Helgin var mjög róleg hjá okkur. Við fórum upp til Vejle í heimsókn til Sigrúnar og Atla(mömmu & pabba hennar Hjördísar) og þar hittum við náttúrulega Hjördísi og svo var bróðir hennar þar sem sína konu og lítinn engil sem heitir Telma og er 7 mánaða. Það var geggjað veður þegar við komum og sátum við bara út á palli í steik milli 6 og 8 áður en maturinn var borin fram. Við fengum æðislegan góðan mat og var borðað yfir sig. Eftir mat fórum við bara aftur út á pall og sátum þar í góðu yfirlæti með pallahitar til að hlýja okkur þar sem það kólnaði hratt eftir að sólin fór. Hjördís og Atli skutluðu okkur svo á lestarstöðina og fórum heim með lestinni.
Í gær var svokallað pubcrawl í skólanum og byrjaði það kl 12 á hádegi. Var okkur fyrstaárs nemum skipt upp í nokkra hópa og var þema í hverjum hóp fyrir sig. Minn hópur voru íþróttarfólk. Og var ekki erfitt fyrir mig að finna einhver föt fyrir það. Leiðin lá svo niðrí bæ þar sem það var rölt á milli pöbba og farið í leiki og drukkið(mismikið á hverjum stað).

Var maður orðin vel kenndur

Svo í dag var mjög erfitt að vakna til að mæta í skólann kl 8:10 og ég er bara ekki frá því að maður sé pínu þunnur og MJÖG þreyttur.
Er mikið að spá í að leggja mig eða láta sólin sjá um

Þar til næst
See ya
Engin ummæli:
Skrifa ummæli