þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Hitt og þetta

Jæja ég ákvað að henda hérna inn nokkrum línum aðallega til að láta fólk vita að við erum á lífi.
Kristín og Karen vinkona hennar eru búnar að vera hérna hjá okkur og skemmtum við okkur konunglega. Var náttlega farið með þær að shoppa og svo var kíkt á næturlífið hérna í Kolding og held ég að þær hafi verið nokkuð ánægðar með það. Allavega fannst þeim strákarnir hérna ekkert slor ;)

Anyway þá komst ég inn í Syddanski Universitet svo ég sest enn á ný á skólabekkinn í haust sem verður vonandi fínt og stefni ég að klára bachelorinn á næsta ári.
Inga Rós er einnig komin með dagmömmu sem er frábært. Hún heitir Malien og eru 4 börn hjá henni alltaf en svo er hún með aukapláss ef einhver önnur dagmamma verður veik eða fer í frí. Þær eru víst 4 dagmömmur sem vinna svona nokkurn veginn saman þ.e. þær hittast svo öll börnin kynnist þeim ef svo kemur til að þau þurfi að fara til aðra dagmömmu í smá tíma. En allavega þá held ég að Ingu Rós hafi litist ágætlega á aðstæður. Hún byrjaði í aðlögun í morgun í nokkra tíma. Þetta var mjög skrýtið ef ekki pínu erfitt að skilja hana eftir svona en þetta verður gott fyrir hana og mig. Dagurinn hjá henni var svona upp og niður. Vildi náttlega fá mömmu sína en svo inn á milli var hún fín. Hún fer svo aftur á morgun og þá kemur í ljós hvernig hún tekur því að vera skilin eftir því ég var með Ingu Rós í c.a. klst í morgun en á morgun mun ég ekkert stoppa.

Síðasti gestur sumarsins kemur á fimmtudaginn en þá kemur Charlene vinkona frá Englandi. Við eigum eftir að bauka eitthvað saman.

Jæja ætla að fara hætta þessu bulli og fara kannski að lesa einhverja bók áður en maður dembir sér í skólabækurnar.

Þar til næst
See ya

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bíddu bíddu klára bachelorinn??? Klára piparsveininn....hmmm veit Finnur af þessu?

Sorry þessi var of glataður til að eiga hann einn :)

Nafnlaus sagði...

Til lukku með að komast inn í Syd Dansk ;O) Og til lukku með Ingu Rós..rosalega líður tíminn fljótt..vá orðin 1.árs ;O) Ja hérna.....

Bestu kveðjur til Kolding..

Ása Vilborg sagði...

Biggi: hehehe það mátti reyna :)

Harpa: takk takk ó já tíminn líður alltof hratt

Nafnlaus sagði...

enn og aftur takk æðislega fyrir okkur ógisslega gaman og kósý ...þið eruð snillingar :D .... já veistu held að denmark sé með of mikið af fallegum karlmönnum ...hvernig væri nú að senda einhverja hingað :D

Nafnlaus sagði...

btw ... þegar við komum til köben söknuðum við ingu rósar alveg hrikalega ... var eins og við værum að skilja okkar eigið barn eftir hehehe

Nafnlaus sagði...

Risaknús til ykkar skvísan mín,
og til hamingju með litlu skottuna, vá maður, 1 árs, ég man þegar þú sagðir mér að hún væri á leiðinni og svei mér þá, mér finnst sko ekki vera mjög langt síðan ....
knús af klakanum rennblauta
Halla bjalla

Nafnlaus sagði...

HELLÚ .... hvaða bloggleysi er þetta .... ég vil fréttir !!