksins að eitthvað var í gangi. Þetta fylgir víst aldrinu hehe.
Ég verð með gamla númerið mitt á meðan ég verð á klakanum en ekki búast við að ég verði á rúntinu með Ingu Rós. Við förum aftur heim 28 mars svo þetta er ekki langur tími. Við munum gista hjá mömmu og pabba upp í Mosó svo ef þið viljið hitta okkur endilega sláið á þráðinn og ég býð ykkur í kaffi.
Jæja ætla láta þetta gott heita og halda áfram að pakka
Þar til næst
See ya
fimmtudagur, mars 22, 2007
fimmtudagur, mars 15, 2007
Til hamingju með afmælið...
....elsku pabbi minn. Jú jú pabbi á afmæli í dag og hefur hann náð þeim merka áfanga að vera orðinn 50 ára gamall ( þó hann vilji meina að hann er bara 29 ára) en við hin vitum betur.
En hann má eiga það að hann er ungur í anda og það er fyrir öllu. Og við hérna í DK hlökkum ofsalega til að fá hann og mömmu í heimsókn á sunnudaginn. Og með því viljum við óska pabba/tengdó/afa
Innilega til hamingju með daginn
Bestu kveðjur
Lille fam í Kolding
Bestu kveðjur
Lille fam í Kolding
sunnudagur, mars 04, 2007
Alltaf stuð í Danmörku
Jæja ákvað að henda inn nokkrum línum bara svona aðallega til að láta vita að við erum á lífi.
Já eins og þið hafið séð í fréttum þá hafa verið óeirðir í Köben síðan á fimmtudaginn. Fólk hefur verið að kasta múrsteinum og mólotov kokteilum í lögguna, kveikt í ruslagámum og bílum. Alls hafa 600 manns verið handteknir og þó nokkrir útlendingar (engir Íslendingar svo vitað sé um). Við sáum í féttunum í gær af einum mjög óheppnum manni sem lenti í því að kveikt var í eins árs gömlum bílnum hans og það sem eftir var af honum var lyklakippann. Hann ákvað að færa bílinn frá Hans torv þar sem mótmælendur voru föstudagskvöldið til þess að sleppa við að skemmdir á bílnum en svo fór sem fór.
En það eru ekki bara leiðindafréttir héðan úr DK. Nú hún Alexandra "ekki prinsessa lengur" giftist í gær sínum almenna borgara Martin. En þar sem hún missti prinsessu titilinn þá fékk hún í staðinn greifynju titil og verður því greifynjan af Fredriksborg. Kátt á þeim bæ vonandi.
En við megum ekki gleyma einu, en það er að litla blómarósin okkar er orðin 7 mánaða.
Það er alveg ótrúlegt hvað hún breytist á hverjum degi. Hún situr nánast alveg óstudd, er farin að toga sig upp með því að grípa í hluti og reynir að gera tilraun til að skríða en hún lítur alltaf út eins og fiskur á þurru landi og baðar út öllum öngum. Svo það er alltaf gaman af henni og hún kemur öllum alltaf til að brosa.
Svo eru aðeins 14 dagar þar til mamma og pabbi koma í heimsókn og það styttist í 50 ára afmælið hans pabba. Hlakka bara til.
Jæja ætla láta þetta duga í bili
Þar til næst
See ya
Já eins og þið hafið séð í fréttum þá hafa verið óeirðir í Köben síðan á fimmtudaginn. Fólk hefur verið að kasta múrsteinum og mólotov kokteilum í lögguna, kveikt í ruslagámum og bílum. Alls hafa 600 manns verið handteknir og þó nokkrir útlendingar (engir Íslendingar svo vitað sé um). Við sáum í féttunum í gær af einum mjög óheppnum manni sem lenti í því að kveikt var í eins árs gömlum bílnum hans og það sem eftir var af honum var lyklakippann. Hann ákvað að færa bílinn frá Hans torv þar sem mótmælendur voru föstudagskvöldið til þess að sleppa við að skemmdir á bílnum en svo fór sem fór.
En það eru ekki bara leiðindafréttir héðan úr DK. Nú hún Alexandra "ekki prinsessa lengur" giftist í gær sínum almenna borgara Martin. En þar sem hún missti prinsessu titilinn þá fékk hún í staðinn greifynju titil og verður því greifynjan af Fredriksborg. Kátt á þeim bæ vonandi.
En við megum ekki gleyma einu, en það er að litla blómarósin okkar er orðin 7 mánaða.

Svo eru aðeins 14 dagar þar til mamma og pabbi koma í heimsókn og það styttist í 50 ára afmælið hans pabba. Hlakka bara til.
Jæja ætla láta þetta duga í bili
Þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)