Við létum rigninguna ekki stoppa okkur heldur hlupum við í pollum og lækjum í áttina að strætó og fórum upp í Kolding Storecenter að versla auka kodda og sæng fyrir gestina okkar. Maður varð frekar blautur á þessu hlaupi svo það var ósköp notalegt að komast heim í hlý og þurr föt.
Finnur er annars búin að vera vinna í 3 daga og á víst að mæta í nýja vinnu á mánudagsmorgun sem er mjög gott en maður vona bara að hann fá fasta vinnu fljótlega ekki svona auka, en það kemur í ljós.
Núna erum við bara að bíða eftir skólafélaga mínum honum Snorra sem var að flytja hingað og við ætlum að fara skoða verð á bílaleigubílum því við ætlum að reyna fara í IKEA sem fyrst til að versla fataskáp og Snorri þarf að versla önnur húsgögn svo það væri frábært að komast þangað á morgun þá fæ ég kannski fataskáp svo ég geti raðað fötunum mínu svo ég finni þau.HAhahahahhahahah
Þar til næst
1 ummæli:
ahhh hvað ég öfunda ykkur, því að ég þykist vita að rigningin ykar er heit. Hérna er hitinn kominn niður í svona 5-6° á morgnana svo njótiði hitans eins og þið getið !
knús Halla
Skrifa ummæli