mánudagur, maí 21, 2007

Update........

Jæja ætli það sé ekki best að skella inn nokkrum línum hérna. Maður hefur verið frekar latur við að blogga og held ég að ég hafi barasta tekið þetta frí sem ég tók mér bókstaflega. Svo ég ætla nota tækifærið á meðan Inga Rós horfir á stuppana. En látum okkur nú sjá, hvað erum við búin að vera gera síðan ég skilaði verkefninu mínu. Nú Snorri mágur kom í heimsókn til okkar helgina eftir verkefnaskil og var það alveg geggjað að fá hann í heimsókn. Finni leiddist það ekki að fá bróður sinn til sín. Snorri kom náttlega með fullt af íslensku gúmmilaði með sér og þökkum við æðislega fyrir það allt saman. Þeir bræður skelltu sér til Þýskalands og á djammið og svo var bara afslöppun. Inga Rós var ekki alveg viss með hann Snorra frænda sinn en oftast var hann inn hjá henni. Þannig að við segjum bara takk Snorri fyrir heimsóknina og frábæra helgi.

Nú við famelían skelltum okkur á laugardaginn til Ribe á Tulipanfest. Við gistum heima hjá foreldrum Helle og pössuðu þau Ingu Rós á meðan við kíktum á næturlífið um kvöldið. Helle og foreldrar hennar eiga 2 labrador hunda og ég veit ekki hvor var hræddari við hvort annað Inga Rós eða þeir en allavega á sunnudeginu þá var Inga Rós ekki hrædd við þá heldur vildi bara æða í þá. En þetta var alveg frábær helgi og ekki skemmdi veðrið fyrir því það var alveg geggjað. Ég mun skella inn nokkrum myndum frá helginni inn á Barnanetsíðuna á eftir.

Fríið mitt er búið í bili en ég mun eyða þessari viku í að undirbúa vörnina mína sem verður 30 maí. En ég þarf að búa til fyrirlestur sem ég þarf svo að flytja fyrir Niels supervisorinn minn og svo einhvern external prófdómara. En þetta kemur allt í ljós í næstu viku hvernig þetta fer.

Inga Rós blómstrar alveg núna. Hún er komin á fullt með að skríða á fjórum fótum og er ekkert smá dugleg að reisa sig upp og labba meðfram hlutum. Hún fer frá sófanum að borðinu og svo tilbaka og reynir að teygja sig í allt sem hún sér.

Nú eru aðeins 15 dagar þangað til að Evíta kemur í heimsókn og bíðum við spennt eftir að fá hana hingað.

Jæja ætli það sé ekki best að fara hætta þessu bulli enda orðið allt of langt.
Þar til næst
See ya

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

langar bara að „sólskinsknús“ og myndirnar af þér og Rósinni þinni að knúsast eru MJÖG - - - þið eruð fallegar

Nafnlaus sagði...

Rak augunn í þessa undurfögru dagskrá í Kolding í sumar. Vonandi að það verði sólskin þegar að við komum út til ykkar, hver veit nema að maður standi þá undir nafni sem Rauður ;)

Ása Vilborg sagði...

Veðurfræðingarnir spá því að sumarið í ár verði heitar en í fyrra, þannig að við vonum bara að þeir standi við það svo að þú getir staðið undir nafninu Rauður :)