föstudagur, október 24, 2008

Hitt og þetta

Vá ég ætlaði að segja eitthvað rosalega sniðugt hérna en man engan veginn hvað ég ætlaði að skrifa. Er maður komin með alzheimer light or what?

Við fórum til Álaborgar um daginn og heimsóttum Laufey, Garðar, Önnu Valdísi og Ágúst Loga. Smituðum þau endanlega fyrir Wii vírusnum sem er bara gaman ;)

Annars fer bara mjög vel um okkur hérna svona miðað við gang mála heima. Maður finnur aðeins fyrir þessu ef maður þarf að millifæra LÍN hingað út en maður er bara duglegur við að spara og eyða peningnum ekki í eintóma vitleysu.

Hérna rignir bara þessa dagana engin snjór eða stormur eins og heima og svo er spáð næturfrosti í næstu viku brrrrrrrrr. Væri samt alveg til í að fá snjó hérna í desember það er svo kósý.

Vá vitið það að ég er alveg blanc og veit ekki um neitt sniðugt til að segja ykkur. Nema það eru 260 dagar þangað til að við giftum okkur :)

Þar til næst
See ya

Engin ummæli: