Jæja ég ákvað að henda inn svona eins og einu bloggi eða svo, bara af því að árið er á enda.
Við höfðum það mjög kósý hérna í DK um jólin. Jónas frændi minn eyddi jólunum hjá okkur þar sem hann er nýfluttur til Köben til að vinna sem kokkur. Og þar sem honum finnst svo gaman að elda þá eldaði hann ofan í okkur jólamatinn. Við fengum þessa dýrindis humarsúpu í forrétt og dádýr í aðalrétta. Ég fékk að gera ávaxtasalatið mitt góða, en það var svo sem eina sem ég gerði. Og það var ekkert auðvelt að slappa bara svona af og gera ekki neitt. En dádýrið bragðaðist ekkert smá vel. Takk fyrir okkur Jónas.
Það var mikið pakkaflóð undir jólatrénu okkar og auðvitað átti litla skottan 90% af þeim. En hún fékk heilmargt í jólagjöf eins og: Annabell dúkku og dúkkuföt, little people dót, búðarkassa, vatnsteiknibók, kærleiksbjörn, föt, pússluspil og bók. Ekki amalegt
Við skötuhjúin fengum málverk eftir Ingu Rós sem hún gerði hjá dagmömmunni, bækur, ipod dockstation, Georg Jensen óróa, peysu, verkfæri, gjafabréf, make up og DVD diska.
Ég hef nú þurft að vera lesa fyrir próf í þessu jólafríi en það er allt í lagi. Þó er ég reyndar búin að vera veik síðan á mánudaginn svo ég hef ekki verið að lesa mikið síðustu 2 daga fyrir verkjum. ekki gaman þar sem fyrsta prófið er á mánudaginn. Vonandi fer nú þetta að lagast en á meðan bryð ég verkjatöflur og sjússa mig með hóstastillandi meðali.
Kalkúninn er komin inn í ofn og eigum við vona á 5 manns í mat á eftir og ætlum við að bjóða upp á grillaðan humar í forrétt og náttúrulega kalkún og með því í aðalrétt og svo hjemmelaveden tobblerorn ís. Nammi namm.
Jæja ég er að spá í að segja þetta gott í bili og um leið óskum við ykkur gleðilegs nýs árs og hlökkum til að hitta sem flest af ykkur á nýju ári.
þar til næst
See ya
miðvikudagur, desember 31, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu :)
Gangi þér vel í prófunum.
Kv. Sirrý
sæll Finnur ég var á netinu og rakst á þessa síðu.Þú hefur ekkert breyst ég þekkti þig stax á myndunum í albúminu.Ég bið að heilsa ykkur bestu kveðjur Helgi
Hæ ég fylgist allavega alltaf með ykkur.
Kveðja og knús Gumma
Skrifa ummæli