Nú hefur október runnuð sitt skeið með tilheyrandi partýstandi hjá okkur skötuhjúunum.
Föstudagskvöldið byrjaði á því ég hélt bekkjarpartý sem var bara bara stuð. Það var bara nokkuð góð mæting ásamt því að nokkrir Íslendingar sem eru ekki með mér í bekk kíktu inn. Þakka ég Hreiðari, Gumma og Ívari fyrir innlitið þótt stutt væri en Óli stóð sig eins og hetja og var með þeim síðustu út ásamt Mæju óléttu. En þegar allt kom til alls þá skemmtu allir sér mjög vel.
Laugardagurinn fór í það að sofa aðeins og skera út grasker, handa Hjördísi, sem Finnur gerði með prýði. Svo lá leið okkar til Århus í 25 ára afmælið hennar Hjördísar. Þar var tekið vel á móti okkur af Hjördísi og Mikkel. Bauð Hjördís upp á rosa fínan mat sem innhélt mikið af chilli. Var hún rosa sniðug að hafa tvo missterka rétti sem víxluðust svo að rétturinn sem átti að vera sterkari var merktur mellem stærk sem ég fékk mér náttúrulega. Mér sveið svo mikið í kjaftinn að þetta náði örugglega að brenna langleiðina niður í rass. En þetta uppgvötaðist fljótt svo allir voru sáttir á endanum. Eftir mat var farið að drekka meira til að slökkva alla elda og mingla við aðra Íslendinga og dani. Við töluðum ekki mikla dönsku enn Finnur lærði aðalega tvær setningar sem voru "for helvede" og "for satan". Hjá Hjördísi var dansað og drukkið fram á rauða nótt eða til 6 um morgunin. Við vorum öll vöknuð upp úr hádeginu og héldum við út eftir morgun og/eða hádegismat í salinn þar sem afmælið var haldið og hjálpuðum við þeim að taka til. Við héldum svo heim á leið seinnipartinn og enduðum á að fá okkur kebab þar sem við nenntum ekki að elda.
Þar sem við búum í Danmörku þá erum við alltaf 2 eða 1 tímum á undan okkar fallega Íslandi. Aðfaranótt sunnudags færðist klukkan aftur um einn tíma og var það voða næs að græða svona einn auka tíma. Finnur var þó ekki alltof sáttur við þetta og var ekki alveg að gúddera það að þurfa breyta öllum klukkum. En mér tókst að sannfæra hann að lokum, eða tókst mér það??????
Nú er nóvember byrjaður með trompi. Í því felst mikill heimalærdómur í skólanum og svo bætist við dönskukennslan. var að velta því fyrir mér hvort maður gæti ekki bara frestað öllum svefn til að fá fleiri klst. í sólahringinn. Þarf að kanna það betur.
Jæja ætla að fara hætta þessu bulli þar sem ég er að fara í eitthvað stórt stöðupróf á morgun. Og það fyndna við það að kennararnir geta ekki verið sammála um það hvort þetta próf gildir eitthvað eða ekki. Það kemur allt saman í ljós.
Vá ég gleymdi næstum því einu. Hann Toddi elskan á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið vinur.
Og ég er búin að setja fleiri myndir inn.
See ya
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli