mánudagur, september 26, 2005

Strandblak

Haldið þið ekki að mín hafi ekki bara skellt sér í strandblak í gær. Geðveikt dugleg. Þetta byrjaði á því að Íris hringdi í okkur og spurði hvort við værum game í smá strandblak og við játtum því og skelltum okkur bæði tvö. Fyrst þurftum við reyndar að labba dágóðan spöl að vellinum og inn í þessum dágóða spöl var brekka dauðans, þannig að þegar við loksins komum að vellinum þá var maður búin eftir allt þetta labb. En eftir 5 mín. pásu þá byrjuðum við að spila og vá hvað þetta tók á. Ég hef ekki spilað blak síðan í MS og það eru 7-8 ár síðan og Finnur hefur aldrei spilað blak en við stóðum okkur þokkalega. Svo var líka geggjað gott veður, fengum sól c.a. 17 stiga hiti. Við spiluðum blak í svona 2 1/2 tíma og enduðum svo í gamla góða skotboltanum. Mér leið eins og væri komin aftur í tímann og væri að spila skotbolta í fríminútunum í barnaskóla. Gömlu góðu dagarnir.
Volleyball
Eftir blakið var haldið heim á leið sem var mun auðveldara þar sem við þurftum ekki að labba upp neina brekku. Elduðum við svo þessa fínu lambasteik með smjörsteiktum sveppum nammi.
Við vorum reyndar svo búin eftir strandblakið að við lágum eins og skötur í sófanum og mér leið eins og níræðri kellingu öll lurkum lamin.
Tired
Ég er reyndar ekki frá því að vera með pínu harðsperrur eftir strandblakið og litla fjólublá bletti á framhandleggnum. Já já ég veit að íþróttir eru hættulegar en þetta var svo gaman að ég segi örugglega já aftur ef það verður farið aftur í strandblak.

Jæja er farin að læra.
See ya

föstudagur, september 23, 2005

Þú varst klukkuð

Jæja það er víst búið að klukka mig. Og hvað er það, jú þetta gengur út það að ef maður er klukkaður þá á maður að skrifa 5 tilgangslausa hluti um sjálfan sig og klukka svo 5 aðra bloggara. Jæja verður maður ekki bara að demba sér í þetta.

1. Ég á hægri hliðina í rúminu.
2. Ég elska gulrætur.
3. Ég labba alltaf í skólann.
4. Mér finnst bjór vondur.
5. Ég veit hvað eru margir dagar þar til ég á afmæli.

Og þeir óheppnu sem verða klukkaðir af mér eru, Laufey, Halla skvísa, Konni elskan, Unnur tengdó og Óli hennar Mæju.

Jæja þá er þetta búið og ég er búin að setja keðjuna af stað frá mér. Enjoy everybody
Roll
See ya

mánudagur, september 19, 2005

Skólinn minn

Vá ég bara varð að deila þessu með ykkur. Ég veit ekki hvort þetta er með alla skóla í Danmörku en þá er greinilega miklu fjármagna eytt í skólana hérna. Skólinn minn IBA er mjög tæknivæddur og nýtískulegur. Fyrir utan allar stofur eru lítill tölvuskjár sem hægt er að sjá hvaða tími er í hverri stofu og svo eru stærri sjónvarpsskjáir utan um allan skólann og allt þetta er Bang & Olufsen. Einnig út um allan skólann eru listaverk, bæði skúlptúrar og málverk eftir þekkta höfunda þó ég man ekki nöfnin á þeim eins og er. Ég er í tíma sem heitir Art & Design og kennarinn, sem heitir Bo Beck, var að segja okkur að stólarnir sem við sitjum á í kaffiteríunni kosta 2000 dkr stykkið. dísus cræst. Í fyrirlestrarsalnum eru voða fínir stólar og lítið borð fyrir fram hvern stól sem hægt er að færa nær manni, ekki þessi frábæru hliðarborð í háskólabíó. Og svo sitjum við á skrifborðstólum ekki litlum og allt of óþægilegum stólum eins og heima.
Computing
Ég er búin að komast að því(þó maður vissi það svo sem alveg) að ríkið heima sveltir skólana, ríkið eyða bara peningunum í að hækka launin hjá þingmönnum. össsssss
Money 2
Jæja alla vega þar til næst

See ya

mánudagur, september 12, 2005

Þýskalandsferð

Jæja þá er maður búin að fara í þessa frægu ferð til Þýskalands að versla áfengi. Og það var verslað. Við byrjuðum á því að ná í þennan fína og flotta bílaleigubíl sem var Peugot 407. ConvertibleEkkert smá flottur og Finnur fílaði sig í tætlur á svona flottum bíl. Við náðum svo í Ívar sem er á öðru ári í IBA og ætlaði hann að sýna okkur leiðina og hvar verslunin var en við villtumst smá en það reddaðist svo að lokum. Við versluðum fullt fyrir lítin pening. Ég held að við eigum áfengi allavega út árið, en það fer allt eftir því hversu duglegir gestirnir verða, sem eiga eftir að koma í heimsókn. By the way Kristín ég er enn að bíða.

Við keyptum 15 kassa af bjór(3 kassar kostuðu 100 dkr), 3 kassa af gosi(3 kassar kostuðu 100 dkr) og 3 kassa af píkubjór(kassinn var á 100 dkr), líter(líterflöskurnar kostuðu 90 dkr) af vodka, viský, malibu, gin, 3 rommflöskur(sem kostuðu 100 dkr allar saman), snafs sem heitir krít og bragðast eins og skólarkrítarnammið, dooley's, rauðvín, rósarvín og hvítvín.
Ef maður sækir um nógu snemma ætli maður komist þá inn á Vog þegar skólinn er búinn. Athuga málið.(myndir af Þýskalandsferðinni komnar inn)

En þetta var annars mjög gaman að prufa þetta og maður á eftir að fara aftur til Þýskalands þegar þessar birgðir klárast.

Laugardagurinn var mjög rólegur, prufaði að baka brauðbollur í ofninum sem heppnuðust svona rosavel og svo fórum við til Dodda og Írisar að spila póker sem er mjög gaman og bara vinsælt hérna í Danmörku.
Poker Finnur keypti svona tösku með 500 pókerpeningum í ásamt 2 spilastokkum og teningum í voða flottri áltösku á 200 dkr. Vorum að skoða þetta á www.gismo.is sem eru að selja þetta heima og þar kostar svona taska, eins og Finnur keypti sér, 12.990.- sem er fáranlega dýrt. Álagning dauðans.

Á sunnudeginum elduðum við okkur Ný Sjálenskt lambakjöt sem var í hvítlauksmareneringu og það var mjög gott. En mig langar samt ógeðslega mikið í íslenskt lambalæri nammi gott. Kannski mamma og pabbi komi með eitthvað gott frá Íslandi þegar þau koma í heimsókn, maður veit aldrei.

Jæja ég er að spá í að fara vinna að fyrsta verkefninu í skólanum en ég á að gera framtíðaráætlun og skrifa niður hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór hahaha ég verð aldrei stór bara eldri og vitrari. Writing

See ya

þriðjudagur, september 06, 2005

Skólinn byrjaður

Vá nú er september byrjaður. Árið er bara búið að líða hratt. Ég er byrjuð i skólanum og þó að það hafi verið sagt að skólinn fari rólega af stað þá er það ekki rétt þar sem við erum strax byrjuð að læra og varla búin að velja brautina sem við ætlum að taka.

Helgin var mjög róleg hjá okkur. Við fórum upp til Vejle í heimsókn til Sigrúnar og Atla(mömmu & pabba hennar Hjördísar) og þar hittum við náttúrulega Hjördísi og svo var bróðir hennar þar sem sína konu og lítinn engil sem heitir Telma og er 7 mánaða. Það var geggjað veður þegar við komum og sátum við bara út á palli í steik milli 6 og 8 áður en maturinn var borin fram. Við fengum æðislegan góðan mat og var borðað yfir sig. Eftir mat fórum við bara aftur út á pall og sátum þar í góðu yfirlæti með pallahitar til að hlýja okkur þar sem það kólnaði hratt eftir að sólin fór. Hjördís og Atli skutluðu okkur svo á lestarstöðina og fórum heim með lestinni.

Í gær var svokallað pubcrawl í skólanum og byrjaði það kl 12 á hádegi. Var okkur fyrstaárs nemum skipt upp í nokkra hópa og var þema í hverjum hóp fyrir sig. Minn hópur voru íþróttarfólk. Og var ekki erfitt fyrir mig að finna einhver föt fyrir það. Leiðin lá svo niðrí bæ þar sem það var rölt á milli pöbba og farið í leiki og drukkið(mismikið á hverjum stað). Chugger Um fimmleytið lá leiðin upp í skóla aftur þar sem í boði voru pizzur og ódýr bjór.
Var maður orðin vel kenndur Drunk Walkeftir þennan dag en þetta var geggjað stuð og góð leið til að kynnast öðru fólki frá öðrum löndum(þar sem jú maður er aðeins opnari þegar áfengi er við hönd)

Svo í dag var mjög erfitt að vakna til að mæta í skólann kl 8:10 og ég er bara ekki frá því að maður sé pínu þunnur og MJÖG þreyttur.
Er mikið að spá í að leggja mig eða láta sólin sjá umTanny að losa mig við þynnkuna og setjast bara út og lesa í góða veðrinu. En alla vega báðir kostirnir mjög svo heillandi

Þar til næst
See ya