lokaprófinu mínu jibbí. Við þurftum að vera með fyrirlestur um verkefnið okkar og svo þurftum við að verja það og það tókst nokkuð vel hjá okkur.
Nú erum við í Köben hjá honum Mummsa okkar að slaka á. Við vorum að koma inn eftir labbitúr um jólatívolíið sem var kalt en mjög gaman. Á morgun förum við svo heim jibbí. Ég hlakka ekkert smá til. Þannig að á meðan ég er heim þá veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga svo ég vil bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældir á komandi ári.
Þar til næst
See ya
mánudagur, desember 19, 2005
laugardagur, desember 17, 2005
Nú er það sko...........
Jólalegt hérna hjá okkur í Kolding og vika í jólin. Þegar ég vaknaði þá var búið að snjóa í alla nótt og allt þakið snjó. Vá hvað ég komst í jólaskapið þó það var nú komið nokkuð síðan hehehe. Nú setur maður bara jólalög á fóninn og fer að pakka niður fyrir Íslandsferð.
Nú ætla ég að koma mér í gang svo Finnur haldi ekki að ég geri ekki neitt á meðan hann er í vinnunni. Já hann er að vinna á laugardegi bömmer. Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga eftir að ég kem heim en ég skal gera mitt best. Fer í raun allt eftir bróður mínum ef hann leyfir mér að nota tölvuna sína hehehehe.
Jæja þar til næst
See ya
þriðjudagur, desember 13, 2005
JÆJA..........................................
Þá er enn ein helgin liðin hérna hjá okkur og var nóg að gera hjá okkur. Hjördís og Mikkel komu til okkar á föstudaginn og fögnuðu með mér 25 ára afmælisdeginn sem var haldinn á stúdentabarnum í skólanum mínum. Og það var svakalegt stuð hjá okkur. Þið getið kíkt á myndirnar.
Annars fóru þau til baka á laugardeginum en það var rosa gaman að fá þau í heimsókn. Næstu gestir komu á sunnudeginum en þá komu Konni og Inga Jóna í heimsókn. Þau voru í jólagjafa verslunaferð í Köben og ákváðu að kíkja á okkur í eina nótt. Svaka fjör. Ég allaveg fékk fullt af íslensku nammi þessa helgina. Ásta og Óskar sendu mér íslenskt hangiálegg og flatkökur og kúlusúkk ásamt bók í afmælisgjöf og svo kom Konni með nóg af þristum og lakkrís handa mér nammi namm.
Núna er farið að róast í skólanum og það er bara lokadagurinn eftir. Við þurfum að presentera stóra verkefnið okkar á mánudaginn og verja það og svo eigum við að krítisera annan hóp eftir það. Ég er sem betur fer búin kl 10 um morgunin svo ég og Finnur ætlum að hoppa upp í lest og fara til Köben. Við ætlum að gista eina nótt hjá honum Mummsa okkar og fara í jólatívolíið og svo förum við bara heim á þriðjudeginum. Get ekki beðið. Er farin að hlakka dáldið til.
Og þið sem viljið hitta okkur takið númer. Ég veit ekki hvernig bílamálin verða hjá okkur en þið getið náð í okkur í gömlu númerin okkar ef þið viljið tala við okkur.
Jæja ætla fara hætta þessu bulli.
Þar til næst
Annars fóru þau til baka á laugardeginum en það var rosa gaman að fá þau í heimsókn. Næstu gestir komu á sunnudeginum en þá komu Konni og Inga Jóna í heimsókn. Þau voru í jólagjafa verslunaferð í Köben og ákváðu að kíkja á okkur í eina nótt. Svaka fjör. Ég allaveg fékk fullt af íslensku nammi þessa helgina. Ásta og Óskar sendu mér íslenskt hangiálegg og flatkökur og kúlusúkk ásamt bók í afmælisgjöf og svo kom Konni með nóg af þristum og lakkrís handa mér nammi namm.
Núna er farið að róast í skólanum og það er bara lokadagurinn eftir. Við þurfum að presentera stóra verkefnið okkar á mánudaginn og verja það og svo eigum við að krítisera annan hóp eftir það. Ég er sem betur fer búin kl 10 um morgunin svo ég og Finnur ætlum að hoppa upp í lest og fara til Köben. Við ætlum að gista eina nótt hjá honum Mummsa okkar og fara í jólatívolíið og svo förum við bara heim á þriðjudeginum. Get ekki beðið. Er farin að hlakka dáldið til.
Og þið sem viljið hitta okkur takið númer. Ég veit ekki hvernig bílamálin verða hjá okkur en þið getið náð í okkur í gömlu númerin okkar ef þið viljið tala við okkur.
Jæja ætla fara hætta þessu bulli.
Þar til næst
See ya
föstudagur, desember 09, 2005
Ég á ammæli í dag
Hún á ammæli í dag,
hún á ammæli í dag,
hún á ammæli hún Ása,
hún á ammæli í dag.
Jæja þá er stóri dagurinn runninn upp að maður er orðin 25 ára. Össssssssss hvað maður er orðinn gamall. Og hvað gerir maður svo á svona degi. Jú maður byrjar á því að fara í skólann og svo verður heljarinnar partý í kvöld gaman gaman.
Jæja ætla koma mér af stað.
See ya
fimmtudagur, desember 08, 2005
Í dag...............
Afmælisbarn dagsins
miðvikudagur, desember 07, 2005
Afmælisbarn dagsins
fimmtudagur, desember 01, 2005
Hamborg
Eins og ég sagði áður þá fór ég í dagsferð til Hamborgar með skólanum síðastliðinn mánudag. Ferðin hófst með rútuferð kl. 7 um morgunin. Þegar við komum til Hamborgar þá var skítakuldi og það var byrjað á því að fara í siglingu um höfnina sem farið hundleiðinlegt. Eftir það fórum við og skoðuðum City Hallið hjá þeim sem var ágætt og byggingin var mjög falleg. Fórum svo og skoðuðum verk eftir einhvern listamann en þau litu út eins 3 ára krakki hefði teiknað þau. við fengum svo 3 tíma útaf fyrir okkur sem við máttum nota til að versla eða skoða jólamarkaðinn sem var mjög gamann. Maður komst hreinlega bara í jólafíling þarna labbandi um í skítakulda og hlustandi á jólalög.
Núna styttist í það að við komum heim um jólin aðeins 19 dagar en áður en það gerist þá á mín bara afmæli bráðum og verður haldið upp á það. Hjördís vinkona ætlar að kíkja á mig og svo ætlar Konni loksins að láta sjá sig sömu helgi. Hlakka til að sjá þau bæði.
Jæja ég ætla að hætta þessu rugli og fara knúsa kallinn þar sem hann var að koma heim.
Þar til næst
See ya
Núna styttist í það að við komum heim um jólin aðeins 19 dagar en áður en það gerist þá á mín bara afmæli bráðum og verður haldið upp á það. Hjördís vinkona ætlar að kíkja á mig og svo ætlar Konni loksins að láta sjá sig sömu helgi. Hlakka til að sjá þau bæði.
Jæja ég ætla að hætta þessu rugli og fara knúsa kallinn þar sem hann var að koma heim.
Þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)