þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Back in DK..........

Jæja þá er maður komin aftur til Denmark eftir frábæra helgi í London. Helle kom reyndar ekki með mér til London þar sem hún varð fárveik og gat því ekki komið með. Leiðinlegt fyrir hana, en Finnur kom með mér í staðinn fyrir Helle. Hvað gerðum við, við Ingu Rós? Nú við fengum pössun fyrir hana alla helgina. Solla og Einar komu mér til bjargar og buðust til að passa litla dýrið og húsið á meðan við myndum skella okkur til London. Og heppnaðist þessi helgi vel í alla staði. Hún var mjög góð alla helgina og gátum við því átt æðislega helgi bara tvö ein.

Það eina sem við gerðum í London var að versla, versla, versla. Við löbbuðum allt Oxford stræti upp og niður og náðum að klára fullt af jólagjöfum og fylla 2 ferðatöskur.
Á laugardeginum hittum við Charlene vinkonu því við ætluðum öll saman í leikhús. Við byrjuðum á að fara út að borða á TGI Fridays og hittum við einnig Hreiðar sem bjó hérna í Kolding þá en hann borðaði með okkur. Við fengum mjög góðan mat og drykki og skemmtum okkur konunglega.
Eftir mat kvöddum við Hreiðar og héldum okkar leið að Tottenham Court til að sjá Queen showið We Will Rock You. Sem by the way var geggjað. Frábær lög og sýning í alla staði. Langt síðan maður hefur sungið svona mikið. Getið séð myndir frá ferðinni hérna.

Það var voða gott að fara heim á sunnudaginn. Ég var farin sakna Ingu Rós frekar mikið og var því gaman að koma heim og knúsa litla dýrið.
Aftur við ég þakka Sollu og Einari æðislega fyrir pössunina.

Guðrún frænka er að koma núna á eftir í heimsókn með fulla tösku af íslensku góðgæti nammi namm.

En ég er að spá í að láta þetta gott heita í bili.

Þar til næst
See ya

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

leiðinlegt fyrir helle og ykkur að stelpuferðin klúðraðist ... en magnað fyrir ykkur finn :D

Nafnlaus sagði...

Hey takk fyrir mig kærlega kemur sér vel í prófalestrinum og bara

Jíbbbbí kaaaaí jeeiiiii motherf*****