Jæja ég vildu nú bara óska ykkur gleðilegra hrekkjavöku. Þó að við höldum nú ekkert sérstaklega upp þennann dag þá lét Finnur það ekki aftra sér í að skera út grasker sem kom nokkuð vel út. Ingu Rós fannst þetta rosa áhugavert svo ég smellti nokkrum myndum af henni vera skoða það.
Annars er ósköp lítið að frétta. Haustið er komið og ekki langt í veturinn því aðeins er farið að kólna hérna. Við fórum um daginn í göngutúr í Marielundskov hérna í Kolding og var það virkilega gaman og fallegir haustlitirnir og ekki skemmdi veðrið. Ingu Rós fannst mjög gaman að labba um í öllum laufblöðunum og spjalla við endurnar.
Hún er farin að auka við orðaforðann sinn. Heyrst hefur frá henni obbosí, tak, ahi(afi), dótið, úff og ó þegar kveikt er upp í kamínunni, daddi og dudda. Þetta er allt að koma hjá henni. En það er mjög gaman að sjá að hún skilur bæði dönsku og íslensku, þannig að við höfum engar áhyggjur af henni og þessum tungumálum sem töluð eru í kringum hana.
Jæja jólabjórinn kemur í hús á föstudaginn kl. 20:59 og erum við búin að fá pössun fyrir Ingu Rós. En Helle vinkona á líka afmæli svo það verða 2 flugur slegnar í einu höggi þetta kvöld.
Svo eru bara 15 dagar þangað til að ég fer til London. Jei ég hlakka svo til. Það verður verslað, borðaður góður matur og farið í leikhús. Verður örugglega mjög skrýtið að fara svona frá Ingu Rós en það verður þá bara ennþá meira gaman að koma heim.
Jæja ætla fara hætta þessu bulli og koma mér af stað í skólann. Þarf víst að fara í einn tíma í stærðfræði.
Þar til næst
See ya
miðvikudagur, október 31, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
jihh gaman að Inga Rós er svona dulleg að tala og skilja :) ...Jih hvað tíminn er fljótur að líða..Julebrygg kominn í hús og læti, það er nú alltaf e-ð húllumhæ í kringum það..BIÐ AÐ HEILSA YKKUR KNÚSSSSER
Kvittikvitt :) algjört dúllurassagatus hún Inga Rós :) með þetta líka yndislega eldrauða hár :) hlökkum til að hitta ykkur( hvenær sem það verður) vonandi fljótlega :):):)
knús á línuna ;)
Skrifa ummæli