Jæja ég ákvað að henda inn nokkrum línum um síðustu helgi þar sem við vorum flakkinu um helgina.
Á föstudaginn var okkur boðið í 25 ára starfsafmæli hjá Jens pabba hennar Helle. Var boðið upp á hlaðborð á veitingastaðnum Ribehoej Familiepark. Þetta var æðislegur matur í alla staði. Það var boðið upp á kalkúnabringu, Argentískt nautakjöt og hjartarkjöt ásamt meðlæti og eftirréttum. Ég smakkaði nautið og hjörtinn og smakkaðist það mjög vel. Inga Rós var náttlega miðdepill kvöldsins og skemmti sér og öðrum. Jens fékk íslenskt brennivín ásamt 6 brennivínsstaupum að gjöf frá okkur og var hann mjög ánægður með það því honum finnst það mjög gott.
Á sunnudaginn skunduðum við ásamt Einari og Sollu alla leið til Hamborgar. Við vorum komin þangað upp úr hádegi og eyddum við deginum í að kíkja í búðir og skoða jólamarkaðinn þar. Þetta var mjög gaman, reyndar rosalega mikið af fólki svo erfitt var að komast um með kerruna en þetta reddaðist allt saman. Þar sem við vorum á jólamarkaðinum þá náttlega var keypt jólglögg og heitt kakó. Við urðum svo heppin að sjá skrúðgöngu þarna fara um og Ingu Rós fannst þetta voða gaman. Við enduðum svo daginn á KFC og tívolíinu sem var frekar stórt og tók dágóðann tíma að labba í gegnum það. Inga Rós svaf nú hluta af tívolíinu af sér þar sem það var komið langt fram yfir háttatímann hennar. En hún svaf eins og steinn alla leiðina heim og hélt svo bara áfram að sofa þegar hún var lögð í rúmið um 2 leytið.
Fyrsti í aðventu var notaður til að skreyta hérna inn og setja upp jólaseríur. Inga Rós er mjög hrifin af jólaljósunum og segir alltaf vááá vááá. Orðaforðinn hennar eykst jafnóðum og er hún dugleg að herma eftir manni.
Hún er reyndar búin að vera veik síðan þá. Er búin að vera með kvef og fékk hálfgert kvef í augun svo hún fékk dropa fyrir því. Er nú að vona að hún komist til dagmömmunnar á morgun því það eru litlu jólin hjá þeim, vil ekki að hún missi af þeim.
Núna er hún bara sofandi við hliðin á mér á meðan Happy Feet er í sjónvarpinum. Litla krútt.
Ég er að vinna í því að setja inn myndir frá helginni inn á síðuna hennar. Svo þær koma á eftir. Annars fer að styttast í afmælin okkar og verður náttlega veisla haldin hér til að fagna því að maður verður orðin árinu eldri.
Afmælisbörn mánaðarins eru eftirfarandi: Guðni verður 28 ára 7 des, Finnur 28 ára 8 des, ég 27 ára 9 des, Eiríkur 24 ára 12 des og Guðrún frá Kolding verður 30 ára 16 des. Ef ég er að gleyma einhverjum þá biðst ég fyrirgefningar á því.
Jæja ætla fara hætta þessu bulli.
Þar til næst
See ya
miðvikudagur, desember 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Hæ Hæ
það hefur örugglega verið skemmtilegt í Hamborg og sérstaklega að þræða jólamarkaðina:) Hafið það rosalega gott og til hamingju með afmælin bæði tvö!!
Til hamingju með afmælið í dag og Finnur til hamingju með gærdaginn. Vona að þið hafið það sem best, afmælispakkinn fer í póst á morgun
kveðja
Ásta og co
Til lukku með afmælin ykkar beggja ;O)
kv. Björg á Ottosgötunni
Takk fyrir kveðjurnar :)
Til hamingju með afmælin, hjónakorn. Ég var ekki alveg viss með hvaða daga það væri sem þið ættuð afmæli - aðeins of sein með kveðjuna :S
vonandi gátuð þið gert eitthvað skemmtilegt.
Til hamingju með ammælið um daginn bæði tvö ;) Vona að þið hafið átt yndislega daga ;) Knússser til ykkar beggja
Kær kveðja Heiðulíus
Skrifa ummæli