Loksins loksins er stóra ritgerðin búin og komin í hendur skólans. Þetta hafa verið erfiðir og strembnir mánuðir og ég er alveg óskaplega fegin að vera búin með þetta því nú get ég aðeins slakað á og notið þess að vera með Ingu Rós áður en ég byrja á vörninni minni. Finnur var enn í fríi í gær svo ég og Helle skelltum okkur á kaffihús og vorum þar í allan gærdag drekkandi kaffi og bjór og skemmtum okkur konunglega.
Finnur er byrjaður aftur að vinna en reyndar vinnur hann bara í dag og á morgun því Snorri er að koma í annað kvöld og fer svo aftur heim á mánudaginn. Það verður gert eitthvað sniðugt hérna á meðan dvöl hans stendur. Allavega er eurovisuion helgin núna svo maður verður náttlega að styðja Eirík og vona að hann komist lengra en Sylvía Nótt.
Það eru nokkur afmæli búin að vera síðustu daga eins og 1 mai áttu Snorri og Stína amma afmæli. 4 maí voru það Leifur og Anna Valdís 2ja ára, 5 maí var það Katla frænka 2ja ára og 6 maí var það Ingunn Anna 1 árs og fórum við í afmæli til hennar um helgina og var voða gaman þar. Á morgun á svo Evíta María afmæli og verður hún 8 ára. Viljum við óska öllu þessu fólki innilega til hamingju með afmælin.
Ég hef voða lítið að segja núna en ég og Inga Rós ætlum að skella okkur upp í moll með Helle og kíkja á föt.
Þar til næst
See ya
miðvikudagur, maí 09, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Mmmm bjór
mmmm já sammála
Til hamingju með ritgerðarskilin...ójá það er sko ljúft að þetta sé búið!!
Hafið það súpergott ;O)
úúúú til hamingju með ritgerðarskilin... úff ég er enn sveitt yfir mínu verkefni og væri alveg til í að gefa stóru tánna fyrir að vera í þínum sporum... Njóttu þess að vera í smá fríi og gangi þér vel í vörninni...
GO EIRÍKUR í kvöld!!!
Skrifa ummæli