þriðjudagur, desember 13, 2005

JÆJA..........................................

Þá er enn ein helgin liðin hérna hjá okkur og var nóg að gera hjá okkur. Hjördís og Mikkel komu til okkar á föstudaginn og fögnuðu með mér 25 ára afmælisdeginn sem var haldinn á stúdentabarnum í skólanum mínum. Og það var svakalegt stuð hjá okkur. Þið getið kíkt á myndirnar.
Wakka Wakka
Annars fóru þau til baka á laugardeginum en það var rosa gaman að fá þau í heimsókn. Næstu gestir komu á sunnudeginum en þá komu Konni og Inga Jóna í heimsókn. Þau voru í jólagjafa verslunaferð í Köben og ákváðu að kíkja á okkur í eina nótt. Svaka fjör. Ég allaveg fékk fullt af íslensku nammi þessa helgina. Ásta og Óskar sendu mér íslenskt hangiálegg og flatkökur og kúlusúkk ásamt bók í afmælisgjöf og svo kom Konni með nóg af þristum og lakkrís handa mér nammi namm.
I Love Candy
Núna er farið að róast í skólanum og það er bara lokadagurinn eftir. Við þurfum að presentera stóra verkefnið okkar á mánudaginn og verja það og svo eigum við að krítisera annan hóp eftir það. Ég er sem betur fer búin kl 10 um morgunin svo ég og Finnur ætlum að hoppa upp í lest og fara til Köben. Við ætlum að gista eina nótt hjá honum Mummsa okkar og fara í jólatívolíið og svo förum við bara heim á þriðjudeginum. Get ekki beðið. Er farin að hlakka dáldið til.
Og þið sem viljið hitta okkur takið númer. Ég veit ekki hvernig bílamálin verða hjá okkur en þið getið náð í okkur í gömlu númerin okkar ef þið viljið tala við okkur.

Jæja ætla fara hætta þessu bulli.
Þar til næst

See ya

Engin ummæli: