Þá er vetrarfríið byrjað og fyrstu dagarnir eru búnir að vera æðislegir. Mamma og pabbi komu síðasta miðvikudag og það var ekkert smá gaman að fá þau í heimsókn. Þau komu með fullt af gotteríi frá Íslandi eins og kaldar sósur, harðfisk, BBQ sósu og svo fengum við líka flatkökur og hangikjet frá Stínu ömmu hans Finns.
Miðvikudagskvöldið var frekar rólegt hjá okkur en við átum öll yfir okkur af mínútusteik sem Finnur eldaði sem var mjög góð og svo kíkti Hjördís í heimsókn til okkar þar sem hún var að vinna hérna í Kolding. Á fimmtudeginum röltum við um bæinn og fórum á kaffihús og þeim leist bara vel á á litla bæinn sem við búum í. Ég og Finnur fórum svo í Sprogeskolen til að klára stöðuprófið og fengum svo að vita að við eigum að mæta í dönskukennslu 25 okt og er þetta ferli bara búið að taka rúman einn mánuð.
Á föstudeginum fórum við upp í Storcenter með foreldrasettið að versla nokkrar jólagjafir, eða ég og mamma versluðum og pabbi og Finnur sátu á pöbbnum You Will Never Walk Alone og drukku bjór. Ég fékk meira segja fyrirfram afmælisgjöf frá mömmu og pabba sem var geggjað pils og belti. Takk mamma og pabbi.
Við enduðum svo á Jensen Bofhouse og átum yfir okkur og hlógum eins vitleysingar að ég er búin að vera með verki í maganum alla helgina. Ég er bara hissa að okkur hafi ekki verið hent út fyrir að vera með hávaða.
Laugardagurinn var notaður til að rölta um bæinn og fara í Koldinghúsið og kíkja á útsýnið yfir bæinn. En haldið ekki að slökkviliðið hafi ekki bara mætt á svæðið á sama tíma við til að slökkva eld í veitingahúsinu sem er í kjallaranum og eins og sannir Íslendingar fylgdumst við náttúrulega aðeins með.
Í gærkveldi elduðum við hátíðarskinku með brúnuðum kartöflum og sveppasósu og váááááááá hvað þetta var gott.
Í morgun þurfti ég svo að kveðja mömmu og pabba þar sem þau fóru til Köben og fara svo til Íslands á morgun. Þó ég hefði alveg viljað hafa þau lengur snökt snökt.
Núna nýt ég bara fríið í að læra á fullu. Ég er svo dugleg. En við erum með einar góðar fréttir. Finnur er komin með fasta vinnu. Fengum að vita það í gær. Þetta er frábært og mikill léttir hjá okkur skötuhjúunum. Hann fær meira segja bíl til að keyra til og frá vinnu og við megum nota hann hérna innanbæjar ef við viljum. Geggjað.
Jæja þar til næst
See ya
mánudagur, október 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Váááá nú er ég græn af öfund, Jensens böfhus, ohhh viltu lofa mér því næst þegar þú ferð þangað að fá þér nautastein með bernesósu fyrir mig !
Til lukku með djobbið gaur!
Ég skal gera það Halla mín, því þær eru líka svo rosalega góðar namm namm :o)
Skrifa ummæli