miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Hrakfallabálkur

Loksins loksins komin með fataskáp. Við fórum á mánudaginn í IKEA í Århus og versluðum fullt af dóti eins og fataskáp, kommóðu, dvd hillu, húsbóndastól og vínrekka(ekki veitir af þar sem það eru alltaf tilboð á rauðu og hvítu og alltaf 6 saman í tilboðinu). Og þar sem Finnur er að vinna allann daginn þá ákvað ég nú að byrja bara á að setja nokkra einfalda hluti saman, eins og vínrekkann, stólinn og dvd hilluna. Og eins og er alltaf með svona hillur þá þarf að negla bakhlið á hillurnar og mín ofsa dugleg byrjaði. Ég lamdi ekki nema 5 sinnum á þumaputtann minn og ég var bara orðin pirruð á þessum klaufaskap í mér að ég ætlaði ekki að láta eitthvað svona stoppa mig í að setja helv....... hilluna saman.
ConstructionEn allt er gott sem endar vel. Hillan fór upp og fötin inn í fataskáp. Jibbí ég bý ekki í ferðatöskum lengur og ég get fundið fötin mín núna. Tími til komin þar sem skólinn byrjar á morgun svo ég ætti að hafa einhver föt til í að vera í. Og Kristín ég fæ vonandi að vita á morgun hvenær vetrarfríið verður, læt þig vita.

Jæja ég ætla að halda áfram að taka til hérna áður en Finnur kemur heim úr vinnunni.

See ya

föstudagur, ágúst 26, 2005

Blautur föstudagur

Ég og Finnur fórum í sakleysi okkar í bæinn í dag til að sækja um húsaleigubætur og skattkort fyrir Finn. Svo lá leið okkar í símabúð til að fá gsmnr., sem við fengum, en á meðan við vorum inn í búðinni þá kom hellirigning. Við vorum ekki klædd fyrir rigningu heldur vorum við bara gallabuxum, íþróttapeysu og ég í sandölum.
Rain Cloud

Við létum rigninguna ekki stoppa okkur heldur hlupum við í pollum og lækjum í áttina að strætó og fórum upp í Kolding Storecenter að versla auka kodda og sæng fyrir gestina okkar. Maður varð frekar blautur á þessu hlaupi svo það var ósköp notalegt að komast heim í hlý og þurr föt.

Finnur er annars búin að vera vinna í 3 daga og á víst að mæta í nýja vinnu á mánudagsmorgun sem er mjög gott en maður vona bara að hann fá fasta vinnu fljótlega ekki svona auka, en það kemur í ljós.

Truck Driver Núna erum við bara að bíða eftir skólafélaga mínum honum Snorra sem var að flytja hingað og við ætlum að fara skoða verð á bílaleigubílum því við ætlum að reyna fara í IKEA sem fyrst til að versla fataskáp og Snorri þarf að versla önnur húsgögn svo það væri frábært að komast þangað á morgun þá fæ ég kannski fataskáp svo ég geti raðað fötunum mínu svo ég finni þau.HAhahahahhahahah

Þar til næst

See ya

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrring

Gærdagurinn byrjaði á því að heimasíminn hringdi kl. 7 um morgunin. Halló hver hringir kl. 7 á morgnanna. Ætti að vera bannað með lögum. En þetta var víst vinnumiðlun sem Finnur var búin að skrá sig á og hún var með starf handa honum í 2 daga. Þetta er vinnumiðlun sem sérhæfir sig í að útvega fólk ef fyrirtækjum vantar aukastarfsfólk í stuttann tíma. Svo Finnur fór að vinna í gær og ég hélt áfram að sofa. En ég svaf ekki lengi þar sem viðgerðarmaðurinn hringdi kl. 8:20 út af loftnetinu sem þurfti að laga og ætlaði hann að koma upp úr hádegi. Gott mál. Ég ákvað að skríða aftur upp í og kúra lengur þar sem klukkan átti ekki að hringja fyrr en 10. Kl. 10 ákvað ég að ég nennti ekki að kúra lengur og var að skríða fram úr þegar dyrabjallan hringdi. HVAÐ NÚ. Ekki var þetta viðgerðarkallinn heldur var þetta maður til að mæla notkun á heita vatninu. Þetta var greinilega morgun sem ég átti ekki að fá að sofa út.

En ég var nú samt mjög dugleg í gær því ég fór og náði í skólabækurnar á pósthúsið og bar þær heim. Ekki nema 8-9 kg í 23 stiga hita. Þetta tók heldur betur á.
Backpack

Finnur fór aftur að vinna í morgun. Hann þurfti að vakna kl. 5:30 eða ég þurfti að vakna kl. 5:30 til að passa að hann færi fram úr því hann þurfti að taka strætó kl. 6. Ég snéri mér nú bara á hina hliðana og hélt áfram að sofa múhahahahahah.

Svo í dag hef ég ákveðið að vera löt þar sem það er 18 stiga hiti, skýjað og rigningardropar byrjaðir að falla.
Partly Cloudy

Jæja ég ætla að halda áfram með letikastið mitt og færa mig yfir í sófann með teppi og góða bók.

See ya






fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Kolding

Jæja þá erum við komin til Kolding og flutt inn. Við áttum frábæra daga í Köben hjá Mumma. Við erum á fullu að standsetja íbúðina núna og gera hana fína. Eins og þið sjáið þá er ég komin á netið og gerðist það bara áðan sem er mjög gott á danskan mælikvarða þar sem við sóttum um það á mánudaginn. Við getum loksins farið að slaka á þar sem við erum búin að versla það helsta fyrir íbúðina og erum að leggja lokahöndina á að gera hana kósý.
Finnur fær að vita með vinnu í næstu viku svo við krossleggjum bara fingra og vonum það besta.

Ok Kolding er lítill bær en mjög fínn. Við búum á frábærum stað í bænum og er stutt í allt saman hjá okkur. Ég held barasta að okkur eigi eftir að líka vel við að búa hérna. Um helgina er svo kallað Kulturweekend hérna í Kolding og það er fullt af tónlistarmönnum sem verða hérna um helgina, þ.á.m. Olsen bræður, og svo er mikið fyllerí. En það er lagi þar sem það setur mann ekki á hausinn við að kaupa sér bjórkassa hérna. T.d. kostaði í gær kassi af Tuborg Classic með 30 flöskum í 79.95 DKR og reiknið nú.
Cheers
Ég er að spá í að fara koma mér í háttinn. Við erum búin að vera í allt kvöld að setja saman hillusamstæðu sem við vorum að kaupa og sjónvarpið er of stórt svo það passar ekki, en Finnur kallinn ætlar að reyna fixa þetta til og það eina sem honum vantar í það er handsög. Veit ekki alveg hvar hann ætlar að fá hana lánað en það kemur í ljós á morgun. Hann er búin að vera voða duglegur að setja saman hluti og bera hluti.

Jæja þar til næst
See ya





miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Ég er lent í kóngsins Köbenhavn

Jæja þá er maður bara komin út til Danmerkur. Við lentum í gær í Köben og gistum núna hjá honum Mumma okkar þar til við förum yfir til Kolding á mánudaginn. Veðurguðirnir eru að bregðast mér því það er ekkert spez veður hérna. Ég vona bara að það fara að lagast og sólin fari að skína.
Við löbbuðum Strikið í gær og enduðum á geðveiku steikhúsi sem heitir Jensen Bofhus og þar fékk ég bestu nautasteik í heimi. Við ætlum að kíkja í Tívolíið annað kvöld svo maður getur þá sagt að maður sé búin að fara í það.

Jæja best að fara hætta þessu, þar til næst
See ya

föstudagur, ágúst 05, 2005

Danmörk ég er á leiðinni

Jæja þá eru aðeins 3 dagar þar til maður fer út. Get ekki beðið. Það er mikið að gera svona síðustu dagana fyrir brottför, svo það gefst lítill tími í blogg. Þannig að þið verðið bara að fyrirgefa mér fyrir þetta. Næsta blogg kemur þegar ég lendi í Kolding mínum nýja heimabæ.

Svo þangað til næst
See ya