Sorry fólk ætlaði að vera löngu búin að blogga eitthvað en gleymdi því hreinlega bara. Í stuttu máli þá var stór afmælishelgi hjá okkur síðustu helgi en við skötuhjúinn áttum 55 ára afmæli. Buðum við fólki í heita rétti og kökur sem runnu vel niður hjá fólki. Við fengum svo óvænta heimsókn frá Dabba og Mumma sem var bara gaman. Takk fyrir innlitið strákar. Restin af laugardagskvöldinu var eytt í Buzz og singstar. Mæli ég fólki eindregið frá því að syngja þegar maður er með pínu hálsbólgu. Ég endaði nefnilega gjörsamlega raddlaus daginn eftir og fékk ekki röddina almennilega tilbaka fyrr en á miðvikudeginum. Sunnudagurinn fór bara í afslöppun hjá okkur fjölskyldunni sem var frekar þægilegt. En við viljum þakka fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar.
Í dag er 3 í aðventu og aðeins 8 dagar til jóla. Við fórum á jólaball hjá Íslendingafélaginu hérna í Kolding og komu allir með eitthvað góðgæti fyrir kökuhlaðborðið var þetta ekta íslenskt kökuhlaðborð með brauðtertum, smákökum og öðrum kökum og kláraðist allt saman. Ingu Rós fannst þetta voða gaman. Fullt af öðrum krökkum og 2 skrýtnir jólasveinar. Annar skellti mjög mikið hurðum og svona undir lokin fannst henni þetta orðið of mikill hávaði. En við dönsuðum í kringum jólatréð og sungum með. Inga Rós fékk svo nammipoka en þó hún hafði áhuga á jólasveinunum þá vildi hún nú ekki koma of nálægt þeim svo hún teygði sig bara eftir pokanum. Það var svo happdrætti líka og unnum við virkilega fallegt íslenskt málverk eftir Örnu Bjarnadóttur Maul.
Ég er farin að hlakka frekar mikið til jólanna og kemst ég í jólafrí á fimmtudaginn. Svo koma Óli, Unnur og Evíta á Þorláksmessukvöld verður mjög gaman að fá þau hingað. Það er allt að verða tilbúið. Á bara eftir að taka til og skreyta jólatréð og svo vantar bara örfáa hluti fyrir matargerðina.
Ég mun henda inn myndum frá jólaballinu inn á morgun þar sem klukkan er orðin margt núna og ég ætla að fara skríða upp í rúm.
Þar til næst
See ya
sunnudagur, desember 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Gleðileg jól litla famelía, og farsælt komandi árið!
Takk, takk fyrir það gamla :)
Hafið það gott yfir hátíðarnar!!
kv. Björg og co.
Gleðilega hátíð kæru vinir :) takk fyrir jólakortið. Myndin af Ingu er æði æði æði :)
Pakkinn kemur bráðum til ykkar :):):)
Kv úr firðinum
Leifur og Petra og litla skvís
Through in the true with two backs casinos? into this latest [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] admonish and wing it naval disrate online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also punt the pail our untrained [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] conductor at http://freecasinogames2010.webs.com and sketch question spectacularly unseemly !
another late-model [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] delimitation of events is www.ttittancasino.com , because german gamblers, flyover unrestrained online casino bonus.
It isn't hard at all to start making money online in the hush-hush world of [URL=http://www.www.blackhatmoneymaker.com]blackhat seo techniques[/URL], Don’t feel silly if you have no clue about blackhat marketing. Blackhat marketing uses little-known or little-understood ways to build an income online.
Skrifa ummæli