laugardagur, febrúar 28, 2009

Smá update :o)

Jæja ég hef ákveðið að henda inn nokkrum línum þar sem ég hef fengið kvörtun um bloggleysi :o)
Það er alltaf gaman þegar maður fær kvartanir því þá veit maður að það er einhver að lesa þetta bull hjá okkur.

Anywho Inga Rós stækkar með degi hverjum og finnst lang skemmtilegast að synga og dansa. Hún syngur fyrir okkur, Allir krakkar, litalagið, Dvel ég í Draumahöll og Sofðu unga ástin mín. En hennar uppáhalds lag er Mamma Mia og hún biður alltaf um að það sé spilað og tjúttar svo við það og syngur með. Enda er hún búin að sjá myndina 2 sinnum. Bara gaman að henni.

Það verður nóg að gera hjá okkur næstu vikurnar. Eftir 2 vikur ætlum við að fara með yfirmanni Finns og konu hans í skíðaferð til Livigno á Ítalíu. Inga Rós fær að koma með og hlakka ég til að leyfa henni að prufa renna sér á skíðum.
Svo förum við mæðgur rúmri viku seinna til Íslands svo það er nóg að gera. Ég mun svo skrifa ritgerðina mína svona inn á milli ferðalaga.

Núna byrja 30 afmælin að byrja í vinahópnum okkar og er Finnur Yngvi er sá fyrsti. Svo við óskum honum innilega til hamingju með stór áfangann.

Jæja ætla láta þetta gott heita í bili.

Þar til næst
See ya

föstudagur, janúar 30, 2009

Jæja mér datt í hug að henda inn svona eins og einni bloggfærslu þó ég viti ekki fyrir hverja.

Allavega nýja árið er gengið í garð og og mér tókst að enda það gamla og byrja það nýja með veikindum og Inga Rós byrjaði nýja árið einnig með veikindum. En við hristum það af okkur og ég hellti mér í próflesturinn. Ég þurfti að taka 3 próf sem ég náði svo að ég er búin með skólann og þarf því nú bara að skrifa bachelor ritgerðina mína sem ég á að skila í maí.
Svo ég mun eyða næstu mánuðum í brúðkaupsundirbúning og ritgerðarskrif.

Ég og Inga Rós skelltum okkur í helgarferð til Íslands til að koma mömmu á óvart á fimmtugs afmælinu hennar. Þetta tókst ekkert smá vel að mamma varð eiginlega orðlaus þegar hún opnaði dyrnar og sá okkur standa fyrir utan og óska henni til hamingju með afmælið. Ég er bara ekki frá því að við höfum verið langbesta afmælisgjöfin :o)
Við áttum alveg æðislega helgi heima hjá mömmu og pabba og hefði ég alveg verið til í að vera lengur. Ég og mamma og fórum með Ingu Rós í fyrstu bíóferðina sína en við fórum að sjá Skoppu og Skrýtlu sem er í miklu uppáhaldi hjá dömunni. Svo fórum ég og Inga Rós í skírn til Konna og Tinnu en litli prinsinn þeirra fékk nafnið Sveinn. Innilega til hamingju með prinsinn og nafnið.

Ég vona þó að allir þeir sem ég hitti ekki fyrigefi mér það því ég stoppaði svo stutt og vildi eyða tímanum með fjölskyldunni. En ég kem fljótt aftur og stoppa þá aðeins lengur.

Þann 28 janúar þá kom í heiminn lítill(stór) prins sem var gefið nafnið Jónas Thor og er hann sonur Dodda og Hildigunnar. Viljum við óska þeim innilega til hamingju með drenginn.

Jæja ég veit ekki hvað ég skrifa meira svo ég ætla bara slútta þessu núna.

Þar til næst
See ya

miðvikudagur, desember 31, 2008

Jólin 2008

Jæja ég ákvað að henda inn svona eins og einu bloggi eða svo, bara af því að árið er á enda.

Við höfðum það mjög kósý hérna í DK um jólin. Jónas frændi minn eyddi jólunum hjá okkur þar sem hann er nýfluttur til Köben til að vinna sem kokkur. Og þar sem honum finnst svo gaman að elda þá eldaði hann ofan í okkur jólamatinn. Við fengum þessa dýrindis humarsúpu í forrétt og dádýr í aðalrétta. Ég fékk að gera ávaxtasalatið mitt góða, en það var svo sem eina sem ég gerði. Og það var ekkert auðvelt að slappa bara svona af og gera ekki neitt. En dádýrið bragðaðist ekkert smá vel. Takk fyrir okkur Jónas.

Það var mikið pakkaflóð undir jólatrénu okkar og auðvitað átti litla skottan 90% af þeim. En hún fékk heilmargt í jólagjöf eins og: Annabell dúkku og dúkkuföt, little people dót, búðarkassa, vatnsteiknibók, kærleiksbjörn, föt, pússluspil og bók. Ekki amalegt

Við skötuhjúin fengum málverk eftir Ingu Rós sem hún gerði hjá dagmömmunni, bækur, ipod dockstation, Georg Jensen óróa, peysu, verkfæri, gjafabréf, make up og DVD diska.

Ég hef nú þurft að vera lesa fyrir próf í þessu jólafríi en það er allt í lagi. Þó er ég reyndar búin að vera veik síðan á mánudaginn svo ég hef ekki verið að lesa mikið síðustu 2 daga fyrir verkjum. ekki gaman þar sem fyrsta prófið er á mánudaginn. Vonandi fer nú þetta að lagast en á meðan bryð ég verkjatöflur og sjússa mig með hóstastillandi meðali.

Kalkúninn er komin inn í ofn og eigum við vona á 5 manns í mat á eftir og ætlum við að bjóða upp á grillaðan humar í forrétt og náttúrulega kalkún og með því í aðalrétt og svo hjemmelaveden tobblerorn ís. Nammi namm.

Jæja ég er að spá í að segja þetta gott í bili og um leið óskum við ykkur gleðilegs nýs árs og hlökkum til að hitta sem flest af ykkur á nýju ári.

þar til næst
See ya

mánudagur, desember 08, 2008

Sitt lítið af hverju

Jæja þá, ætli það sé ekki best að henda inn einhverjum fréttum af okkur fyrst fólk er byrjað að kvarta. Ég skal reyna að hafa þetta ekki of langt.

Snorri kom í heimsókn til okkar þann 23 nóv. Við fórum reyndar til Köben og náðum í hann og eyddum deginum í skítakulda í Jóla tívolíinu. Inga Rós skemmti sér konunglega þar og talaði látlaust um jólaljósin og julemanden sem hún sá.
Snorri var hjá okkur í viku og skemmtum við okkur konunglega allann tíma. Hér var drukkinn bjór og spilað Monopoly bæði í Wii og á gamla mátann. Snorri endaði reyndar alltaf í jailinu og Finnur þurfti alltaf að borga hátekjuskatt hehehe. Takk Snorri fyrir frábæra viku.

Jólaljósin eru komin upp hér á bæ. Og náttlega erum við með langflottasta húsið í götunni. Við komum smá jólaljósa meting á við nágranna okkar sem er bara gaman :)
Svo verður bara farið að kaupa jólatré næstu helgi. Ingu Rós finnst allt þetta jóladót og ljós svo gaman. Svo fær hún Kalander gave á hverjum degi frá julemandinum og ekki leiðist henni það.

Við fórum með Ingu Rós upp á spítala s.l. fimmtudaginn til að athuga betur þetta mishljóð sem heyrðist í hjartanu hennar. Sem betur fer fannst ekkert alvarlegt svo við fórum heim með vel léttar axlir þennan dag. Þetta hljóð er bara þarna og mun hverfa með tímanum.

Við héldum svo upp á afmælið okkar á föstudaginn með tilheyrandi áti og drykkju hjá mörgum. Enda fóru síðust gestirnir ekki heim fyrr en að verða 5:30. Hjördís vinkona mætti á svæðið frá Århus og einnig stakk Jónas frændi inn nefinu, en hann er nýfluttur til Köben. Svo hann eyddi helginni hérna hjá okkur. Takk öllsömul sem mættu. Þetta var virkilega gaman.

Til hamingju með afmælið í gær Guðni minn. Svo náttlega er Finnur 29 ára í dag og ég verð svo 28 ára á morgun bara gaman :)

Jæja ég held að þetta sé komið nóg af fréttum í bili.

Þar til næst
See ya

föstudagur, október 24, 2008

Nýjar myndir

Var rétt í þessu að henda inn nýjum myndum í mynda albúmið okkar hérna á síðunni. Þau heita "Strákakvöld jólin 2005" og "Argentína sumarið 2008"

Enjoy

Hitt og þetta

Vá ég ætlaði að segja eitthvað rosalega sniðugt hérna en man engan veginn hvað ég ætlaði að skrifa. Er maður komin með alzheimer light or what?

Við fórum til Álaborgar um daginn og heimsóttum Laufey, Garðar, Önnu Valdísi og Ágúst Loga. Smituðum þau endanlega fyrir Wii vírusnum sem er bara gaman ;)

Annars fer bara mjög vel um okkur hérna svona miðað við gang mála heima. Maður finnur aðeins fyrir þessu ef maður þarf að millifæra LÍN hingað út en maður er bara duglegur við að spara og eyða peningnum ekki í eintóma vitleysu.

Hérna rignir bara þessa dagana engin snjór eða stormur eins og heima og svo er spáð næturfrosti í næstu viku brrrrrrrrr. Væri samt alveg til í að fá snjó hérna í desember það er svo kósý.

Vá vitið það að ég er alveg blanc og veit ekki um neitt sniðugt til að segja ykkur. Nema það eru 260 dagar þangað til að við giftum okkur :)

Þar til næst
See ya

miðvikudagur, október 01, 2008

Fréttir, fréttir................

Jæja ætli það sé ekki best að henda inn nokkrum línum. Samt alveg spurning hvort maður nenni að halda þessu áfram þar sem maður veit ekkert um það hvort einhver kemur hérna inn og les þetta bull í mér.

En allavega við fórum um daginn og keyptum nýtt rúm handa Ingu Rós. Hún fékk pening í afmælisgjöf sem fór í það að kaupa nýtt rúm, nýja sæng og kodda. Hún er hin ánægðasta með þetta allt saman og það hefur gengið mjög vel að fá hana til að fara bara sofa þegar hún skríður upp í. Það hafa reyndar komið 2 kvöld þar sem hún er eitthvað að labba um í herberginu sínu þegar hún á vera upp í rúmmi hehehe.

Ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa. Það er voðalega lítið að frétta héðan. Same shit different day.
Jú ég fór og fékk mér linsur um daginn. Er aðeins að prufa þetta því ég vil ekki nota gleraugun á brúðkaupsdaginn og ef ég nota þau ekki þá sé ekki alla svo ég ákvað að skella mér í þetta. Frekar skrýtið eitthvað en ekkert smá þægilegt. Ég get labbað um án gleraugna og séð það sem er lengra í burtu hehehe.

Við ætlum að skella okkur til Álaborgar aðra helgi og heimsækja Laufey og co. Verð að fá að sjá nýjasta fjölskyldumeðlimin. Á sama tíma og ég fer til Laufeyjar þá verður TVG-Zimsen reunion heima svo við Laufey skálum bara fyrir ykkur hinum.

Ekki er nú ástandið heima gott. Helv....... krónan fellur og fellur og danska krónan hækkar og hækkar. Var komin upp í 20,5 núna áðan. Sem er ekkert sniðugt þar sem ég lifi á LÍN og fæ bara fyrirfram frá bankanum í ISK svo upphæðin er ekki mikil sem ég get millifært hingað út til okkar. Dabbi bankastjóri ætti að vera orðin glaður. Glitnir orðið að ríkiseign en hann sagði nú að ríkið myndi selja sinn hlut þegar þar að kæmi. Á nú eftir að sjá það gerast. En ég nenni ekki að pirra mig yfir þessu núna.

Svo vil ég minna aftur á heimasímann okkar 496-0229. Svona fyrir þá sem vilja endilega heyra í okkur hljóðið. Okkur finnst alltaf gaman að heyra í fólki frá Íslandi og fá slúður.

Jæja ég ætla að halda áfram að vera löt í dag.

Þar til næst
See ya

föstudagur, september 12, 2008

KLUKK

Ég var víst klukkuð af henni Petru vinkonu, svo ég má ekki vera minni manneskja svo hér kemur þetta.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Sportbúð Títan
- Bónusvideo Mosó
- Íslandspóstur
- TVG-Zimsen

Fjórar kvikmyndir sem ég held upp á:
- P.S. I Love You
- Love Actually
- Notebook
- Og flest allar Disney teiknimyndir

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Reykjavík
- Mosó
- England
- Danmörk

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- CSI
- Bones
- Ugly Betty
- NCIS

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Krít
- Frakkland
- Ítalía
- Þýskaland

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
- mbl.is
- visir.is
- sdu.dk
- dmi.dk

Fernt sem ég held upp á matakyns:
- Fiskibollurnar hennar mömmu
- Mexíkókjúlli
- Hvítlaukspasta
- Stuffing (uppskriftin frá ömmu)

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
- New York í desember
- Shopping spree í Minneapolis
- Chania, Krít
- Ástralíu

Fjórar bækur sem ég les oft:
- Bækurnar eftir Yrsu Sigurðardóttur
- James Patterson bækurnar
- Harry Potter bækurnar
- og bara flest allar spennusögur

Þeir fjórir "óheppnu" sem verða klukkaðir af mér eru:

Laufey vinkona í Álaborg

Mummi vinur í Köben

Sunna og Hvati

Biggi Bonoman


Þar til næst
See ya