föstudagur, nóvember 25, 2005

Verkefnavika

Student Head Explodes
Þá er verkefnaviku frá helv.......... lokið. Þetta er búin að vera strembin vika með erfiðum hópmeðlimum. Það er erfitt þegar fólk gerir ekki það sem það á að gera og maður endar á því að gera nánast allt. En Mæja elskan stóð sig eins og hetja þó hún væri heima á Íslandi. En ég er bara fegin að þetta er búið. Eitt project búið 2 eftir hehe.

Annars er ég að fara með skólanum til Hamborgar á mánudaginn. Hlakka bara til. Munum leggja af stað kl 7 um morgunin og komum tilbaka upp úr miðnætti. Þetta verður gaman og verða örugglega teknar einhverjar myndir.
German

Jæja ég hef eiginlega ekkert annað að segja.

Þar til næst

See ya

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Snjókorn falla lalalalalala

Snowstorm
Vildi bara láta ykkur vita að fyrsti snjórinn féll hérna í Danmörku. Alveg ekta jólasnjór en hann hvarf samt mjög fljótt aftur út af rakanum. En djöf....... var kalt í dag. Það var í kringum 5°C í dag sem þýðir í kringum -4°C á íslenskum mælikvarða.
Bundled

Þettu voru annars veðurfréttirnar frá Kolding, DK.

Þar til næst, see ya

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

England here I come

English FlagJæja þá er það komið á hreint að ég er að fara til Englands í janúar í placement og kem ekki til baka fyrr en í endan mars. Þetta er lítill bær sem heitir Wyre Borough og er í Lancashire sem er ekki langt frá Blackpool. Ég verð að vinna á ferðamannaskrifstofu ásamt tveimur öðrum úr bekknum mínum, Snorra og Ole. Við munum öll búa saman og fáum kannski bíl til umráða til að keyra til og frá vinnu og einnig til að fara í verkefni út í bæ. Bara geggjað, veit samt ekki hvernig það verður að keyra vinstra megin hehehehe en það kemur í ljós.
Og ef þið viljið vita hvað ég ætla gera við Finn, þá ætla ég að skilja hann eftir hérna í Danmörku. Það þarf einhver að vinna fyrir mér hehehehe Lol
En ég fæ að vita meira seinna í vikunni þar sem nýji yfirmaður minn ætlar að tala betur við okkur þá.


Annars er ég núna grasekkja þar sem Finnur er að vinna á Sjálandi og verður að vinna frá mánudegi til fimmtudags. Þetta verður fínn aukapeningur sem hann fær fyrir þetta.

Þetta var nú bara það eina sem ég vildi segja

Þar til næst
See ya

mánudagur, nóvember 07, 2005

Glædileg jul og godt Tub'år......

Jæja þá er komin 7 nóvember og aðeins 31 dagar þar til ég verð 25 ára. Gaman gaman.
Síðasta föstudag var jólatuborginn kynntur með pompi og prakt. Gervisnjór og allur pakkinn. Annars var þetta voða gaman að fá að upplifa þetta og var farið á Crazy Daizy og tjúttað.
Buried In Snow
Á laugardaginn brunuðum við á bílaleigubíl til Köben til að tjútta með Sálinni. Við gistum hjá Mumma og Árnýju og þökkum við fyrir gestrisnina. Við hittum svo Ástu og Óskar í Köbenog fórum við með þeim á Sálina. Það var rosalega gaman. Þeir voru geggjað góðir og við skemmtum okkur konunglega. Við hittum þó nokkra Íslendinga sem við þekkjum og var það bara gaman. En við fengum eiginlega samt svona overload af Íslendingum og ókurteisinni hjá þeim. Vááá ég var búin að gleyma því hvað Íslendingar geta verið dónalegir og frekir þegar þeir eru í glasi. Ég hitti gamlan skólabróður minn hann Ómar, sem býr hérna úti, og lenti hann í því að rekast aðeins utan í einn mann og baðst hann strax afsökunar en maðurinn var ekki á því að fyrirgefa það og ýtti við Ómari og hellti svo heilu bjórglasi yfir hann. En við fórum allavega heim með bros á vör eftir velheppnað kvöld. Við viljum þakka Sálinni fyrir frábært kvöld.

Nú snýr maður sér að lærdómnum þar sem það er eitt mjög stórt verkefni og tvö aðeins minni framundan og svo náttlega 25 ára afmælið mitt sem ég er búin að ákveða að halda upp á.

Eitt enn hann Baldur elskan á afmæli í dag svo við óskum honum til hamingju með daginn.

Happy Birthday

Jæja farin í bili
See ya

P.S nýjar myndir komnar inn

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Helgin sem leið

Nú hefur október runnuð sitt skeið með tilheyrandi partýstandi hjá okkur skötuhjúunum.
Föstudagskvöldið byrjaði á því ég hélt bekkjarpartý sem var bara bara stuð. Það var bara nokkuð góð mæting ásamt því að nokkrir Íslendingar sem eru ekki með mér í bekk kíktu inn. Þakka ég Hreiðari, Gumma og Ívari fyrir innlitið þótt stutt væri en Óli stóð sig eins og hetja og var með þeim síðustu út ásamt Mæju óléttu. En þegar allt kom til alls þá skemmtu allir sér mjög vel.
Cheers
Laugardagurinn fór í það að sofa aðeins og skera út grasker, handa Hjördísi, sem Finnur gerði með prýði. Svo lá leið okkar til Århus í 25 ára afmælið hennar Hjördísar. Þar var tekið vel á móti okkur af Hjördísi og Mikkel. Bauð Hjördís upp á rosa fínan mat sem innhélt mikið af chilli. Var hún rosa sniðug að hafa tvo missterka rétti sem víxluðust svo að rétturinn sem átti að vera sterkari var merktur mellem stærk sem ég fékk mér náttúrulega. Mér sveið svo mikið í kjaftinn að þetta náði örugglega að brenna langleiðina niður í rass. En þetta uppgvötaðist fljótt svo allir voru sáttir á endanum. Eftir mat var farið að drekka meira til að slökkva alla elda og mingla við aðra Íslendinga og dani. Við töluðum ekki mikla dönsku enn Finnur lærði aðalega tvær setningar sem voru "for helvede" og "for satan". Hjá Hjördísi var dansað og drukkið fram á rauða nótt eða til 6 um morgunin. Við vorum öll vöknuð upp úr hádeginu og héldum við út eftir morgun og/eða hádegismat í salinn þar sem afmælið var haldið og hjálpuðum við þeim að taka til. Við héldum svo heim á leið seinnipartinn og enduðum á að fá okkur kebab þar sem við nenntum ekki að elda.

Þar sem við búum í Danmörku þá erum við alltaf 2 eða 1 tímum á undan okkar fallega Íslandi. Aðfaranótt sunnudags færðist klukkan aftur um einn tíma og var það voða næs að græða svona einn auka tíma. Finnur var þó ekki alltof sáttur við þetta og var ekki alveg að gúddera það að þurfa breyta öllum klukkum. En mér tókst að sannfæra hann að lokum, eða tókst mér það?????? Not Sure

Nú er nóvember byrjaður með trompi. Í því felst mikill heimalærdómur í skólanum og svo bætist við dönskukennslan. var að velta því fyrir mér hvort maður gæti ekki bara frestað öllum svefn til að fá fleiri klst. í sólahringinn. Þarf að kanna það betur.

Jæja ætla að fara hætta þessu bulli þar sem ég er að fara í eitthvað stórt stöðupróf á morgun. Og það fyndna við það að kennararnir geta ekki verið sammála um það hvort þetta próf gildir eitthvað eða ekki. Það kemur allt saman í ljós.

Vá ég gleymdi næstum því einu. Hann Toddi elskan á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið vinur.

Og ég er búin að setja fleiri myndir inn.
See ya Black Kitty