Jæja þá er maður komin í haustfrí sem er bara ljúft. Ég ætla þó að nýta tímann í að lesa og læra eitthvað. En það verður farin ein ferð í IKEA með Einari og Sollu þar sem þeim vantar hitt og þetta og ég ætla nota tækifærið og skoða og kannski versla aðeins. Og svo verður líka skroppið til Þýskalands þar sem lagerinn er tómur.
Jónas frændi er komin og farin. Stoppaði stutt en það var mjög gaman að fá hann í heimsókn þar sem við höfum ekki séð hann síðan í janúar. Ingu Rós fannst ekki leiðinlegt að hitta hann þó hún hafði litla orku til að segja bless á laugardeginum þar sem litla skinnið var komin með 40°C hita.
Síðast liðin vika er því búin að vera strembin. Finnur er búin að vera heima alla vikuna með Ingu Rós því ég hef þurft að mæta í skólann og vinna að skilaverkefnum. Hann fór þó að vinna í dag.
Við fórum með Ingu Rós til læknis á þriðjudaginn og þar var okkur sagt að hún væri með vírus en ef hitinn lækkar ekki eftir 3-4 daga þá eigum við að koma aftur. Well ennþá er hún með hita, vill ekki leika sér, sefur meira og minna allann daginn og borðar lítið. Finnur hringdi í lækninn og okkur var sagt að það væri full seint að hringja núna þar sem þau væru að loka kl 13:30 og við þurfum því að bíða til kl 16 eftir að læknavaktin opni ef við viljum hitta lækni.
Ljúft líf að vera heimilislæknir.
Jæja litli lasarus er vöknuð svo ég þarf að fara sinna henni.
Þar til næst
See ya
föstudagur, október 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Æj - ég vona að hún fari að jafna sig þessi dúlla -
Knús til Kolding :)
Æi það er svo erfitt að horfa á barnið sitt veikt. Vona að hún sé að jafna sig. Annars súper gott að komast í haustfrí þó mitt frí fari bara í lærdóm og Anna Valdís verði á vöggustofunni þá er maður alltaf í smá fríi á þessum tíma.
Ég ætlaði bara að kvitta en vil janframt senda ykkur heilsuhraustar kveðjur frá Horsens. Vonandi fer þetta nú að ganga yfir hjá litlu skvísu:
Kvitteri....smá kveðja úr rokinu og rigningunni á Íslandi...
óóóó... :( það er leitt að heyra :( knúsaðu litlu snúlluna frá okkur hérna á klakanum. saknaðar kveðjur :*
Skrifa ummæli