Jæja þá er komin 7 nóvember og aðeins 31 dagar þar til ég verð 25 ára. Gaman gaman.
Síðasta föstudag var jólatuborginn kynntur með pompi og prakt. Gervisnjór og allur pakkinn. Annars var þetta voða gaman að fá að upplifa þetta og var farið á Crazy Daizy og tjúttað.
Á laugardaginn brunuðum við á bílaleigubíl til Köben til að tjútta með Sálinni. Við gistum hjá Mumma og Árnýju og þökkum við fyrir gestrisnina. Við hittum svo Ástu og Óskar í Köbenog fórum við með þeim á Sálina. Það var rosalega gaman. Þeir voru geggjað góðir og við skemmtum okkur konunglega. Við hittum þó nokkra Íslendinga sem við þekkjum og var það bara gaman. En við fengum eiginlega samt svona overload af Íslendingum og ókurteisinni hjá þeim. Vááá ég var búin að gleyma því hvað Íslendingar geta verið dónalegir og frekir þegar þeir eru í glasi. Ég hitti gamlan skólabróður minn hann Ómar, sem býr hérna úti, og lenti hann í því að rekast aðeins utan í einn mann og baðst hann strax afsökunar en maðurinn var ekki á því að fyrirgefa það og ýtti við Ómari og hellti svo heilu bjórglasi yfir hann. En við fórum allavega heim með bros á vör eftir velheppnað kvöld. Við viljum þakka Sálinni fyrir frábært kvöld.
Nú snýr maður sér að lærdómnum þar sem það er eitt mjög stórt verkefni og tvö aðeins minni framundan og svo náttlega 25 ára afmælið mitt sem ég er búin að ákveða að halda upp á.
Eitt enn hann Baldur elskan á afmæli í dag svo við óskum honum til hamingju með daginn.
Jæja farin í bili
See ya
P.S nýjar myndir komnar inn
mánudagur, nóvember 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli